Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 23:02 Grindavík tekur á móti Stjörnunni í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Grindavík byrjaði betur og leiddi 27-21 eftir fyrsta leikhlutann. Sóknarleikur beggja liða var örlítið ryðgaður í upphafi en það breyttist fljótt og þá sérstaklega hjá Stjörnunni sem vann annan leikhluta 26-14. Shawn Hopkins var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði 19 stig. Þá var Hlynur Bæringsson mættur aftur eftir meiðsli og rimma hans og Ivan Aurrecoechea, sem hefur farið mikinn hjá Grindavík í vetur, var mjög skemmtileg áhorfs. Síðari hálfleikur var æsispennandi. Liðin skiptust á að leiða en þau skiptust alls fjórtán sinnum á forystunni í leiknum. Fyrir fjórða leikhluta var Stjarnan þremur stigum yfir 66-63. Fjórði leikhluti var frábær skemmtun. EC Matthews var gjörsamlega á eldi hjá heimamönnum og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Í stöðunni 88-86 fyrir Grindavík skoraði hann frábæra körfu og fékk víti að auki sem hann setti niður. Stjarnan reyndi að svara en það gekk ekki og Matthews fékk tvö víti sem hann setti niður. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé og setti upp í lokasókn með 7 sekúndur á klukkunni. Þristur frá Hopkins gekk ekki og Matthews kláraði leikinn á vítalínunni. Lokatölur 92-88 og Grindavík fagnaði sætum sigri. Af hverju vann Grindavík? Bæði lið spiluðu ágætan körfubolta í kvöld en í lokin var það í raun einstaklingsframtak hjá EC Matthews sem gerði gæfumuninn. Hann skoraði 16 stig í fjórða leikhluta og var Stjörnunni afar erfiður ljár í þúfu. Grindvíkingar stigu sömuleiðis vel upp eftir hlé og gáfu tóninn með 11-0 byrjun í seinni hálfleik. Varnarleikur þeirra í síðari hálfleik var fínn en hann unnu þeir 51-41. Þessir stóðu upp úr: EC Matthews átti sinn besta leik fyrir Grindavík og var gjörsamlega frábær í fjórða leikhlutanum. Hann sýndi hvað í honum býr og gerði oft mjög vel í sóknarleiknum. Ólafur Ólafsson var sömuleiðis afskaplega góður með 25 stig og 7 fráköst. Þá var Kristinn Pálsson flottur með 14 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni átti Hopkins frábæran fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Hlynur Bæringsson spilaði frábæra vörn á Ivan Aurrecoechea og David Gabrovsek átti flotta spretti. Hvað gekk illa? Það var í raun ekkert sérstaklega margt. Á köflum voru liðin mistæk sóknarlega og voru að flýta sér of mikið. Ivan Aurrecoechea náði sér ekki á strik og er varnarleikur Hlyns Bæringssonar helsta ástæðan fyrir því. Stjarnan hefði eflaust viljað betri hittni frá þeim Shawn Hopkins, Hilmari Smára Henningssyni og Robert Turner en þeir hittu úr 18 af 51 skoti utan af velli. Hvað gerist næst? Stjarnan leikur gegn Njarðvík á fimmtudag og á sama tíma heldur Grindavík í Breiðholtið og mætir ÍR. Grindavík og Stjarnan mætast hins vegar fljótlega á nýjan leik en þann 11.desember leika þau í VÍS-bikarnum á heimavelli Stjörnumanna í Ásgarði. Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur Daníel Guðni var ánægður með sigurinn á Stjörnunni í kvöld.Vísir / Bára Dröfn „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“ Arnar: Mér finnst við hafa tekið skref upp brekkuna Arnar var líflegur á línunni í kvöld líkt og hann er vanur.Vísir / Bára Dröfn Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var á því að frammistaðan gegn Grindavík í kvöld hefði verið með því betra hjá liðinu í vetur en það dugði ekki til í 92-88 tapi. „Kaninn þeirra setti niður mjög stóra körfu þegar hann fékk tvö stig og víti að auki til að koma þeim yfir. Hann gerði mjög vel þar, það er alveg á hreinu. Við nýttum okkar tækifæri ekki nægilega vel,“ sagði Arnar þegar blaðamaður spurði hann út í lokamínútur leiksins sem voru æsispennandi. „Ég var að vonast til að hann fengi skotið opið strax en það gekk ekki upp og þá þurfti hann að taka þetta skot. Við leituðum að Shawn (Hopkins) eftir hindrunina en þetta gekk ekki,“ sagði Arnar um tilraun Stjörnumanna til að jafna en þriggja stiga skot Hopkins rataði ekki í körfuna þegar lítið var eftir. Eins og áður segir var Arnar nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins en Stjarnan hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel og er með þrjá sigra eftir fyrstu átta leikina. „Ég held það séu alveg batamerki á spilamennskunni, við erum búnir að vera í smá holu. Eins og einhver sagði þá væru engin fjöll ef það væri ekki fyrir dali og við erum í smá dal núna. Mér finnst við hafa tekið skref upp brekkuna. Síðustu tveir leikir eru betri en flestir leikir í deildinni hingað til.“ Hlynur Bæringsson sneri aftur í Stjörnuliðið eftir meiðsli og það munar um minna. Hann spilaði frábæran varnarleik gegn Ivan Aurrecoechea sem hefur verið illviðráðanlegur hjá Grindavík í vetur. „Hlynur var frábær í kvöld eins og oftast. Rimma þeirra var mjög skemmtileg og hann gerði mjög vel gegn honum, það er ekkert hægt að kvarta undan því,“ sagði Arnar að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Stjarnan UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri mínútur „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. 4. desember 2021 22:22
Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Grindavík byrjaði betur og leiddi 27-21 eftir fyrsta leikhlutann. Sóknarleikur beggja liða var örlítið ryðgaður í upphafi en það breyttist fljótt og þá sérstaklega hjá Stjörnunni sem vann annan leikhluta 26-14. Shawn Hopkins var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði 19 stig. Þá var Hlynur Bæringsson mættur aftur eftir meiðsli og rimma hans og Ivan Aurrecoechea, sem hefur farið mikinn hjá Grindavík í vetur, var mjög skemmtileg áhorfs. Síðari hálfleikur var æsispennandi. Liðin skiptust á að leiða en þau skiptust alls fjórtán sinnum á forystunni í leiknum. Fyrir fjórða leikhluta var Stjarnan þremur stigum yfir 66-63. Fjórði leikhluti var frábær skemmtun. EC Matthews var gjörsamlega á eldi hjá heimamönnum og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Í stöðunni 88-86 fyrir Grindavík skoraði hann frábæra körfu og fékk víti að auki sem hann setti niður. Stjarnan reyndi að svara en það gekk ekki og Matthews fékk tvö víti sem hann setti niður. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé og setti upp í lokasókn með 7 sekúndur á klukkunni. Þristur frá Hopkins gekk ekki og Matthews kláraði leikinn á vítalínunni. Lokatölur 92-88 og Grindavík fagnaði sætum sigri. Af hverju vann Grindavík? Bæði lið spiluðu ágætan körfubolta í kvöld en í lokin var það í raun einstaklingsframtak hjá EC Matthews sem gerði gæfumuninn. Hann skoraði 16 stig í fjórða leikhluta og var Stjörnunni afar erfiður ljár í þúfu. Grindvíkingar stigu sömuleiðis vel upp eftir hlé og gáfu tóninn með 11-0 byrjun í seinni hálfleik. Varnarleikur þeirra í síðari hálfleik var fínn en hann unnu þeir 51-41. Þessir stóðu upp úr: EC Matthews átti sinn besta leik fyrir Grindavík og var gjörsamlega frábær í fjórða leikhlutanum. Hann sýndi hvað í honum býr og gerði oft mjög vel í sóknarleiknum. Ólafur Ólafsson var sömuleiðis afskaplega góður með 25 stig og 7 fráköst. Þá var Kristinn Pálsson flottur með 14 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni átti Hopkins frábæran fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Hlynur Bæringsson spilaði frábæra vörn á Ivan Aurrecoechea og David Gabrovsek átti flotta spretti. Hvað gekk illa? Það var í raun ekkert sérstaklega margt. Á köflum voru liðin mistæk sóknarlega og voru að flýta sér of mikið. Ivan Aurrecoechea náði sér ekki á strik og er varnarleikur Hlyns Bæringssonar helsta ástæðan fyrir því. Stjarnan hefði eflaust viljað betri hittni frá þeim Shawn Hopkins, Hilmari Smára Henningssyni og Robert Turner en þeir hittu úr 18 af 51 skoti utan af velli. Hvað gerist næst? Stjarnan leikur gegn Njarðvík á fimmtudag og á sama tíma heldur Grindavík í Breiðholtið og mætir ÍR. Grindavík og Stjarnan mætast hins vegar fljótlega á nýjan leik en þann 11.desember leika þau í VÍS-bikarnum á heimavelli Stjörnumanna í Ásgarði. Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur Daníel Guðni var ánægður með sigurinn á Stjörnunni í kvöld.Vísir / Bára Dröfn „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“ Arnar: Mér finnst við hafa tekið skref upp brekkuna Arnar var líflegur á línunni í kvöld líkt og hann er vanur.Vísir / Bára Dröfn Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var á því að frammistaðan gegn Grindavík í kvöld hefði verið með því betra hjá liðinu í vetur en það dugði ekki til í 92-88 tapi. „Kaninn þeirra setti niður mjög stóra körfu þegar hann fékk tvö stig og víti að auki til að koma þeim yfir. Hann gerði mjög vel þar, það er alveg á hreinu. Við nýttum okkar tækifæri ekki nægilega vel,“ sagði Arnar þegar blaðamaður spurði hann út í lokamínútur leiksins sem voru æsispennandi. „Ég var að vonast til að hann fengi skotið opið strax en það gekk ekki upp og þá þurfti hann að taka þetta skot. Við leituðum að Shawn (Hopkins) eftir hindrunina en þetta gekk ekki,“ sagði Arnar um tilraun Stjörnumanna til að jafna en þriggja stiga skot Hopkins rataði ekki í körfuna þegar lítið var eftir. Eins og áður segir var Arnar nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins en Stjarnan hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel og er með þrjá sigra eftir fyrstu átta leikina. „Ég held það séu alveg batamerki á spilamennskunni, við erum búnir að vera í smá holu. Eins og einhver sagði þá væru engin fjöll ef það væri ekki fyrir dali og við erum í smá dal núna. Mér finnst við hafa tekið skref upp brekkuna. Síðustu tveir leikir eru betri en flestir leikir í deildinni hingað til.“ Hlynur Bæringsson sneri aftur í Stjörnuliðið eftir meiðsli og það munar um minna. Hann spilaði frábæran varnarleik gegn Ivan Aurrecoechea sem hefur verið illviðráðanlegur hjá Grindavík í vetur. „Hlynur var frábær í kvöld eins og oftast. Rimma þeirra var mjög skemmtileg og hann gerði mjög vel gegn honum, það er ekkert hægt að kvarta undan því,“ sagði Arnar að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Stjarnan UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri mínútur „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. 4. desember 2021 22:22
Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri mínútur „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. 4. desember 2021 22:22
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum