Frank Vogel, þjálfari liðsins, hefur reynt að forðast umræðuna um meiðsli LeBron og segir stórstjörnuna aðeins vera frá í viku eða rétt rúmlega það.LeBron ku vera að glíma við tognun í magavöðva.
Hversu lengi leikmaður er frá vegna slíkra meiðsla fer eftir alvarleika meiðslanna en oftast nær er um að ræða allavega tvær vikur á hliðarlínunni. Ef um slæma tognun er að ræða gæti tíminn verið allt að átta vikur.
The Lakers have not provided a formal timeline for LeBron James, but the type of injury he sustained has the potential to keep him out past his 37th birthday. Then again, @tdathletesedge said, he s a different dude, so I wouldn t put anything past him. https://t.co/SmJPDjH2fK
— Bill Oram (@billoram) November 8, 2021
Hvort Lakers geti verið án LeBron í átta vikur er svo stóra spurningin. Liðið er í 10. sæti Vesturdeildarinnar að loknum 10 leikjum með fimm sigra og fimm töp.
Anthony Davis er upp og niður þessa dagana en hann spilaði aðeins sex mínútur gegn Portland. Russell Westbrook er enn að læra inn á nýja liðsfélaga sína og þá eru þeir Talen Horton-Tucker og Kendrick Nunn enn frá vegna meiðsla og verða eitthvað áfram.
Eins og staðan er núna þurfa því ellismellirnir í Lakers á sínum aldna foringja að halda ef ekki á illa að fara líkt og á síðustu leiktíð.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.