Telur líklegast að útgefin kjörbréf verði staðfest Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2021 15:24 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst telur ekki líklegt að ráðist verði í uppkosningu þrátt fyrir kosningalagabrot í Norðvesturkjördæmi. Eiríkur ræddi kosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. „Mér hefur nú virst hingað til að líklegasta niðurstaðan hljóti að vera sú að útgefin kjörbréf verði staðfest. Vegna þess að aðrar niðurstöður virðast óhugsandi. Það er auðvitað galli við þá niðurstöðu sem er sá að þarna var augljóslega ekki farið að reglum en að það eigi að leiða til uppkosningar í einu kjördæmi eins og lögin segja, það er svo skrýtin staða að vera í. Nánast óboðleg,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að vandræði tengd kosningunum séu afleiðing meiriháttar hönnunargalla í stjórnarskránni. Hann kennir dönsku einveldi á nítjándu öld um gallann. „Alþingi úrskurðar sjálft um hvort það sé sjálft löglega kjörið eða ekki. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir hann. Ástæðan fyrir því sé að menn hafi viljað koma í veg fyrir að konungurinn hefði áhrif á annað ríkisvald í Danmörku forðum. „Úrskurðarvaldið þyrfti að vera hjá óhlutdrægum dómstól en svo er ekki í þessu kerfi,“ segir hann. Ríkisstjórnin sé ekki starfsstjórn Eiríkur segir ríkisstjórnina sem nú situr ekki vera svokallaða starfstjórn þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. „Ríkisstjórnin hélt völdum þannig að forsætisráðherra hefur ekki beðist lausnar, þetta er ekki starfsstjórn. Það er mikill munur á þessu ástandi sem er núna og oft áður eftir kosningar af þessum sökum. Við erum ekki að bíða eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð, auðvitað kemur alltaf ný ríkisstjórn, en hún hélt velli og getur einfaldlega bara haldið áfram þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann. Hins vegar sé mikilvægt að þing sé kallað saman og fjárlög samþykkt sem fyrst. Til þess þurfi að leysa úr flækjunni í Norðvesturkjördæmi. Hlusta má á viðtal við Eirík í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeir Kristján Kristjánsson byrjuðu á að ræða um þjóðernispopúlisma. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Eiríkur ræddi kosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. „Mér hefur nú virst hingað til að líklegasta niðurstaðan hljóti að vera sú að útgefin kjörbréf verði staðfest. Vegna þess að aðrar niðurstöður virðast óhugsandi. Það er auðvitað galli við þá niðurstöðu sem er sá að þarna var augljóslega ekki farið að reglum en að það eigi að leiða til uppkosningar í einu kjördæmi eins og lögin segja, það er svo skrýtin staða að vera í. Nánast óboðleg,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að vandræði tengd kosningunum séu afleiðing meiriháttar hönnunargalla í stjórnarskránni. Hann kennir dönsku einveldi á nítjándu öld um gallann. „Alþingi úrskurðar sjálft um hvort það sé sjálft löglega kjörið eða ekki. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir hann. Ástæðan fyrir því sé að menn hafi viljað koma í veg fyrir að konungurinn hefði áhrif á annað ríkisvald í Danmörku forðum. „Úrskurðarvaldið þyrfti að vera hjá óhlutdrægum dómstól en svo er ekki í þessu kerfi,“ segir hann. Ríkisstjórnin sé ekki starfsstjórn Eiríkur segir ríkisstjórnina sem nú situr ekki vera svokallaða starfstjórn þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. „Ríkisstjórnin hélt völdum þannig að forsætisráðherra hefur ekki beðist lausnar, þetta er ekki starfsstjórn. Það er mikill munur á þessu ástandi sem er núna og oft áður eftir kosningar af þessum sökum. Við erum ekki að bíða eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð, auðvitað kemur alltaf ný ríkisstjórn, en hún hélt velli og getur einfaldlega bara haldið áfram þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann. Hins vegar sé mikilvægt að þing sé kallað saman og fjárlög samþykkt sem fyrst. Til þess þurfi að leysa úr flækjunni í Norðvesturkjördæmi. Hlusta má á viðtal við Eirík í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeir Kristján Kristjánsson byrjuðu á að ræða um þjóðernispopúlisma.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira