Hefur fyrirgefið morðingja Birnu en sökin verði aldrei afmáð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 10:33 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í janúar 2017, segist hafa fyrirgefið morðingja hennar en það þýði ekki að sök morðingjans hafi verið afmáð. Aðsend Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, segist hafa fyrirgefið manninum sem myrti dóttur hans. Í þeirri fyrirgefningu felist þó ekki afsökun og sök hans verði aldrei afmáð. Þetta skrifar Brjánn í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Var tilefnið viðtal Kastljóss við heimspekiprófessorinn Sigríði Þorgeirsdóttur sem ræddi þar „erfiða stöðu í samskiptum kynjanna, mannlega hegðun, fyrirgefningu og yfirbót“ eins og þáttastjórnandi lýsti umræðuefninu í byrjun þáttar. Ræddu þau þar meðal annars Kveiksþáttinn sem var sýndur á þriðjudagskvöld þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson var til viðtals en hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum þegar upp komst að hann hafi sent nektarmyndir á tvær stúlkur, sem ekki höfðu náð fullorðinsaldri. „Fyrirgefning og afsökun gerólíkir hlutir“ Brjánn segir í pistlinum, og í samtali við fréttastofu, að honum hafi þótt málflutningur Sigríðar um fyrirgefningu og afsökun einkennast af því að hún hefði líklega enga reynslu af því sem hún væri að tala um. „Ég byrjaði að horfa á Kastljós. Þar var til viðtals Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Eftir fyrsta svar hennar nennti ég ekki að hlusta lengur. Hún er ef til vill hámenntuð og fín, en hefur líklega enga reynslu af því sem hún er að tala um. Fyrirgefning og afsökun eru algerlega gerólíkir hlutir,“ skrifar Brjánn í pistli sínum. „Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér“ Brjánn, eins og landsmönnum er líklega flestum kunnugt, er faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í byrjun árs 2017. Mál Birnu skók samfélagið allt og heltók umræðuna á sínum tíma en Birna hvarf úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var handtekinn og sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 19 ára fangelsi, sem hann afplánar nú í stærsta fangelsi Danmerkur: Vestre í Kaupmannahöfn. Brjánn segir í pistli sínum að hann hafi ákveðið að fyrirgefa manninum sem myrti dóttur hans en að í þeirri fyrirgefningu hafi ekki falist afsökun. „Maður myrti dóttur mína. Yndið mitt. Ég ákvað að fyrirgefa honum. Í því fólst ekki afsökun. Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér,“ skrifar Brjánn. Hann hafi ákveðið að fyrirgefa til þess að gefa Thomasi ekki pláss í huga sínum. „Ég ætla samt ekki að skaffa honum herbergi í hausnum á mér, sem ég myndi gera með að vera uppfullur af hatri sem myndi gera engum skaða nema mér sjálfum. Þannig að ég ákvað að fyrirgefa (ekki afsaka) til að losna við hann.“ Þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði Brjánn segir afsökun þess eðlis að sök þess sem hafi eitthvað á manni brotið sé afmáð. Fyrirgefning sé annars eðlis. „Afsökun er að líta svo á að sök einhvers gagnvart manni verði afmáð. Eitthvað sem einhver gerði á manns hlut muni maður eftirleiðis líta framhjá og jafnvel gleyma með tímanum. Svona eins og ef einhver gleymdi að sækja mann út á stoppistöð,“ segir Brjánn. „Fyrirgefning er allt annað og fyrirgefning felur alls ekki í sér afsökun. Fyrirgefning er að láta af hatri eða öðrum vondum tilfinningum í garð einhvers sem hefur gert á þinn hlut. Þetta tvennt er svo gersamlega ólíkt að ég þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði.“ MeToo Birna Brjánsdóttir Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Þetta skrifar Brjánn í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Var tilefnið viðtal Kastljóss við heimspekiprófessorinn Sigríði Þorgeirsdóttur sem ræddi þar „erfiða stöðu í samskiptum kynjanna, mannlega hegðun, fyrirgefningu og yfirbót“ eins og þáttastjórnandi lýsti umræðuefninu í byrjun þáttar. Ræddu þau þar meðal annars Kveiksþáttinn sem var sýndur á þriðjudagskvöld þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson var til viðtals en hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum þegar upp komst að hann hafi sent nektarmyndir á tvær stúlkur, sem ekki höfðu náð fullorðinsaldri. „Fyrirgefning og afsökun gerólíkir hlutir“ Brjánn segir í pistlinum, og í samtali við fréttastofu, að honum hafi þótt málflutningur Sigríðar um fyrirgefningu og afsökun einkennast af því að hún hefði líklega enga reynslu af því sem hún væri að tala um. „Ég byrjaði að horfa á Kastljós. Þar var til viðtals Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Eftir fyrsta svar hennar nennti ég ekki að hlusta lengur. Hún er ef til vill hámenntuð og fín, en hefur líklega enga reynslu af því sem hún er að tala um. Fyrirgefning og afsökun eru algerlega gerólíkir hlutir,“ skrifar Brjánn í pistli sínum. „Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér“ Brjánn, eins og landsmönnum er líklega flestum kunnugt, er faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í byrjun árs 2017. Mál Birnu skók samfélagið allt og heltók umræðuna á sínum tíma en Birna hvarf úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var handtekinn og sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 19 ára fangelsi, sem hann afplánar nú í stærsta fangelsi Danmerkur: Vestre í Kaupmannahöfn. Brjánn segir í pistli sínum að hann hafi ákveðið að fyrirgefa manninum sem myrti dóttur hans en að í þeirri fyrirgefningu hafi ekki falist afsökun. „Maður myrti dóttur mína. Yndið mitt. Ég ákvað að fyrirgefa honum. Í því fólst ekki afsökun. Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér,“ skrifar Brjánn. Hann hafi ákveðið að fyrirgefa til þess að gefa Thomasi ekki pláss í huga sínum. „Ég ætla samt ekki að skaffa honum herbergi í hausnum á mér, sem ég myndi gera með að vera uppfullur af hatri sem myndi gera engum skaða nema mér sjálfum. Þannig að ég ákvað að fyrirgefa (ekki afsaka) til að losna við hann.“ Þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði Brjánn segir afsökun þess eðlis að sök þess sem hafi eitthvað á manni brotið sé afmáð. Fyrirgefning sé annars eðlis. „Afsökun er að líta svo á að sök einhvers gagnvart manni verði afmáð. Eitthvað sem einhver gerði á manns hlut muni maður eftirleiðis líta framhjá og jafnvel gleyma með tímanum. Svona eins og ef einhver gleymdi að sækja mann út á stoppistöð,“ segir Brjánn. „Fyrirgefning er allt annað og fyrirgefning felur alls ekki í sér afsökun. Fyrirgefning er að láta af hatri eða öðrum vondum tilfinningum í garð einhvers sem hefur gert á þinn hlut. Þetta tvennt er svo gersamlega ólíkt að ég þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði.“
MeToo Birna Brjánsdóttir Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00