Hvers vegna tekur svona fáránlega langan tíma að endurnýja heitin? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 08:01 Þegar rúmar sjö vikur eru liðnar frá kosningum hefur enn ekki tekist að mynda ríkisstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður eru orðnar þær næstlengstu í 30 ár. Þessi langi tími er merkilegur í ljósi þess að ekki er verið að mynda nýja ríkisstjórn, heldur verið að endurnýja heiti í samstarfi sömu flokka. Augljóst er þess vegna að flokkunum hefur reynst erfitt að ná samstöðu um lykilmálaflokka. Tal um annað er einfaldlega ótrúverðugt, enda mun þessi langi tími bitna á starfi ríkisstjórnarinnar sjálfrar í vetur. Fjármálaráðherra hefur þannig sjálfur talað um að möguleikar nýrrar stjórnar til að setja mark sitt á þetta fjárlagafrumvarp verði takmarkaðir. Ríkisstjórnin virðist sætta sig við það. Seinagangurinn bitnar á mikilvægasta verkefninu Kosningar að hausti hafa þann alvarlega ókost að ef erfiðlega gengur að mynda stjórn, eins og nú er, þá gjalda fjárlögin fyrir það. Fjárlögin eru stærsta verkefni haustþingsins og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts og afgreidd fyrir jól. Nú virðist sem desember og mögulega hluti af nóvember verði að duga í þessa grundvallar vinnu. Fjárlög hafa það hlutverk að ramma inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. Þar eru veittar heimildir til útgjalda fyrir 34 málefnasvið og yfir 100 málaflokka og til skuldbindinga A-hluta ríkissjóðs. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjárheimilda til málaflokka og þær áherslur sem koma fram í frumvarpinu. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun. Það gefur augaleið að við aðstæður eins og nú eru skiptir máli að vanda til verka. Það er þess vegna með ólíkindum að flokkarnir þrír sem höfðu sagt fyrir kosningar að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess skuli sjö vikum eftir kosningar enn ekki hafa myndað stjórn og ekki komið sér að verki. Alþingi hefur ekki verið að störfum síðan í júnímánuði. Það hefur í för með sér þá aukaverkun að þingið getur ekki sinnt því hlutverki sínu að veita ríkisstjórninni aðhald. Efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranirnar blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimilin finna nú fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar. Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil, sem bitnar harðast á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Verkefnin núna snúast þess vegna um lífskjör fólks til skemmri tíma – sem og til lengri tíma. Og á ráðstefnu SÞ um loftslagsmál var framlag Íslands áberandi máttlaust og umhverfisráðherra talaði skömmustulegur um að hafa ekki umboð til yfirlýsinga vegna þess að ekki hefur verið mynduð stjórn. Það er í sjálfu sér áhugavert í ljósi þess að ekki hafa allir ráðherrar nálgast sína málaflokka með þeim hætti eða talið sig skorta heimildir til aðgerða. Þingið getur ekki sinnt hlutverki sínu Og stór mál sem hafa mikla þýðingu fyrir almannahag eru ekki rædd af kjörnum fulltrúum því þing er ekki starfandi og hefur ekki verið síðan í sumar. Þetta á við um sóttvarnaaðgerðir, það á við um stöðu heilbrigðiskerfisins sem helst í hendur við sóttvarnaaðgerðir, það á við um efnahag og ríkisfjármál og það á við um atvinnumál. Það á við um stöðu fyrirtækja og fólks sem finnur fyrir sóttvarnaaðgerðum. Um skólana á tímum heimsfaraldurs og félagslegar og sálrænar afleiðingar sóttvarnaðgerða. Og það á við um þögn íslenskra stjórnvalda um aðgerðir og stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Af hálfu stjórnarliða hefur á sama tíma verið talað þannig að ekki skipti máli að það dragist að mynda stjórn. Það sé mikilvægt að vanda til verka. Og það virðist ekki heldur þykja tiltökumál af hálfu ríkisstjórnarinnar að Alþingi hafi ekki verið að störfum mánuðum saman. Það er kannski jafnvel þægilegra. Í stuttu máli: Öll útgjöld næsta árs, öll tekjuöflun næsta árs og hvaða pólitík á að ráða för um fjármagn til tiltekinna verkefna þarf að ræða og koma fyrir í fjárlögum. Það lýsir einkennilegu metnaðarleysi að ríkisstjórnin velji að haga málum þannig að þetta stærsta mál þingsins í vetur fái svo lítinn tíma að það þurfi að vinna á hlaupum. Aðstæður í samfélaginu bjóða ekki upp á að vinnubrögð séu svo metnaðarlaus. Sá ótrúlega langi tími sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í að ákveða hvernig þau geta hugsað sér að vinna næstu fjögur árin mun því miður bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlögin. Flóknara er það ekki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar rúmar sjö vikur eru liðnar frá kosningum hefur enn ekki tekist að mynda ríkisstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður eru orðnar þær næstlengstu í 30 ár. Þessi langi tími er merkilegur í ljósi þess að ekki er verið að mynda nýja ríkisstjórn, heldur verið að endurnýja heiti í samstarfi sömu flokka. Augljóst er þess vegna að flokkunum hefur reynst erfitt að ná samstöðu um lykilmálaflokka. Tal um annað er einfaldlega ótrúverðugt, enda mun þessi langi tími bitna á starfi ríkisstjórnarinnar sjálfrar í vetur. Fjármálaráðherra hefur þannig sjálfur talað um að möguleikar nýrrar stjórnar til að setja mark sitt á þetta fjárlagafrumvarp verði takmarkaðir. Ríkisstjórnin virðist sætta sig við það. Seinagangurinn bitnar á mikilvægasta verkefninu Kosningar að hausti hafa þann alvarlega ókost að ef erfiðlega gengur að mynda stjórn, eins og nú er, þá gjalda fjárlögin fyrir það. Fjárlögin eru stærsta verkefni haustþingsins og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts og afgreidd fyrir jól. Nú virðist sem desember og mögulega hluti af nóvember verði að duga í þessa grundvallar vinnu. Fjárlög hafa það hlutverk að ramma inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. Þar eru veittar heimildir til útgjalda fyrir 34 málefnasvið og yfir 100 málaflokka og til skuldbindinga A-hluta ríkissjóðs. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjárheimilda til málaflokka og þær áherslur sem koma fram í frumvarpinu. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun. Það gefur augaleið að við aðstæður eins og nú eru skiptir máli að vanda til verka. Það er þess vegna með ólíkindum að flokkarnir þrír sem höfðu sagt fyrir kosningar að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess skuli sjö vikum eftir kosningar enn ekki hafa myndað stjórn og ekki komið sér að verki. Alþingi hefur ekki verið að störfum síðan í júnímánuði. Það hefur í för með sér þá aukaverkun að þingið getur ekki sinnt því hlutverki sínu að veita ríkisstjórninni aðhald. Efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranirnar blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimilin finna nú fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar. Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil, sem bitnar harðast á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Verkefnin núna snúast þess vegna um lífskjör fólks til skemmri tíma – sem og til lengri tíma. Og á ráðstefnu SÞ um loftslagsmál var framlag Íslands áberandi máttlaust og umhverfisráðherra talaði skömmustulegur um að hafa ekki umboð til yfirlýsinga vegna þess að ekki hefur verið mynduð stjórn. Það er í sjálfu sér áhugavert í ljósi þess að ekki hafa allir ráðherrar nálgast sína málaflokka með þeim hætti eða talið sig skorta heimildir til aðgerða. Þingið getur ekki sinnt hlutverki sínu Og stór mál sem hafa mikla þýðingu fyrir almannahag eru ekki rædd af kjörnum fulltrúum því þing er ekki starfandi og hefur ekki verið síðan í sumar. Þetta á við um sóttvarnaaðgerðir, það á við um stöðu heilbrigðiskerfisins sem helst í hendur við sóttvarnaaðgerðir, það á við um efnahag og ríkisfjármál og það á við um atvinnumál. Það á við um stöðu fyrirtækja og fólks sem finnur fyrir sóttvarnaaðgerðum. Um skólana á tímum heimsfaraldurs og félagslegar og sálrænar afleiðingar sóttvarnaðgerða. Og það á við um þögn íslenskra stjórnvalda um aðgerðir og stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Af hálfu stjórnarliða hefur á sama tíma verið talað þannig að ekki skipti máli að það dragist að mynda stjórn. Það sé mikilvægt að vanda til verka. Og það virðist ekki heldur þykja tiltökumál af hálfu ríkisstjórnarinnar að Alþingi hafi ekki verið að störfum mánuðum saman. Það er kannski jafnvel þægilegra. Í stuttu máli: Öll útgjöld næsta árs, öll tekjuöflun næsta árs og hvaða pólitík á að ráða för um fjármagn til tiltekinna verkefna þarf að ræða og koma fyrir í fjárlögum. Það lýsir einkennilegu metnaðarleysi að ríkisstjórnin velji að haga málum þannig að þetta stærsta mál þingsins í vetur fái svo lítinn tíma að það þurfi að vinna á hlaupum. Aðstæður í samfélaginu bjóða ekki upp á að vinnubrögð séu svo metnaðarlaus. Sá ótrúlega langi tími sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í að ákveða hvernig þau geta hugsað sér að vinna næstu fjögur árin mun því miður bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlögin. Flóknara er það ekki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun