Telur líklegast að útgefin kjörbréf verði staðfest Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2021 15:24 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst telur ekki líklegt að ráðist verði í uppkosningu þrátt fyrir kosningalagabrot í Norðvesturkjördæmi. Eiríkur ræddi kosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. „Mér hefur nú virst hingað til að líklegasta niðurstaðan hljóti að vera sú að útgefin kjörbréf verði staðfest. Vegna þess að aðrar niðurstöður virðast óhugsandi. Það er auðvitað galli við þá niðurstöðu sem er sá að þarna var augljóslega ekki farið að reglum en að það eigi að leiða til uppkosningar í einu kjördæmi eins og lögin segja, það er svo skrýtin staða að vera í. Nánast óboðleg,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að vandræði tengd kosningunum séu afleiðing meiriháttar hönnunargalla í stjórnarskránni. Hann kennir dönsku einveldi á nítjándu öld um gallann. „Alþingi úrskurðar sjálft um hvort það sé sjálft löglega kjörið eða ekki. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir hann. Ástæðan fyrir því sé að menn hafi viljað koma í veg fyrir að konungurinn hefði áhrif á annað ríkisvald í Danmörku forðum. „Úrskurðarvaldið þyrfti að vera hjá óhlutdrægum dómstól en svo er ekki í þessu kerfi,“ segir hann. Ríkisstjórnin sé ekki starfsstjórn Eiríkur segir ríkisstjórnina sem nú situr ekki vera svokallaða starfstjórn þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. „Ríkisstjórnin hélt völdum þannig að forsætisráðherra hefur ekki beðist lausnar, þetta er ekki starfsstjórn. Það er mikill munur á þessu ástandi sem er núna og oft áður eftir kosningar af þessum sökum. Við erum ekki að bíða eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð, auðvitað kemur alltaf ný ríkisstjórn, en hún hélt velli og getur einfaldlega bara haldið áfram þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann. Hins vegar sé mikilvægt að þing sé kallað saman og fjárlög samþykkt sem fyrst. Til þess þurfi að leysa úr flækjunni í Norðvesturkjördæmi. Hlusta má á viðtal við Eirík í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeir Kristján Kristjánsson byrjuðu á að ræða um þjóðernispopúlisma. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Eiríkur ræddi kosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. „Mér hefur nú virst hingað til að líklegasta niðurstaðan hljóti að vera sú að útgefin kjörbréf verði staðfest. Vegna þess að aðrar niðurstöður virðast óhugsandi. Það er auðvitað galli við þá niðurstöðu sem er sá að þarna var augljóslega ekki farið að reglum en að það eigi að leiða til uppkosningar í einu kjördæmi eins og lögin segja, það er svo skrýtin staða að vera í. Nánast óboðleg,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að vandræði tengd kosningunum séu afleiðing meiriháttar hönnunargalla í stjórnarskránni. Hann kennir dönsku einveldi á nítjándu öld um gallann. „Alþingi úrskurðar sjálft um hvort það sé sjálft löglega kjörið eða ekki. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir hann. Ástæðan fyrir því sé að menn hafi viljað koma í veg fyrir að konungurinn hefði áhrif á annað ríkisvald í Danmörku forðum. „Úrskurðarvaldið þyrfti að vera hjá óhlutdrægum dómstól en svo er ekki í þessu kerfi,“ segir hann. Ríkisstjórnin sé ekki starfsstjórn Eiríkur segir ríkisstjórnina sem nú situr ekki vera svokallaða starfstjórn þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. „Ríkisstjórnin hélt völdum þannig að forsætisráðherra hefur ekki beðist lausnar, þetta er ekki starfsstjórn. Það er mikill munur á þessu ástandi sem er núna og oft áður eftir kosningar af þessum sökum. Við erum ekki að bíða eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð, auðvitað kemur alltaf ný ríkisstjórn, en hún hélt velli og getur einfaldlega bara haldið áfram þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann. Hins vegar sé mikilvægt að þing sé kallað saman og fjárlög samþykkt sem fyrst. Til þess þurfi að leysa úr flækjunni í Norðvesturkjördæmi. Hlusta má á viðtal við Eirík í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeir Kristján Kristjánsson byrjuðu á að ræða um þjóðernispopúlisma.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira