„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 14:26 Alma segir bann við lausagöngu katta hafa fengið meiri athygli í vikunni en kæra til lögreglu vegna innilokunar barna í skólum. Vísir „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ Þetta skrifar Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Segir hún fréttir um bann á lausagöngu katta á Akureyri hafa fengið meiri athygli í vikunni en fréttir af því að kennari og þrír aðrir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kærðir til lögreglu vegna gruns um að þeir hafi lokað barn inni. „Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftslagsráðstefna og lausaganga katta mest upp úr að mati viðmælenda í Bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu,“ skrifar Alma. Hún furðar sig á því að innilokunarkæran hafi ekki fengið meiri athygli. „Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við...“ Sér eftir að hafa ekki kært innilokun barns síns til lögreglu Vísir greindi frá því í gær að tvær ábendingar hafi borist fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um svokallað Gult herbergi í Varmárskóla. Samkvæmt frásögnum foreldra barna í skólanum og fyrrverandi starfsmanns var herbergið notað í þeim tilgangi að loka börn, sem áttu við hegðunarvanda að stríða, inni. Foreldrarnir lýstu því að börn þeirra hafi lengi glímt við vanlíðan eftir að hafa verið lokuð inni í herberginu og önnur fjölskyldan sá ekki annað í stöðunni en að flytja úr Mosfellsbæ. Síðan umfjöllun Vísis um notkun herbergisins birtist í gær hafa foreldrar tveggja barna til viðbótar haft samband við fréttastofu og lýst því að börn þeirra hafi verið lokuð inni. Annað foreldrið sagði í samtali við fréttastofu að það sæi mikið eftir því að hafa ekki kært málið til lögreglu. Þá hafði samband kennaranemi sem hafði verið í vettvangsnámi í skólanum árið 2019 og varð vitni að því að barn hafi verið lokað inni í herberginu. Segir neminn að atvikið hafi haft mikil áhrif á hann og hafi það enn í dag og sjái hann eftir því að hafa ekkert gert í málinu. Segir börn með hegðunarvanda skrímslavædd Alma veltir fyrir sér í pistli sínum hvers vegna ekki sé meiri vitundarvakning í samfélaginu um ofbeldi sem eigi sér stað inni í skólum. „Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni?“ Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Hún segir það ekkert annað en gerendameðvirkni þegar fólk segir stundum ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni. Aldrei sé í lagi að læsa barn inni. Það sé eina hliðin á málinu. Hún segir kveikjuna að hugleiðingum sínum viðtal við þolanda kynferðisofbeldis sem birtist á Vísi í vikunni. Í viðtalinu segir þolandinn að hún sé orðin langþreytt á umræðu um kynferðisbrot hér á landi. Gerendum sé hampað og þolendur skrímslavæddir. Þolendur séu sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjái alveg um það sjálfir með eigin gjörðum og skorti á iðrun. „Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessa tilfinningu yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn séu vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið.“ Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum „góðu“ börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru „erfiðir“ foreldrar. Hún bendir á að sum börn þroskist ekki eðlilega og eigi erfiðara með að passa inn í þau form sem samfélagið vilji að þau passi í. Þau eigi þrátt fyrir það ekki að vera úrhrök sem læsa megi inni í herbergi þegar fólkið í kring um þau vilji ekki hjálpa þeim. „Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og er ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað,“ skrifar Alma. „Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd.“ Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. 2. nóvember 2021 12:31 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Þetta skrifar Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Segir hún fréttir um bann á lausagöngu katta á Akureyri hafa fengið meiri athygli í vikunni en fréttir af því að kennari og þrír aðrir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kærðir til lögreglu vegna gruns um að þeir hafi lokað barn inni. „Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftslagsráðstefna og lausaganga katta mest upp úr að mati viðmælenda í Bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu,“ skrifar Alma. Hún furðar sig á því að innilokunarkæran hafi ekki fengið meiri athygli. „Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við...“ Sér eftir að hafa ekki kært innilokun barns síns til lögreglu Vísir greindi frá því í gær að tvær ábendingar hafi borist fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um svokallað Gult herbergi í Varmárskóla. Samkvæmt frásögnum foreldra barna í skólanum og fyrrverandi starfsmanns var herbergið notað í þeim tilgangi að loka börn, sem áttu við hegðunarvanda að stríða, inni. Foreldrarnir lýstu því að börn þeirra hafi lengi glímt við vanlíðan eftir að hafa verið lokuð inni í herberginu og önnur fjölskyldan sá ekki annað í stöðunni en að flytja úr Mosfellsbæ. Síðan umfjöllun Vísis um notkun herbergisins birtist í gær hafa foreldrar tveggja barna til viðbótar haft samband við fréttastofu og lýst því að börn þeirra hafi verið lokuð inni. Annað foreldrið sagði í samtali við fréttastofu að það sæi mikið eftir því að hafa ekki kært málið til lögreglu. Þá hafði samband kennaranemi sem hafði verið í vettvangsnámi í skólanum árið 2019 og varð vitni að því að barn hafi verið lokað inni í herberginu. Segir neminn að atvikið hafi haft mikil áhrif á hann og hafi það enn í dag og sjái hann eftir því að hafa ekkert gert í málinu. Segir börn með hegðunarvanda skrímslavædd Alma veltir fyrir sér í pistli sínum hvers vegna ekki sé meiri vitundarvakning í samfélaginu um ofbeldi sem eigi sér stað inni í skólum. „Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni?“ Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Hún segir það ekkert annað en gerendameðvirkni þegar fólk segir stundum ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni. Aldrei sé í lagi að læsa barn inni. Það sé eina hliðin á málinu. Hún segir kveikjuna að hugleiðingum sínum viðtal við þolanda kynferðisofbeldis sem birtist á Vísi í vikunni. Í viðtalinu segir þolandinn að hún sé orðin langþreytt á umræðu um kynferðisbrot hér á landi. Gerendum sé hampað og þolendur skrímslavæddir. Þolendur séu sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjái alveg um það sjálfir með eigin gjörðum og skorti á iðrun. „Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessa tilfinningu yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn séu vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið.“ Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum „góðu“ börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru „erfiðir“ foreldrar. Hún bendir á að sum börn þroskist ekki eðlilega og eigi erfiðara með að passa inn í þau form sem samfélagið vilji að þau passi í. Þau eigi þrátt fyrir það ekki að vera úrhrök sem læsa megi inni í herbergi þegar fólkið í kring um þau vilji ekki hjálpa þeim. „Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og er ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað,“ skrifar Alma. „Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd.“
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. 2. nóvember 2021 12:31 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00
Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. 2. nóvember 2021 12:31
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent