Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 19:44 Starfsfólk á skrifstofu Eflingar ályktaði um stjórnarhætti formannsins í sumar. Einn stjórnarmanna reyndi að fá upplýsingar um þá ályktun en aðrar stjórnarmenn hvetja hann nú til að segja af sér. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint í gærkvöldi. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist ætla að fylgja henni frá félaginu. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Aðrir stjórnarmenn sendu frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem þeir hafna því að stjórnin hafi nokkru sinni fengið ályktun starfsfólksins frá trúnaðarmönnum. Stjórnin fjalli um mál sem séu lögð fyrir hana en einstakir stjórnarmenn eigi ekki að krefjast umfjöllunar um mál sem varða starfsmenn og gögn um þá sem þeir hafi ekki óskað eftir. „Slík vinnubrögð eru að okkar mati ekki eðlileg heldur ofríki,“ segir í yfirlýsingu meirihluta stjórnar Eflingar sem ellefu stjórnarmenn skrifa undir. Segja Guðmund hafa ófrægt sig áður Mótmæla stjórnarmennirnir ellefu því að Guðmundur hafi rætt opinberlega um mál félagsins og vísað í umræður á stjórnarfundum. Það segja þeir trúnaðarbrest við stjórn félagsins. Saka stjórnarmennirnir Guðmund um að hafa „ófrægt“ aðra stjórnarmenn á opinberum vettvangi áður með ásökunum um að þeir bæru ekki hag félagsmanna fyrir brjósti. Dregur stjórnarmeirihlutinn hollustu Guðmundar við Eflingu í efa í ljósi þess að hann hafi talað fyrir því að hagsmunum hópbifreiðastjóra væri betur borgið með stofnun eigin félagsins. „Við hvetjum Guðmund til að segja sig úr stjórn Eflingar og láta verða af hugmyndum sínum um stofnun nýs klofnings-stéttarfélags [sic],“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Agnieszka Ewa Ziółkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Felix Kofi Adjahoe, Innocentia Fiati, Kolbrún Valvesdóttir, Michael Bragi Whalley, Stefán E. Sigurðsson, Zsófía Sidlovits ogJóna Sveinsdóttir. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint í gærkvöldi. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist ætla að fylgja henni frá félaginu. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Aðrir stjórnarmenn sendu frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem þeir hafna því að stjórnin hafi nokkru sinni fengið ályktun starfsfólksins frá trúnaðarmönnum. Stjórnin fjalli um mál sem séu lögð fyrir hana en einstakir stjórnarmenn eigi ekki að krefjast umfjöllunar um mál sem varða starfsmenn og gögn um þá sem þeir hafi ekki óskað eftir. „Slík vinnubrögð eru að okkar mati ekki eðlileg heldur ofríki,“ segir í yfirlýsingu meirihluta stjórnar Eflingar sem ellefu stjórnarmenn skrifa undir. Segja Guðmund hafa ófrægt sig áður Mótmæla stjórnarmennirnir ellefu því að Guðmundur hafi rætt opinberlega um mál félagsins og vísað í umræður á stjórnarfundum. Það segja þeir trúnaðarbrest við stjórn félagsins. Saka stjórnarmennirnir Guðmund um að hafa „ófrægt“ aðra stjórnarmenn á opinberum vettvangi áður með ásökunum um að þeir bæru ekki hag félagsmanna fyrir brjósti. Dregur stjórnarmeirihlutinn hollustu Guðmundar við Eflingu í efa í ljósi þess að hann hafi talað fyrir því að hagsmunum hópbifreiðastjóra væri betur borgið með stofnun eigin félagsins. „Við hvetjum Guðmund til að segja sig úr stjórn Eflingar og láta verða af hugmyndum sínum um stofnun nýs klofnings-stéttarfélags [sic],“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Agnieszka Ewa Ziółkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Felix Kofi Adjahoe, Innocentia Fiati, Kolbrún Valvesdóttir, Michael Bragi Whalley, Stefán E. Sigurðsson, Zsófía Sidlovits ogJóna Sveinsdóttir.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31