Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 11:50 Læknirinn starfaði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. Læknirinn fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi og starfar á Landspítala. Grunur leikur á að andlát sex sjúklinga mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra eru einnig í skoðun. Læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en Skúli Tómas er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólk lífslokameðferð að tilefnislausu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur alfarið neitað að tjá sig um málið en greint var frá því í ágúst að þrír starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið kærðir vegna meintrar vanrækslu, Skúli Tómas og tveir aðrir. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru starfsmennirnir meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu - með alvarlegum og endurteknum hætti. Í úrskurði sem féll í Landsrétti í vikunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi andlát sex sjúklinga Skúla Tómasar til rannsóknar, sem hún telur að borið hafi að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga séu til meðferðar. Sjúklingarnir eru því ellefu talsins. Þá hafi fyrrnefndir þrír starfsmenn réttarstöðu sakbornings í málunum. Landsréttur féllst á kröfu lögreglunnar um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát einssjúklings, sem er samkvæmt heimildum Dana Kristín Jóhannsdóttir, en hún var 73 ára þegar hún lést. Hún átti að fá hvíldarinnlögn á HSS - en var þess í stað sett á lífslokameðferð og lést nokkrum vikum síðar. Skúli Tómas hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala en fékk nýverið, samkvæmt heimildum fréttastofu, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi farið fram á farbann yfir Skúla Tómasi. Héraðsdómur Reykjaness hafi fallist á farbannið, en að Landsréttur hafi snúið því við og hafnað því. Spurningarnar sem dómkvöddum matsmönnum er gert að svara eru eftirfarandi: Hver var dánarorsök A? Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á Aþann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd líknandi/lífslokameðferðar fylgt? Var lyfjagjöf til handa Aeðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019? Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum Aog þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019? Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Læknirinn fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi og starfar á Landspítala. Grunur leikur á að andlát sex sjúklinga mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra eru einnig í skoðun. Læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið en Skúli Tómas er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólk lífslokameðferð að tilefnislausu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur alfarið neitað að tjá sig um málið en greint var frá því í ágúst að þrír starfsmenn stofnunarinnar hefðu verið kærðir vegna meintrar vanrækslu, Skúli Tómas og tveir aðrir. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru starfsmennirnir meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu - með alvarlegum og endurteknum hætti. Í úrskurði sem féll í Landsrétti í vikunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi andlát sex sjúklinga Skúla Tómasar til rannsóknar, sem hún telur að borið hafi að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga séu til meðferðar. Sjúklingarnir eru því ellefu talsins. Þá hafi fyrrnefndir þrír starfsmenn réttarstöðu sakbornings í málunum. Landsréttur féllst á kröfu lögreglunnar um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát einssjúklings, sem er samkvæmt heimildum Dana Kristín Jóhannsdóttir, en hún var 73 ára þegar hún lést. Hún átti að fá hvíldarinnlögn á HSS - en var þess í stað sett á lífslokameðferð og lést nokkrum vikum síðar. Skúli Tómas hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala en fékk nýverið, samkvæmt heimildum fréttastofu, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi farið fram á farbann yfir Skúla Tómasi. Héraðsdómur Reykjaness hafi fallist á farbannið, en að Landsréttur hafi snúið því við og hafnað því. Spurningarnar sem dómkvöddum matsmönnum er gert að svara eru eftirfarandi: Hver var dánarorsök A? Voru til staðar forsendur til að hefja lífslokameðferð á Aþann 1. ágúst 2019 og var verklagi við framkvæmd líknandi/lífslokameðferðar fylgt? Var lyfjagjöf til handa Aeðlileg að teknu tilliti til ástands hennar og sjúkdómsgreiningar frá 1. ágúst til október 2019? Var rétt staðið að sjúkdómsgreiningum Aog þeim meðferðum sem ákveðnar voru vegna þeirra á árinu 2019?
Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30