Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar furðu varfærið við að tjá sig Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 20:30 Sumir tala undir rós en aðrir hafa ekki tjáð sig neitt um málið. vísir/vilhelm Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur verið furðu varfærið við að tjá sig um stöðuna innan Eflingar. Það vill ekki svara spurningum um málflutning fráfarandi formanns og framkvæmdastjóra síðustu daga sem ýmsir telja þó að þeim hljóti að vera skylt að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig í fyrsta skipti um afsögn sína í gær eftir vikuþögn í fjölmiðlum. Þar talaði hún á svipaðan hátt og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði gert í liðinni viku; og gagnrýndi starfsfólk og trúnaðarmenn skrifstofunnar harðlega. Guðmundur Baldursson, stjórnarformaður Eflingar, gagnrýndi það í kvöldfréttum í gær hve lítið hefði heyrst fá ASÍ og Starfsgreinasambandinu um málið. Þau þyrftu að taka skýra afstöðu með bæði trúnaðarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar. Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri þess, hafa þrátt fyrir þetta ekki viljað veita fréttastofu viðtal. Stjórn Eflingar hefur þá beðið fjölmiðla að láta sig í friði og segist ekki ætla að veita viðtöl á næstunni. Það gildir einnig um nýjan formann eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sem sagði við fréttastofu fyrir helgi að hún ætlaði ekki að tjá sig um framferði Sólveigar Önnu og Viðars gegn starfsfólki skrifstofunnar. Tala ekki beint um málið Drífa snerti þó á hlutverki trúnaðarmanna í vikulegum pistli sínum síðasta föstudag þar sem hún sagði stöðu þeirra almennt erfiða og þeir yrðu að tala máli starfsfólks vinnustaðar síns. Þeir gætu lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál kæmu þar upp. Flosi birti þá pistil eftir sig á síðu Starfsgreinasambandsins í dag þar sem hann virðist svara gagnrýni Sólveigar og Viðars þó hann hafi ekki viljað staðfesta við fréttastofu í dag að orðum hans væri beint sérstaklega til þeirra. Þar segir hann meðal annars að starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar um land allt eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra mikilvægu og góðu störfum og segir svo orðrétt: „Nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf". Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig í fyrsta skipti um afsögn sína í gær eftir vikuþögn í fjölmiðlum. Þar talaði hún á svipaðan hátt og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði gert í liðinni viku; og gagnrýndi starfsfólk og trúnaðarmenn skrifstofunnar harðlega. Guðmundur Baldursson, stjórnarformaður Eflingar, gagnrýndi það í kvöldfréttum í gær hve lítið hefði heyrst fá ASÍ og Starfsgreinasambandinu um málið. Þau þyrftu að taka skýra afstöðu með bæði trúnaðarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar. Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri þess, hafa þrátt fyrir þetta ekki viljað veita fréttastofu viðtal. Stjórn Eflingar hefur þá beðið fjölmiðla að láta sig í friði og segist ekki ætla að veita viðtöl á næstunni. Það gildir einnig um nýjan formann eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sem sagði við fréttastofu fyrir helgi að hún ætlaði ekki að tjá sig um framferði Sólveigar Önnu og Viðars gegn starfsfólki skrifstofunnar. Tala ekki beint um málið Drífa snerti þó á hlutverki trúnaðarmanna í vikulegum pistli sínum síðasta föstudag þar sem hún sagði stöðu þeirra almennt erfiða og þeir yrðu að tala máli starfsfólks vinnustaðar síns. Þeir gætu lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál kæmu þar upp. Flosi birti þá pistil eftir sig á síðu Starfsgreinasambandsins í dag þar sem hann virðist svara gagnrýni Sólveigar og Viðars þó hann hafi ekki viljað staðfesta við fréttastofu í dag að orðum hans væri beint sérstaklega til þeirra. Þar segir hann meðal annars að starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar um land allt eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra mikilvægu og góðu störfum og segir svo orðrétt: „Nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf".
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33
Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55