Enn halda jöklar áfram að hopa og rýrna Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 10:45 Lesið af leysingarstiku á hábungu Hofsjökuls. Veðurstofa Íslands/Bergur Einarsson Veruleg leysing var á Hofsjökli á liðnu sumri og þá einkum á norðanverðum jöklinum. Þegar fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru þangað í leiðangur dagana 19. til 22. október stóðu stikur einum til tveimur metrum hærra upp úr snjó og ís en algengast er. Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu 30 ára. Að sögn Veðurstofunnar kemur þetta ekki á óvart í ljósi hlýinda á liðnu sumri, einkum í júlí og ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var til dæmis 10,6 stig í ágúst sem er 3,4 stigum yfir 30 ára meðaltali. Þá var sumarið óvenju sólríkt á Norðurlandi og getur það skýrt hina miklu leysingu, sem mældist á norðanverðum jöklinum. Afkoma Hofsjökuls hefur nú verið mæld árlega frá árinu 1989. Á þessum 33 árum hefur ársafkoman mælst neikvæð, það er þegar jökulinn rýrnar, í 28 skipti en jákvæð aðeins 5 sinnum. Jökulárið 2020 til 2021 reyndist hið áttunda lakasta í röðinni og hefur því sjö sinnum mælst meiri árleg rýrnun jökulsins. Hefur Hofsjökull nú tapað tæpum 15% af rúmmáli sínu frá upphafi árlegra mælinga. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Leysing 15 prósent umfram meðaltal Í vorferð á Hofsjökul mældist vetrarafkoma að jafnaði 1,5 metri (vatnsgildi), um 5% undir 30 ára meðaltali áranna 1991 til 2020. Sumarafkoma mældist að jafnaði −2,4 metrar (vatnsgildi), sem samsvarar því að leysing hafi verið um 15% umfram meðaltal mælt á stikum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því aðeins er mælt í 20 punktum á jökli sem er rúmir 800 km2 að flatarmáli. Að sögn Veðurstofunnar náði Hofsjökull yfir hæðarbilið 650 til 1.790 metra og er því verulegur munur á afkomu sumarsins milli ákomu- og leysingarsvæða. Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 metra hæð mælist snjólag vetrarins yfirleitt 4 til 7 metra þykkt að vori og þynnist það um 1 til 2 metra yfir sumartímann vegna leysingar og þjöppunar. Á leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1 til 3 metrar af vetrarsnjó og kemur þá jökulís fram undan snjónum; síðan bráðna 1 til 5 metrar íss seinni hluta sumars. Þar er snjóbráðnun og ísbráðnun lögð saman til að fá heildartölu um sumarafkomu. Mælt er á þremur ísasviðum á jöklinum, sem samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli hans. Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu 30 ára. Að sögn Veðurstofunnar kemur þetta ekki á óvart í ljósi hlýinda á liðnu sumri, einkum í júlí og ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var til dæmis 10,6 stig í ágúst sem er 3,4 stigum yfir 30 ára meðaltali. Þá var sumarið óvenju sólríkt á Norðurlandi og getur það skýrt hina miklu leysingu, sem mældist á norðanverðum jöklinum. Afkoma Hofsjökuls hefur nú verið mæld árlega frá árinu 1989. Á þessum 33 árum hefur ársafkoman mælst neikvæð, það er þegar jökulinn rýrnar, í 28 skipti en jákvæð aðeins 5 sinnum. Jökulárið 2020 til 2021 reyndist hið áttunda lakasta í röðinni og hefur því sjö sinnum mælst meiri árleg rýrnun jökulsins. Hefur Hofsjökull nú tapað tæpum 15% af rúmmáli sínu frá upphafi árlegra mælinga. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Leysing 15 prósent umfram meðaltal Í vorferð á Hofsjökul mældist vetrarafkoma að jafnaði 1,5 metri (vatnsgildi), um 5% undir 30 ára meðaltali áranna 1991 til 2020. Sumarafkoma mældist að jafnaði −2,4 metrar (vatnsgildi), sem samsvarar því að leysing hafi verið um 15% umfram meðaltal mælt á stikum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því aðeins er mælt í 20 punktum á jökli sem er rúmir 800 km2 að flatarmáli. Að sögn Veðurstofunnar náði Hofsjökull yfir hæðarbilið 650 til 1.790 metra og er því verulegur munur á afkomu sumarsins milli ákomu- og leysingarsvæða. Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 metra hæð mælist snjólag vetrarins yfirleitt 4 til 7 metra þykkt að vori og þynnist það um 1 til 2 metra yfir sumartímann vegna leysingar og þjöppunar. Á leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1 til 3 metrar af vetrarsnjó og kemur þá jökulís fram undan snjónum; síðan bráðna 1 til 5 metrar íss seinni hluta sumars. Þar er snjóbráðnun og ísbráðnun lögð saman til að fá heildartölu um sumarafkomu. Mælt er á þremur ísasviðum á jöklinum, sem samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli hans.
Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30
Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01