Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 09:00 Barcelona fagnar fjórða marki liðsins í 4-0 sigri á Hoffenheim 1899 á dögunum. Eric Alonso/Getty Images Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. Goðsögnin Xavi Hernández var á dögunum ráðinn stjóri karlaliðs Barcelona til að reyna kom í veg fyrir að félagið verði rústir einar er tímabilið rennur sitt skeið. Á sama tíma stefnir í að Jonatan Giráldez stýri Barcelona til sigurs í öllum keppnum líkt og forveri hans Lluís Cortés. Sigurganga Barcelona virðist engan enda ætla að taka og eftir að hafa gjörsigrað allt og alla á síðustu leiktíð hefur liðið aðeins orðið sterkara. Eftir tíu deildarleiki er liðið enn með fullt hús stiga, ekki nóg með það heldur hafa Börsungar skorað 58 mörk og aðeins fengið á sig tvö mörk. Sömu sögu er að segja í Meistaradeild Evrópu: Þrír leikir hafa skilað þremur sigrum, tíu mörk skoruð og aðeins eitt fengið á sig. Yfirburðirnir eru algerir. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Á sama tíma og ensk félög dæla fjármagni inn í kvennastarf sitt – miðað við það sem áður var allavega – en Börsungar sem eru á barmi gjaldþrots, bera engu að síður höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu. Það er ekki að undra að sparkspekingar klóri sér í höfðinu yfir því sem er að gerast í Katalóníu. Barcelona lagði Real Sociedad, liðið sem situr í 2. sæti spænsku deildarinnar, 8-1. Þá vannst 4-1 sigur á Arsenal er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar sitja sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga en áttu ekki roð í Evrópumeistara Barcelona. Eftir 13 leiki hafa Börsungar skorað 68 mörk og aðeins fengið á sig þrjú. Það magnaða er að þjálfari liðsins er á þeirri skoðun að liðið ætti í raun að hafa skorað meira. „Við höfum skapað fleiri en 200 færi. Ef þú horfir á það þannig þá höfum við ekki skorað nægilega mikið.“ Just @alexiaputellas things pic.twitter.com/EFnzbT46Rw— DAZN Football (@DAZNFootball) November 11, 2021 „Svona eru þjálfarar, þeir vilja alltaf meira,“ sagði reynsluboltinn Marta Torrejón. Hinn 29 ára gamli Giráldez - sem er ári yngri en Torrejón - hefur hins vegar sínar ástæður. Hann fékk starfið nokkuð óvænt upp í hendurnar í sumar er forveri hans Lluís Cortés sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum vikum eftir að hafa stýrt Barcelona sigurs í Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Liðið var þar með handhafi allra titla sem það mögulega gat. Giráldez – þáverandi aðstoðarþjálfari liðsins – fékk traustið þó tugir umsókna hafi komið inn á borð Barcelona. Ástæðan var sú að stjórn félagsins vildi halda í gildi félagsins og treysti engum betur til þess heldur en Giráldez sem hafði verið í þjálfarateyminu í nokkur ár þrátt fyrir ungan aldur. Jonatan Giráldez, þjálfari Barcelona.Barcelona „Við höfum fengið á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum á þessari leiktíð. Eitt eftir hornspyrnu og annað eftir aukaspyrnu. Þegar þú vinnur 8-1 þá er enginn að pæla í því hvaðan þetta eina mark kemur en við verðum bæta okkur því á lokastigi Meistaradeildar Evrópu - gegn Lyon, París Saint-Germain eða Wolfsburg - þá gæti slíkur sofandiháttur kostað okkur.“ „Í jafnari leik, þar sem við fáum ekki slíkan urmul færa, þá verður færanýtingin að vera betri. Við verðum að nýta færin okkar. Við skoruðum níu gegn Alavés en ég fékk á tilfinninguna að við hefðum getað skorað 15, af hverju gerðum við það ekki?“ spyr hinn ungi þjálfari sig og leikmenn sína. „Þú getur unnið 8-0 og samt bætt þig í mörgum hlutum. Mitt starf er að komast að því hvað má gera betur og lagfæra það.“ Það er þó erfitt að finna eitthvað sem má betur fara í liði Börsunga í dag. Það var þó ekki alltaf þannig en þegar Torrejón gekk til liðs við félagið árið 2013 þá var metnaðurinn ekki sá sami. Það var æft á kvöldin þar sem leikmenn voru í háskóla eða annarri vinnu. Nú hins vegar hittist liðið og borðar morgunmat saman áður en haldið er út á æfingu snemma dags. Það er búið að færa allt upp á hærra plan og hefur liðið til að mynda aðgang að sjúkraþjálfurum, nuddurum og læknum karlaliðsins. Það þekkist ekki allstaðar og þau launin séu vissulega ekki þau sömu má segja að Barcelona fari töluvert betur með leikmenn kvennaliðs síns heldur en gengur og gerist annarsstaðar. Að því sögðu vildi Barcelona ekki byggja lið sitt upp líkt og flest stóru liðanna á Englandi hafa gert. Félagið vildi ekki eyða 10-12 milljónum evra og kaupa bestu leikmenn álfunnar í von um að vinna titla. Félagið vildi byggja upp innviði sína og í leiðinni sína eigin leikmenn. Það reyndist þó þrautinni þyngri og þó liðið hafi komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2017 þá tapaði það sannfærandi gegn París Saint-Germain. Þá endaði Barcelona þrívegis í öðru sæti á eftir Atlético Madríd í spænsku deildinni. Árið 2019 komst liðið svo alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar en steinlá gegn Lyon. Barcelona þakkar stuðningsfólki sínu eftir tapið gegn Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta var leikurinn sem breytti öllu.VI Images/Getty Images Markel Zubizarreta, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, segir að sá leikur hafi breytt öllu. „Við sáum hversu mikið við þyrftum að leggja á okkur til að komast alla leið.“ Fáeinum dögum eftir að leiknum lauk hafði Zubizarreta samband við þolþjálfara félagsins. Það var ljóst að hæfileikarnir voru til staðar en leikmenn Barcelona þurftu að vera í betra líkamlegu ásigkomulagi, sneggri og sterkari ef liðið ætlaði sér að verða Evrópumeistari. Það sem fylgdi í kjölfarið var „brútal“ breyting á æfingum félagsins. „Við gátum bætt okkur nokkuð fljótt til að byrja með en eftir það þurftu leikmenn að leggja gríðarlega mikið á sig fyrir minnstu bætingar,“ sagði Giráldez um breytingarnar sem áttu sér stað á æfingasvæði félagsins. Games played: 11. Games won: 11. Goals scored: 60. Goals against: 3.Coach s verdict? We should really have scored more. Barça Femení are the most dominant team on the planet. They re just getting started. https://t.co/qw0TjRBajc— Rory Smith (@RorySmith) November 10, 2021 Þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðustu leiktíð virðast leikmenn Barcelona og öll þau sem koma að félaginu vilja meira. Er það ástæðan fyrir því að Giráldez er ekki sáttur þó hvert liðið á fætur öðru sé leitt til slátrunar er það mætir einbeittum og miskunnarlausum Börsungum. Marta Torrejón, leikmaður Barcelona.Barcelona „Leyndarmálið er að við erum að keppa við okkur sjálfar. Þú berst við keppinauta þína um stig en á hverjum degi berjumst við um sæti í liðinu. Það er okkar stærsta áskorun, við sjálfar. Þjálfarinn vill alltaf meira en það viljum við einnig, sem lið. Við erum aldrei ánægður. Af hverju að vera ánægðar með að skora fjögur mörk þegar við hefðum getað skorað átta?“ sagði Torrejón að lokum. Ef marka má orð hennar og þjálfara liðsins er ljóst að Barcelona ætlar sér að verja alla þá titla sem í boði eru sem og að brjóta öll þau met sem mögulega er hægt að brjóta. Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Goðsögnin Xavi Hernández var á dögunum ráðinn stjóri karlaliðs Barcelona til að reyna kom í veg fyrir að félagið verði rústir einar er tímabilið rennur sitt skeið. Á sama tíma stefnir í að Jonatan Giráldez stýri Barcelona til sigurs í öllum keppnum líkt og forveri hans Lluís Cortés. Sigurganga Barcelona virðist engan enda ætla að taka og eftir að hafa gjörsigrað allt og alla á síðustu leiktíð hefur liðið aðeins orðið sterkara. Eftir tíu deildarleiki er liðið enn með fullt hús stiga, ekki nóg með það heldur hafa Börsungar skorað 58 mörk og aðeins fengið á sig tvö mörk. Sömu sögu er að segja í Meistaradeild Evrópu: Þrír leikir hafa skilað þremur sigrum, tíu mörk skoruð og aðeins eitt fengið á sig. Yfirburðirnir eru algerir. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Á sama tíma og ensk félög dæla fjármagni inn í kvennastarf sitt – miðað við það sem áður var allavega – en Börsungar sem eru á barmi gjaldþrots, bera engu að síður höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu. Það er ekki að undra að sparkspekingar klóri sér í höfðinu yfir því sem er að gerast í Katalóníu. Barcelona lagði Real Sociedad, liðið sem situr í 2. sæti spænsku deildarinnar, 8-1. Þá vannst 4-1 sigur á Arsenal er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar sitja sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga en áttu ekki roð í Evrópumeistara Barcelona. Eftir 13 leiki hafa Börsungar skorað 68 mörk og aðeins fengið á sig þrjú. Það magnaða er að þjálfari liðsins er á þeirri skoðun að liðið ætti í raun að hafa skorað meira. „Við höfum skapað fleiri en 200 færi. Ef þú horfir á það þannig þá höfum við ekki skorað nægilega mikið.“ Just @alexiaputellas things pic.twitter.com/EFnzbT46Rw— DAZN Football (@DAZNFootball) November 11, 2021 „Svona eru þjálfarar, þeir vilja alltaf meira,“ sagði reynsluboltinn Marta Torrejón. Hinn 29 ára gamli Giráldez - sem er ári yngri en Torrejón - hefur hins vegar sínar ástæður. Hann fékk starfið nokkuð óvænt upp í hendurnar í sumar er forveri hans Lluís Cortés sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum vikum eftir að hafa stýrt Barcelona sigurs í Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Liðið var þar með handhafi allra titla sem það mögulega gat. Giráldez – þáverandi aðstoðarþjálfari liðsins – fékk traustið þó tugir umsókna hafi komið inn á borð Barcelona. Ástæðan var sú að stjórn félagsins vildi halda í gildi félagsins og treysti engum betur til þess heldur en Giráldez sem hafði verið í þjálfarateyminu í nokkur ár þrátt fyrir ungan aldur. Jonatan Giráldez, þjálfari Barcelona.Barcelona „Við höfum fengið á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum á þessari leiktíð. Eitt eftir hornspyrnu og annað eftir aukaspyrnu. Þegar þú vinnur 8-1 þá er enginn að pæla í því hvaðan þetta eina mark kemur en við verðum bæta okkur því á lokastigi Meistaradeildar Evrópu - gegn Lyon, París Saint-Germain eða Wolfsburg - þá gæti slíkur sofandiháttur kostað okkur.“ „Í jafnari leik, þar sem við fáum ekki slíkan urmul færa, þá verður færanýtingin að vera betri. Við verðum að nýta færin okkar. Við skoruðum níu gegn Alavés en ég fékk á tilfinninguna að við hefðum getað skorað 15, af hverju gerðum við það ekki?“ spyr hinn ungi þjálfari sig og leikmenn sína. „Þú getur unnið 8-0 og samt bætt þig í mörgum hlutum. Mitt starf er að komast að því hvað má gera betur og lagfæra það.“ Það er þó erfitt að finna eitthvað sem má betur fara í liði Börsunga í dag. Það var þó ekki alltaf þannig en þegar Torrejón gekk til liðs við félagið árið 2013 þá var metnaðurinn ekki sá sami. Það var æft á kvöldin þar sem leikmenn voru í háskóla eða annarri vinnu. Nú hins vegar hittist liðið og borðar morgunmat saman áður en haldið er út á æfingu snemma dags. Það er búið að færa allt upp á hærra plan og hefur liðið til að mynda aðgang að sjúkraþjálfurum, nuddurum og læknum karlaliðsins. Það þekkist ekki allstaðar og þau launin séu vissulega ekki þau sömu má segja að Barcelona fari töluvert betur með leikmenn kvennaliðs síns heldur en gengur og gerist annarsstaðar. Að því sögðu vildi Barcelona ekki byggja lið sitt upp líkt og flest stóru liðanna á Englandi hafa gert. Félagið vildi ekki eyða 10-12 milljónum evra og kaupa bestu leikmenn álfunnar í von um að vinna titla. Félagið vildi byggja upp innviði sína og í leiðinni sína eigin leikmenn. Það reyndist þó þrautinni þyngri og þó liðið hafi komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2017 þá tapaði það sannfærandi gegn París Saint-Germain. Þá endaði Barcelona þrívegis í öðru sæti á eftir Atlético Madríd í spænsku deildinni. Árið 2019 komst liðið svo alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar en steinlá gegn Lyon. Barcelona þakkar stuðningsfólki sínu eftir tapið gegn Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta var leikurinn sem breytti öllu.VI Images/Getty Images Markel Zubizarreta, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, segir að sá leikur hafi breytt öllu. „Við sáum hversu mikið við þyrftum að leggja á okkur til að komast alla leið.“ Fáeinum dögum eftir að leiknum lauk hafði Zubizarreta samband við þolþjálfara félagsins. Það var ljóst að hæfileikarnir voru til staðar en leikmenn Barcelona þurftu að vera í betra líkamlegu ásigkomulagi, sneggri og sterkari ef liðið ætlaði sér að verða Evrópumeistari. Það sem fylgdi í kjölfarið var „brútal“ breyting á æfingum félagsins. „Við gátum bætt okkur nokkuð fljótt til að byrja með en eftir það þurftu leikmenn að leggja gríðarlega mikið á sig fyrir minnstu bætingar,“ sagði Giráldez um breytingarnar sem áttu sér stað á æfingasvæði félagsins. Games played: 11. Games won: 11. Goals scored: 60. Goals against: 3.Coach s verdict? We should really have scored more. Barça Femení are the most dominant team on the planet. They re just getting started. https://t.co/qw0TjRBajc— Rory Smith (@RorySmith) November 10, 2021 Þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðustu leiktíð virðast leikmenn Barcelona og öll þau sem koma að félaginu vilja meira. Er það ástæðan fyrir því að Giráldez er ekki sáttur þó hvert liðið á fætur öðru sé leitt til slátrunar er það mætir einbeittum og miskunnarlausum Börsungum. Marta Torrejón, leikmaður Barcelona.Barcelona „Leyndarmálið er að við erum að keppa við okkur sjálfar. Þú berst við keppinauta þína um stig en á hverjum degi berjumst við um sæti í liðinu. Það er okkar stærsta áskorun, við sjálfar. Þjálfarinn vill alltaf meira en það viljum við einnig, sem lið. Við erum aldrei ánægður. Af hverju að vera ánægðar með að skora fjögur mörk þegar við hefðum getað skorað átta?“ sagði Torrejón að lokum. Ef marka má orð hennar og þjálfara liðsins er ljóst að Barcelona ætlar sér að verja alla þá titla sem í boði eru sem og að brjóta öll þau met sem mögulega er hægt að brjóta.
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti