Skólastjórnendur og bæjaryfirvöld neita að tjá sig um kærurnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Atvikið átti sér stað þann 16. desember í fyrra. skjáskot/ja.is Hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn Suðurnesjabæjar vilja tjá sig um lögreglurannsókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfsmönnum Gerðaskóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfsmennina fyrir vonda meðferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi". Magnús Stefánsson, bæjarstjórinn, segist meðvitaður um málið en vill ekki tjá sig um það á meðan það er í rannsókn hjá lögreglu. „Þetta mál er í meðferð hjá þeim núna og við höfum ákveðið að vera ekki að tjá okkur um það á meðan. Auðvitað eru allir að vinna í þessu,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri SuðurnesjabæjarSuðurnesjabær Er málið litið alvarlegum augum? „Hvort sem það er þetta mál eða einhver önnur af þessu tagi þar sem lögregla er komin í það, þá hlýtur maður að líta það alvarlegum augum.“ Fríða Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs, vildi þá ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði öllum spurningum um það frá sér. Og það sama virðist eiga við um starfsmenn sveitarfélagsins hjá fjölskyldusviði sem hafði málið á sinni könnu. Guðbjörg Sveinsdóttir deildarstjóri og Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs hafa hvorugar verið við þegar fréttastofa hefur hringt á skrifstofu sveitarfélagsins til að reyna að ná í þær á skrifstofutíma síðustu vikuna. Hvorug hefur þá svarað skriflegri fyrirspurn um málið frá því í byrjun síðustu viku þrátt fyrir ítrekun í byrjun þessarar viku. Skólastjórnendur vilja ekki láta ná í sig Hvorki Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, né Guðjón Árni Antoníusson aðstoðarskólastjóri hafa þá svarað ítrekuðum símtölum frá því í byrjun síðustu viku og ekki verið við eða verið upptekin þegar reynt var að ná í þau í símanúmeri skólans. Eva Björk hefur ekki svarað fyrirspurn um málið í gegn um tölvupóst heldur en sendi foreldrum og forráðamönnum barna í skólanum þó tölvupóst um málið nýlega. „Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga um starfsemi og starfsfólk Gerðaskóla vilja skólastjóri og bæjaryfirvöld koma því á framfæri að málið er í farvegi og er unnið að lausn á því,“ segir hún í póstinum. „Hvorki skólinn né bæjaryfirvöld geta tjáð sig um það að svo stöddu. Mikilvægt er að almennt skólastarf haldi áfram með sem eðlilegustum hætti og að líðan nemenda sé höfð að leiðarljósi.“ Læst inni í litlu gluggalausu herbergi Íris Dögg Ásmundsdóttir steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku og greindi frá því að hún hefði kært starfsmenn skólans. Hún segist hafa horft á einn starfsmanninn snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Lögregla hefur staðfest að einn starfsmaður í skóla í umdæminu sé grunaður um ofbeldi gegn barni. Rannsókninni miði ágætlega. Dóttir Írisar er með ADHD og var að hennar sögn oft tekin úr tímum og færð í það sem skólinn kallar sérstakt „hvíldarherbergi". Móðir hennar taldi að þar væri um að ræða notalegan stað þar sem auðvelt væri að slaka á. Glugga var að sögn Írisar komið fyrir síðar á hurð herbergisins, í augnhæð fullorðinna, eftir umkvartanir hennar.aðsend Þegar hún var síðan kölluð inn af skólanum í desember í fyrra sá hún hins vegar að umrætt herbergi væri ekki annað en pínulítið og tómt herbergi, án loftræstingar með skærri lýsingu og bergmáli. Þar var hvergi hægt að setjast niður nema á einn grjónapúða sem lá á gólfinu og engir gluggar á því. Suðurnesjabær Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Tengdar fréttir Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. 8. nóvember 2021 19:34 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Magnús Stefánsson, bæjarstjórinn, segist meðvitaður um málið en vill ekki tjá sig um það á meðan það er í rannsókn hjá lögreglu. „Þetta mál er í meðferð hjá þeim núna og við höfum ákveðið að vera ekki að tjá okkur um það á meðan. Auðvitað eru allir að vinna í þessu,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri SuðurnesjabæjarSuðurnesjabær Er málið litið alvarlegum augum? „Hvort sem það er þetta mál eða einhver önnur af þessu tagi þar sem lögregla er komin í það, þá hlýtur maður að líta það alvarlegum augum.“ Fríða Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs, vildi þá ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði öllum spurningum um það frá sér. Og það sama virðist eiga við um starfsmenn sveitarfélagsins hjá fjölskyldusviði sem hafði málið á sinni könnu. Guðbjörg Sveinsdóttir deildarstjóri og Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs hafa hvorugar verið við þegar fréttastofa hefur hringt á skrifstofu sveitarfélagsins til að reyna að ná í þær á skrifstofutíma síðustu vikuna. Hvorug hefur þá svarað skriflegri fyrirspurn um málið frá því í byrjun síðustu viku þrátt fyrir ítrekun í byrjun þessarar viku. Skólastjórnendur vilja ekki láta ná í sig Hvorki Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, né Guðjón Árni Antoníusson aðstoðarskólastjóri hafa þá svarað ítrekuðum símtölum frá því í byrjun síðustu viku og ekki verið við eða verið upptekin þegar reynt var að ná í þau í símanúmeri skólans. Eva Björk hefur ekki svarað fyrirspurn um málið í gegn um tölvupóst heldur en sendi foreldrum og forráðamönnum barna í skólanum þó tölvupóst um málið nýlega. „Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga um starfsemi og starfsfólk Gerðaskóla vilja skólastjóri og bæjaryfirvöld koma því á framfæri að málið er í farvegi og er unnið að lausn á því,“ segir hún í póstinum. „Hvorki skólinn né bæjaryfirvöld geta tjáð sig um það að svo stöddu. Mikilvægt er að almennt skólastarf haldi áfram með sem eðlilegustum hætti og að líðan nemenda sé höfð að leiðarljósi.“ Læst inni í litlu gluggalausu herbergi Íris Dögg Ásmundsdóttir steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku og greindi frá því að hún hefði kært starfsmenn skólans. Hún segist hafa horft á einn starfsmanninn snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Lögregla hefur staðfest að einn starfsmaður í skóla í umdæminu sé grunaður um ofbeldi gegn barni. Rannsókninni miði ágætlega. Dóttir Írisar er með ADHD og var að hennar sögn oft tekin úr tímum og færð í það sem skólinn kallar sérstakt „hvíldarherbergi". Móðir hennar taldi að þar væri um að ræða notalegan stað þar sem auðvelt væri að slaka á. Glugga var að sögn Írisar komið fyrir síðar á hurð herbergisins, í augnhæð fullorðinna, eftir umkvartanir hennar.aðsend Þegar hún var síðan kölluð inn af skólanum í desember í fyrra sá hún hins vegar að umrætt herbergi væri ekki annað en pínulítið og tómt herbergi, án loftræstingar með skærri lýsingu og bergmáli. Þar var hvergi hægt að setjast niður nema á einn grjónapúða sem lá á gólfinu og engir gluggar á því.
Suðurnesjabær Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Tengdar fréttir Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. 8. nóvember 2021 19:34 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. 8. nóvember 2021 19:34
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00