Forstjóri Twitter stígur til hliðar Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 19:09 Jack Dorsey þegar hann kom fyrir bandaríska þingnefnd í gegnum fjarfundarbúnað fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, steig til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins í dag. Parag Agrawal, tæknistjóri Twitter, tekur við stöðunni af Dorsey. CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008. Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008.
Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira