Við höfum efni á að gera betur! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. desember 2021 07:30 Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun