Orkuskipti fyrir orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. nóvember 2021 16:00 Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun