„Ert þú þá mamma og pabbi?“ Silja Úlfarsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 08:31 Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. Það er hægt að líkja sorgarferlinu við öldugang, þú veist aldrei hvenær sorgin kemur, hvað kemur næstu öldu af stað, né hversu stór eða lítill skellurinn verður. Sorg barna getur komið yfir börnin í mismunandi stigum í þroskaferlinu og viðburðum í lífinu. Systkini eru ekki endilega alltaf samferða í sorginni, sem getur flækt fjölskyldulífið. Ég er móðir tveggja ungra drengja sem misstu föður sinn þegar þeir voru 4 og 6 ára og síðan 5 árum seinna lést afi þeirra. Ég get lofað því að bak við börn í sorg er taugatrekkt (eftirlifandi) foreldri eða ástvinur sem er alltaf á vaktinni, tilbúið að grípa börnin og reyna að skauta fram hjá helstu „triggerum“, svo lífið geti haldið áfram eins eðlilega og hægt er í þessum óeðlilegu aðstæðum. Hér er smá innsýn í sumar af okkar áskorunum (birt með leyfi drengjanna). „Ert þú þá mamma og pabbi?“ spurði sonurinn. Fyrstu viðbrögð er að svara játandi, til að stappa stálinu í barnið. Áður en þú veist ertu mætt í Gulla Byggir til að læra að gera þessa „pabba“ hluti. Þar til að þú áttar þig á að þú ert ekki pabbi, þú ert mamma þeirra og lífið er bara svona. Á kvöldin þegar börnin eru komin upp í rúm og þú situr og horfir á sjónvarpið þá kemur barnið á harðahlaupum fram í stofu, nær augnsambandi og hleypur aftur inn. Barnið gat ekki sofnað því það heyrði ekki í þér og vildi vera viss um að þú andaðir og værir á lífi. „Mamma hvað verður um okkur ef þú deyrð?“ Börn geta velt þessu mikið fyrir sér. Til að róa börnin þá þarf að taka skrítna ákvörðun, panta tíma hjá sýslumanni og fylla út blað sem segir til um það hver fær börnin þín ef þú deyrð. Þetta skapar öryggi fyrir börnin. Þegar barnið þekkir það af eigin reynslu að allir geta dáið skyndilega þá kveður það alla með knúsi og fallegum orðum, til að tryggja að síðasta kveðjustundin sé góð minning. Það getur verið margt sem „triggerar“ börn í sorg og það er oft mikil vinna að komast upp úr slíkri lægð. Oft reyna foreldrar því að vera skrefi á undan umhverfinu. Tökum þetta dæmi: Skólinn ætlar í kósý aðventustund í kirkju. Er það sama kirkja og við jörðuðum...? er það sami prestur og ...? Hvað verður rætt? Annað dæmi: Skólinn er að skipuleggja víkingakynningu fyrir nemendur. Afi drengjanna var víkingur og fyrirhuguð heimsókn og óljós tímasetning hennar varð til þess að heimilið fylltist að stressi og sorg. Víkingastundirnar með afa voru dýrmætar og kviðu þeir komu víkinganna í skólann. Þess vegna er gott samband við skólana mikilvægt, sem við höfum verið mjög heppin með. Sorgin er glötuð, hún er ömurleg og er orkufrekasta tilfinningin sem til er. Þægilegast er að sópa henni undir teppi, en hún fer ekkert og bíður eftir tækifæri til að banka í þig. Yfir 100 börn á ári missa ástvini og þess vegna eru samtök eins og Ljónshjarta og Örninn mikilvæg til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. Einnig vinnur Sorgarmiðstöðin frábært starf fyrir syrgjendur. Börn eru svo frábær, eru svo hreinskilin og flink að aðlagast, þau læra á sorgina og læra að það er mikilvægt að vinna úr sorginni. Jafningjastuðningurinn sem þessi samtök veita er mikilvægur og fallegur. Það er mikilvægt fyrir börn að hitta önnur börn og vita að þau eru ekki ein í þessari stöðu því það eru því miður fullt af öðrum börnum í svipuðum aðstæðum. Mikilvægt er að vanda vel til verks þegar kemur að því að styðja við börn í sorg, sem ætti auðvitað að vera lýðheilsumál. Höfundur er eftirlifandi foreldri barna í sorg og fyrrum formaður Ljónshjarta samtakanna. Í hádeginu í dag er málþing á vegum Arnarins í Vídalínskirkju, en því er einnig streymt á Vísir.is. Vigfús Bjarni Albertsson fjallar um sorgarviðbrögð barna, Berglind Brynjólfsdóttir fjallar um kvíða barna og gefur góð ráð um uppeldi barna í sorg, og Anna Ýr Böðvarsdóttir deilir reynslu sinni af makamissi og hvað gagnaðist henni og börnum hennar í sorgarúrvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. Það er hægt að líkja sorgarferlinu við öldugang, þú veist aldrei hvenær sorgin kemur, hvað kemur næstu öldu af stað, né hversu stór eða lítill skellurinn verður. Sorg barna getur komið yfir börnin í mismunandi stigum í þroskaferlinu og viðburðum í lífinu. Systkini eru ekki endilega alltaf samferða í sorginni, sem getur flækt fjölskyldulífið. Ég er móðir tveggja ungra drengja sem misstu föður sinn þegar þeir voru 4 og 6 ára og síðan 5 árum seinna lést afi þeirra. Ég get lofað því að bak við börn í sorg er taugatrekkt (eftirlifandi) foreldri eða ástvinur sem er alltaf á vaktinni, tilbúið að grípa börnin og reyna að skauta fram hjá helstu „triggerum“, svo lífið geti haldið áfram eins eðlilega og hægt er í þessum óeðlilegu aðstæðum. Hér er smá innsýn í sumar af okkar áskorunum (birt með leyfi drengjanna). „Ert þú þá mamma og pabbi?“ spurði sonurinn. Fyrstu viðbrögð er að svara játandi, til að stappa stálinu í barnið. Áður en þú veist ertu mætt í Gulla Byggir til að læra að gera þessa „pabba“ hluti. Þar til að þú áttar þig á að þú ert ekki pabbi, þú ert mamma þeirra og lífið er bara svona. Á kvöldin þegar börnin eru komin upp í rúm og þú situr og horfir á sjónvarpið þá kemur barnið á harðahlaupum fram í stofu, nær augnsambandi og hleypur aftur inn. Barnið gat ekki sofnað því það heyrði ekki í þér og vildi vera viss um að þú andaðir og værir á lífi. „Mamma hvað verður um okkur ef þú deyrð?“ Börn geta velt þessu mikið fyrir sér. Til að róa börnin þá þarf að taka skrítna ákvörðun, panta tíma hjá sýslumanni og fylla út blað sem segir til um það hver fær börnin þín ef þú deyrð. Þetta skapar öryggi fyrir börnin. Þegar barnið þekkir það af eigin reynslu að allir geta dáið skyndilega þá kveður það alla með knúsi og fallegum orðum, til að tryggja að síðasta kveðjustundin sé góð minning. Það getur verið margt sem „triggerar“ börn í sorg og það er oft mikil vinna að komast upp úr slíkri lægð. Oft reyna foreldrar því að vera skrefi á undan umhverfinu. Tökum þetta dæmi: Skólinn ætlar í kósý aðventustund í kirkju. Er það sama kirkja og við jörðuðum...? er það sami prestur og ...? Hvað verður rætt? Annað dæmi: Skólinn er að skipuleggja víkingakynningu fyrir nemendur. Afi drengjanna var víkingur og fyrirhuguð heimsókn og óljós tímasetning hennar varð til þess að heimilið fylltist að stressi og sorg. Víkingastundirnar með afa voru dýrmætar og kviðu þeir komu víkinganna í skólann. Þess vegna er gott samband við skólana mikilvægt, sem við höfum verið mjög heppin með. Sorgin er glötuð, hún er ömurleg og er orkufrekasta tilfinningin sem til er. Þægilegast er að sópa henni undir teppi, en hún fer ekkert og bíður eftir tækifæri til að banka í þig. Yfir 100 börn á ári missa ástvini og þess vegna eru samtök eins og Ljónshjarta og Örninn mikilvæg til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. Einnig vinnur Sorgarmiðstöðin frábært starf fyrir syrgjendur. Börn eru svo frábær, eru svo hreinskilin og flink að aðlagast, þau læra á sorgina og læra að það er mikilvægt að vinna úr sorginni. Jafningjastuðningurinn sem þessi samtök veita er mikilvægur og fallegur. Það er mikilvægt fyrir börn að hitta önnur börn og vita að þau eru ekki ein í þessari stöðu því það eru því miður fullt af öðrum börnum í svipuðum aðstæðum. Mikilvægt er að vanda vel til verks þegar kemur að því að styðja við börn í sorg, sem ætti auðvitað að vera lýðheilsumál. Höfundur er eftirlifandi foreldri barna í sorg og fyrrum formaður Ljónshjarta samtakanna. Í hádeginu í dag er málþing á vegum Arnarins í Vídalínskirkju, en því er einnig streymt á Vísir.is. Vigfús Bjarni Albertsson fjallar um sorgarviðbrögð barna, Berglind Brynjólfsdóttir fjallar um kvíða barna og gefur góð ráð um uppeldi barna í sorg, og Anna Ýr Böðvarsdóttir deilir reynslu sinni af makamissi og hvað gagnaðist henni og börnum hennar í sorgarúrvinnslunni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun