Fjöregg þjóðar er framtíð hennar Magnús Þór Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 07:30 Farsæld hverrar þjóðar býr í nútímanum og því samfélagi sem hún býr sér en fjöreggið er alltaf það hvernig grunnur er lagður til vaxtar í framtíðinni. L ykilfólk í því verkefni eru kennarar. Samfélagið hefur á síðustu misserum orðið enn frekar vart við mikilvægi kennarastarfsins enda hafa kennarar verið sannarlega réttnefnd framlínustétt sem ásamt fleirum stóðu vaktina, standa enn, í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Framlínustéttin kennarar varð auðvitað ekkert til í þeim slag. Íslenskir kennarar ólíkra skólagerða hafa alltaf verið lykilfólk í sínum samfélögum, bæði í heildina séð og ekki síður í hverju nærsamfélagi fyrir sig, og lagt hjarta sitt og sál í það verkefni að fræða nemendur sína og byggja þau upp sem einstaklinga. Leikskólinn byggir upp þroska barna í frumbernsku og sinnir afar mikilvægu hlutverki á mikilvægum mótunarárum þeirra, og þegar líður að útskrift þaðan hafa nemendur fengið undirbúning fyrir hefðbundnara nám. Leikskólinn er svo sannarlega fyrsta skólastigið og við þurfum að sýna fram á það í orði en ekki bara borði, viðurkenning í lögum 2008 virðist stundum lúta í lægra haldi fyrir endalausum þjónustukröfum um aukinn vistunartíma barna sem ganga langt fram úr eðlilegum kröfum um skólastarf. Þegar nemandinn kemur upp í grunnskólann er eðlileg krafa að hver einstaklingur fái að njóta sín hin og það sem hver einasti kennari leggur upp með í vinnu sinni. Metnaðarfullur kennari vill öllum sínum nemendum það besta og þegar hann fær þær bjargir sem nýtast til að mæta ólíkum þörfum nemenda þá skilar hann því gæðanámi sem er óskað. Því miður hefur vantað töluvert upp á að þær bjargir hafi fengið hljómgrunn á meðal þeirra sem sjá um að útdeila fjármagni til grunnskólans. Íslenskir framhaldsskólar hafa undanfarin ár tekið á móti stöðugt hærra hlutfalli íslenskra ungmenna og nú heyrir það til undantekninga ef að 16 ára einstaklingur hefur ekki nám í framhaldsskóla að hausti eftir grunnskólalok. Skólarnir hafa brugðist við því með aðdáunarverðum hætti, íslensk framhaldsskólaflóra er orðin ansi fjölbreytt og mikil áhersla lögð á framboð á námi við hæfi hvers og eins. Innan skólanna leggja kennarar og stjórnendur mikið á sig í þá átt að koma til móts við óskir nemenda þó svo sannarlega séu sóknarfæri þegar kemur að aukinni stoðþjónustu innan framhaldskólans. Einnig er hægt að gera betur þegar við horfum til hópastærða. Það þarf sérstaklega að horfa til þess hvernig hægt er að styðja við námsáfanga sem kalla á sérhæfingu sem leiðir til lítilla hópa, þeir hópar eiga undir högg að sækja í mörgum framhaldsskólum. Meðfram þessum skólagerðum þremur starfa tónlistarskólar og tónlistarkennarar, en tónlistarnám verður stöðugt vinsælla. Tónlistin er dásamleg leið til að virkja sköpunarkraft ungmenna og menningarhlutverk sem þarf að hlúa að, og margsannað að samstarf og samþætting skólastarfs í tónlistarskólum og hefðbundna skólakerfinu styður við heildstæðari þroska og menntun nemenda. Fagmennska íslenska tónlistarkennara er svo sannarlega til fyrirmyndar en við þurfum að búa þeim þær aðstæður sem auka veg kennslunnar, hvort sem horft er til húsnæðis fyrir kennsluna eða möguleikana til að sýna afrakstur námsins. Í öllum skólagerðum er lykilfólkið kennararnir. Framlínustarfsmennirnir sem fá það fjöregg í hendur að taka á móti ómálga einstaklingum inn í sína skóla og leiða viðkomandi á næstu áratugum í þá átt sem hver og einn þarf að feta í átt að því að hámarka sína hæfileika og takast að skólagöngu lokinni á við það verkefni að byggja upp líf sitt og þar með framtíðarsamfélag sitt og annarra. Það eru þessir einstaklingar sem eru fjöregg hvers samfélags og þeim er svo sannarlega búinn góður staður í höndum íslenskra kennara. Það kom okkur sem inni í kerfinu störfum því nákvæmlega ekkert á óvart að kennarastéttin stæði keik og heil undir því verkefni að vera skipað til framlínustarfa í Covid faraldrinum nú nýverið. Í framlínunni eru kennarar í essinu sínu, þar starfa þeir alla daga ársins með framtíð samfélagsins í höndunum. Þar höfum við staðið og munum standa áfram, stolt af verkefnum okkar og vinnustöðum. Á næstu árum eru miklir möguleikar fólgnir í því að styrkja enn starfsumhverfi íslenskra skóla og með kennara í lykilhlutverkum í því starfi munu gæði íslensks skólakerfis enn aukast. Við skulum hlúa vel að fjöregginu okkar. Það mun búa landinu okkar enn bjartari framtíð! Höfundur er frambjóðandi til formanns KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagasamtök Magnús Þór Jónsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Farsæld hverrar þjóðar býr í nútímanum og því samfélagi sem hún býr sér en fjöreggið er alltaf það hvernig grunnur er lagður til vaxtar í framtíðinni. L ykilfólk í því verkefni eru kennarar. Samfélagið hefur á síðustu misserum orðið enn frekar vart við mikilvægi kennarastarfsins enda hafa kennarar verið sannarlega réttnefnd framlínustétt sem ásamt fleirum stóðu vaktina, standa enn, í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Framlínustéttin kennarar varð auðvitað ekkert til í þeim slag. Íslenskir kennarar ólíkra skólagerða hafa alltaf verið lykilfólk í sínum samfélögum, bæði í heildina séð og ekki síður í hverju nærsamfélagi fyrir sig, og lagt hjarta sitt og sál í það verkefni að fræða nemendur sína og byggja þau upp sem einstaklinga. Leikskólinn byggir upp þroska barna í frumbernsku og sinnir afar mikilvægu hlutverki á mikilvægum mótunarárum þeirra, og þegar líður að útskrift þaðan hafa nemendur fengið undirbúning fyrir hefðbundnara nám. Leikskólinn er svo sannarlega fyrsta skólastigið og við þurfum að sýna fram á það í orði en ekki bara borði, viðurkenning í lögum 2008 virðist stundum lúta í lægra haldi fyrir endalausum þjónustukröfum um aukinn vistunartíma barna sem ganga langt fram úr eðlilegum kröfum um skólastarf. Þegar nemandinn kemur upp í grunnskólann er eðlileg krafa að hver einstaklingur fái að njóta sín hin og það sem hver einasti kennari leggur upp með í vinnu sinni. Metnaðarfullur kennari vill öllum sínum nemendum það besta og þegar hann fær þær bjargir sem nýtast til að mæta ólíkum þörfum nemenda þá skilar hann því gæðanámi sem er óskað. Því miður hefur vantað töluvert upp á að þær bjargir hafi fengið hljómgrunn á meðal þeirra sem sjá um að útdeila fjármagni til grunnskólans. Íslenskir framhaldsskólar hafa undanfarin ár tekið á móti stöðugt hærra hlutfalli íslenskra ungmenna og nú heyrir það til undantekninga ef að 16 ára einstaklingur hefur ekki nám í framhaldsskóla að hausti eftir grunnskólalok. Skólarnir hafa brugðist við því með aðdáunarverðum hætti, íslensk framhaldsskólaflóra er orðin ansi fjölbreytt og mikil áhersla lögð á framboð á námi við hæfi hvers og eins. Innan skólanna leggja kennarar og stjórnendur mikið á sig í þá átt að koma til móts við óskir nemenda þó svo sannarlega séu sóknarfæri þegar kemur að aukinni stoðþjónustu innan framhaldskólans. Einnig er hægt að gera betur þegar við horfum til hópastærða. Það þarf sérstaklega að horfa til þess hvernig hægt er að styðja við námsáfanga sem kalla á sérhæfingu sem leiðir til lítilla hópa, þeir hópar eiga undir högg að sækja í mörgum framhaldsskólum. Meðfram þessum skólagerðum þremur starfa tónlistarskólar og tónlistarkennarar, en tónlistarnám verður stöðugt vinsælla. Tónlistin er dásamleg leið til að virkja sköpunarkraft ungmenna og menningarhlutverk sem þarf að hlúa að, og margsannað að samstarf og samþætting skólastarfs í tónlistarskólum og hefðbundna skólakerfinu styður við heildstæðari þroska og menntun nemenda. Fagmennska íslenska tónlistarkennara er svo sannarlega til fyrirmyndar en við þurfum að búa þeim þær aðstæður sem auka veg kennslunnar, hvort sem horft er til húsnæðis fyrir kennsluna eða möguleikana til að sýna afrakstur námsins. Í öllum skólagerðum er lykilfólkið kennararnir. Framlínustarfsmennirnir sem fá það fjöregg í hendur að taka á móti ómálga einstaklingum inn í sína skóla og leiða viðkomandi á næstu áratugum í þá átt sem hver og einn þarf að feta í átt að því að hámarka sína hæfileika og takast að skólagöngu lokinni á við það verkefni að byggja upp líf sitt og þar með framtíðarsamfélag sitt og annarra. Það eru þessir einstaklingar sem eru fjöregg hvers samfélags og þeim er svo sannarlega búinn góður staður í höndum íslenskra kennara. Það kom okkur sem inni í kerfinu störfum því nákvæmlega ekkert á óvart að kennarastéttin stæði keik og heil undir því verkefni að vera skipað til framlínustarfa í Covid faraldrinum nú nýverið. Í framlínunni eru kennarar í essinu sínu, þar starfa þeir alla daga ársins með framtíð samfélagsins í höndunum. Þar höfum við staðið og munum standa áfram, stolt af verkefnum okkar og vinnustöðum. Á næstu árum eru miklir möguleikar fólgnir í því að styrkja enn starfsumhverfi íslenskra skóla og með kennara í lykilhlutverkum í því starfi munu gæði íslensks skólakerfis enn aukast. Við skulum hlúa vel að fjöregginu okkar. Það mun búa landinu okkar enn bjartari framtíð! Höfundur er frambjóðandi til formanns KÍ.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun