Innlent

Ofsa­veður í kortunum og við­vörunin orðin appel­sínu­gul

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er vissara að vera ekki á ferðinni á Suðausturlandi í nótt og snemma morguns á morgun.
Það er vissara að vera ekki á ferðinni á Suðausturlandi í nótt og snemma morguns á morgun. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 45 metra á sekúndu og engu ferðaveðri.

Fyrr í morgun gaf Veðurstofan út að gul viðvörun væri í gildi fyrir svæðið auk Austfjarða frá klukkan 21 í kvöld.

Viðvörunin hefur nú verið uppfærð í appelsínugula á Suðausturlandi frá og með miðnætti og er hún í gildi til klukkan 9 á morgun, þegar gul viðvörun tekur við til klukkan 14.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland.Veðurstofan

Á meðan appelsínugula viðvörunin er í gildi er ekkert ferðaveður á svæðinu og samgöngutruflanir líklegar. Er fólk hvatt til að sýna aðgát enda geti aksturskilyrði verið hættuleg.

Búast má við Norðan og norðvestan roki eða ofsaveðri, 25 - 33 metrum á sekúndu undir Vatnajökli. Einnig má búast við mjög snörpum vindhviðum staðbundið yfir 45 metra á sekúndu


Tengdar fréttir

Reikna með hviðum allt að 45 metrum á sekúndu

Það gengur í norðvestanhvassviðri eða -storm austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í kvöld, og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna þessa fyrir bæði Austfirði og Suðausturland. Má búast má við mjög snörpum vindhviðum, yfir 45 metrum á sekúndu, á stöku stað á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×