Innlent

Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur til notkunar reiðhjólahjálma.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur til notkunar reiðhjólahjálma. Vísir/Vilhelm

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar.

Maðurinn var blaðberi og fannst meðvitundarlaus við göngustíg í Breiðholtinu. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir, að póstburðarpokar mannsins hafi verið næst því tómir og því líklegt að maðurinn hafi verið að ljúka útburði.

Hjólreiðamaðurinn var ekki með hjálm á höfðinu en hann hlaut banvæna höfuðáverka við slysið. Talið er að hann hafi misst jafnvægið og fallið af hjólinu í kjölfarið. 

Rannsóknarnefndin hvetur hjólreiðarmenn til þess að nota ávallt viðurkenndan reiðhjólahjálm við hjólreiðar. Erlendar rannsóknir sýni að mikill meirihluti banaslysa hjólreiðarmanna séu af völdum höfuðáverka.

Nýleg rannsókn sýni, að hlutfall þeirra sem hljóti alvarleg höfuðmeiðsl við reiðhjólaslys hafi verið að meðaltali 69% prósent lægra meðal þeirra sem voru með hjálm, en þeirra sem ekki notuðu hjálm við hjólreiðarnar.

Hjól mannsins var ekki búið nagladekkjum en rannsóknarnefndin segir nauðsynlegt að gæta vel að búnaði reiðhjóla fyrir vetrarnotkun. Þar geti nagladekk skipt sköpum.

Nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×