Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 17:02 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hvorki tjón né slys á fólki hafa verið tilkynnt til lögreglu í kjölfar stóra skjálftans í dag. Vísir/Egill Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. „Hann fannst vel hér á Selfossi og reyndar víða um land. Okkar fyrstu viðbrögð voru að hringja á þá bæi sem eru næst upptökum skjálftans. Þar kom mönnum saman um að þeir hefðu jú fundið vel fyrir skjálftanum en það hefur ekki orðið tjón sem við vitum alla vega um enn þá og allt í lagi á öllum bæjum,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Einhverjum hafi líklega brugðið talsvert, enda langt síðan svo stór skjálfti reið yfir á Suðurlandi. „Mönnum bregður við að fá svona öflugan hristing en þetta er svo sem eitthvað sem við megum búast við á Suðurlandi. Það hreyfðist vel hér undir okkur,“ segir Oddur. Engin símtöl hafi borist lögreglunni í kjölfar skjálftans, enda séu fyrstu viðbrögð kannski önnur á tækniöld. „Ég held að það sé orðið þannig í þessum tæknivædda heimi að fyrstu viðbrögð eru alltaf að hlaupa og gá hvað Veðurstofan segir um staðsetningu og þess háttar. Þannig að það hefur ekki verið mikið um innhringingar hér enda ekki tjón og ekki slys þannig að þar með erum við betur sett.“ Hann telur ólíklegt að búast megi við fleiri stórum skjálftum. „Við eigum mun stærri skjálfta frá 1987 og hann var stakur líka og fjaraði út sú hreyfing. Ég held að líklega sé sama staðan núna en ég er ekki sérfræðingur í þessu.“ Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi í mörgum tilvikum tekjuhærri Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
„Hann fannst vel hér á Selfossi og reyndar víða um land. Okkar fyrstu viðbrögð voru að hringja á þá bæi sem eru næst upptökum skjálftans. Þar kom mönnum saman um að þeir hefðu jú fundið vel fyrir skjálftanum en það hefur ekki orðið tjón sem við vitum alla vega um enn þá og allt í lagi á öllum bæjum,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Einhverjum hafi líklega brugðið talsvert, enda langt síðan svo stór skjálfti reið yfir á Suðurlandi. „Mönnum bregður við að fá svona öflugan hristing en þetta er svo sem eitthvað sem við megum búast við á Suðurlandi. Það hreyfðist vel hér undir okkur,“ segir Oddur. Engin símtöl hafi borist lögreglunni í kjölfar skjálftans, enda séu fyrstu viðbrögð kannski önnur á tækniöld. „Ég held að það sé orðið þannig í þessum tæknivædda heimi að fyrstu viðbrögð eru alltaf að hlaupa og gá hvað Veðurstofan segir um staðsetningu og þess háttar. Þannig að það hefur ekki verið mikið um innhringingar hér enda ekki tjón og ekki slys þannig að þar með erum við betur sett.“ Hann telur ólíklegt að búast megi við fleiri stórum skjálftum. „Við eigum mun stærri skjálfta frá 1987 og hann var stakur líka og fjaraði út sú hreyfing. Ég held að líklega sé sama staðan núna en ég er ekki sérfræðingur í þessu.“
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi í mörgum tilvikum tekjuhærri Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29