Hinsegin og kynsegin í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2021 18:00 Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun