Aldrei jafn mörg mál til rannsóknar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 21:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu aldrei hafa haft eins mörg mál til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei haft fleiri mál til rannsóknar og afgreiðslutími þeirra er að minnsta kosti helmingi lengri en við teljum æskilegt segir yfirlögregluþjónn. Þá sé alltof algengt að það þurfi að dæma menn í síbrotagæslu. Í fréttum af innbrotahrinu í höfuðborginni fyrri skömmu sögðust íbúar í ýmsum hverfum gruna að sömu aðilar væru að verki og veltu fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að setja viðkomandi aðila í einshvers konar síbrotagæslu. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að það þurfi að uppfylla ákveðnar lagakröfur til að setja brotamenn í slíka gæslu. „Ef við erum komin með brotahrinu á viðkomandi einstakling og höfum sterk sönnunargögn gagnvart honum kemur til greina að setja viðkomandi í síbrotagæslu. Það skiptir hins vegar líka málið hversu alvarleg brotin eru og að þegar sé orðið ljóst að viðkomandi fái Óskilorðsbundinn dóm. Sjálf síbrotagæslan felst svo í gæsluvarðhaldi yfir viðkomandi þar til dómur fellur í máli hans,“ segir Ásgeir. Hann segir að oft sé um að ræða einstaklinga sem tengjast fíkniefnaheiminum eða skipulagri brotastarfsemi. „Það er að mínu mati of algengt að það þurfi að setja fólk í síbrotagæslu. Frá því í haust eru t.d. rannsóknardeildir lögreglustöðvanna búnar að vera með fjóra til sex einstaklinga í síbrotagæslu á hverjum tíma,“ segir Ásgeir. Gríðarlegur fjöldi mála Hann segir að aldrei hafi eins mörg mál borist til rannsóknardeilda lögreglunnar og í ár. „Þetta eru svona tvöþúsund mál hjá okkur sem er u.þ.b. sex mánaða lager hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að forgangsraðað sé eftir alvarleika málanna þannig að rannsókn sumra mála taki mun lengri tíma en hálft ár. Ásgeir segir að þetta sé langt í frá óskastaða. Það væri mjög ákjósanlegt ef lagerstaðan væri þannig að við gætum afgreitt málin á helmingi styttri tíma. Ég þyrfti fleiri hendur til að geta sinnt hlutnum eins og ég myndi vilja hafa þá,“ segir Ásgeir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Í fréttum af innbrotahrinu í höfuðborginni fyrri skömmu sögðust íbúar í ýmsum hverfum gruna að sömu aðilar væru að verki og veltu fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að setja viðkomandi aðila í einshvers konar síbrotagæslu. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að það þurfi að uppfylla ákveðnar lagakröfur til að setja brotamenn í slíka gæslu. „Ef við erum komin með brotahrinu á viðkomandi einstakling og höfum sterk sönnunargögn gagnvart honum kemur til greina að setja viðkomandi í síbrotagæslu. Það skiptir hins vegar líka málið hversu alvarleg brotin eru og að þegar sé orðið ljóst að viðkomandi fái Óskilorðsbundinn dóm. Sjálf síbrotagæslan felst svo í gæsluvarðhaldi yfir viðkomandi þar til dómur fellur í máli hans,“ segir Ásgeir. Hann segir að oft sé um að ræða einstaklinga sem tengjast fíkniefnaheiminum eða skipulagri brotastarfsemi. „Það er að mínu mati of algengt að það þurfi að setja fólk í síbrotagæslu. Frá því í haust eru t.d. rannsóknardeildir lögreglustöðvanna búnar að vera með fjóra til sex einstaklinga í síbrotagæslu á hverjum tíma,“ segir Ásgeir. Gríðarlegur fjöldi mála Hann segir að aldrei hafi eins mörg mál borist til rannsóknardeilda lögreglunnar og í ár. „Þetta eru svona tvöþúsund mál hjá okkur sem er u.þ.b. sex mánaða lager hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að forgangsraðað sé eftir alvarleika málanna þannig að rannsókn sumra mála taki mun lengri tíma en hálft ár. Ásgeir segir að þetta sé langt í frá óskastaða. Það væri mjög ákjósanlegt ef lagerstaðan væri þannig að við gætum afgreitt málin á helmingi styttri tíma. Ég þyrfti fleiri hendur til að geta sinnt hlutnum eins og ég myndi vilja hafa þá,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00