Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 15:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. Persónuvernd tilkynnti í vikunni niðurstöður frumkvæðisathugun á öflun samþykkis Covid-19 sjúklinga á Landspítala fyrir notkun blóðsýna þeirra vegna rannsóknar sem kallast Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Niðurstaðan var sú að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Sjá einnig: Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn „Þegar farsóttin barst til Íslands hentu starfsmenn fyrirtækisins frá sér öðrum verkefnum og snéru sér alfarið að því að styðja við sóttvarnir í landinu og nýttu til þess sérþekkingu, hugvit og tæki sem hvergi var annars staðar að fá. Ekkert af því sem fyrirtækið gerði var án þess að það væri borið undir sóttvarnarlækni og hlyti blessun hans,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að þegar áður óþekktur sjúkdómur gangi yfir byggist framkvæmd læknisfræðinnar meðal annars á því að afla gagna, setja þau í samhengi og túlka til að búa til nýjan skilning á sjúkdómnum. Annars sé læknisfræðing ekki að sinna sínu þjónustuhlutverki. Í upphafi apríl 2020 hafi Covid-19 litið mjög ógnvekjandi út og mjög brýnt hafi verið fyrir heilbrigðisþjónustuna að átta sig á því hve víða veiran hefði farið um samfélagið. Þess vegna hafi sóttvarnarlæknir ákveðið eftir samráð við Íslenska erfðagreiningu að kanna hve stór hundraðshluti landsmanna hefði myndað mótefni við veirunni. Sýni voru tekin úr einstaklingum sem lágu sýktir inn á Landspítala og mótefni í blóði þeirra skoðað. „Þetta var gert í þeim tilgangi að skilja stöðu faraldursins í landinu svo hægt væri að sníða aðgerðir eftir vexti,“ segir í tilkynningunni. „Nú hefur Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að sýnin hafi á engan hátt tengst sóttvarnarátaki og þar með hafi fyrirtækið brotið gegn persónuverndarlögum. Þetta stangast á við álit sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar það er álitamál hvort um sé að ræða vísindarannsókn á heilbrigðissviði er það samkvæmt lögum um vísindarannsóknir ekki Persónuverndar að skera úr um það.“ Eins og áður segir ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að leita til dómstóla. Í tilkynningunni segir að þar til niðurstaða fáist í málið sé ekki ljóst hvort skynsamlegt sé af Íslenskri erfðagreiningu að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld. „Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Persónuvernd tilkynnti í vikunni niðurstöður frumkvæðisathugun á öflun samþykkis Covid-19 sjúklinga á Landspítala fyrir notkun blóðsýna þeirra vegna rannsóknar sem kallast Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Niðurstaðan var sú að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Sjá einnig: Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn „Þegar farsóttin barst til Íslands hentu starfsmenn fyrirtækisins frá sér öðrum verkefnum og snéru sér alfarið að því að styðja við sóttvarnir í landinu og nýttu til þess sérþekkingu, hugvit og tæki sem hvergi var annars staðar að fá. Ekkert af því sem fyrirtækið gerði var án þess að það væri borið undir sóttvarnarlækni og hlyti blessun hans,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að þegar áður óþekktur sjúkdómur gangi yfir byggist framkvæmd læknisfræðinnar meðal annars á því að afla gagna, setja þau í samhengi og túlka til að búa til nýjan skilning á sjúkdómnum. Annars sé læknisfræðing ekki að sinna sínu þjónustuhlutverki. Í upphafi apríl 2020 hafi Covid-19 litið mjög ógnvekjandi út og mjög brýnt hafi verið fyrir heilbrigðisþjónustuna að átta sig á því hve víða veiran hefði farið um samfélagið. Þess vegna hafi sóttvarnarlæknir ákveðið eftir samráð við Íslenska erfðagreiningu að kanna hve stór hundraðshluti landsmanna hefði myndað mótefni við veirunni. Sýni voru tekin úr einstaklingum sem lágu sýktir inn á Landspítala og mótefni í blóði þeirra skoðað. „Þetta var gert í þeim tilgangi að skilja stöðu faraldursins í landinu svo hægt væri að sníða aðgerðir eftir vexti,“ segir í tilkynningunni. „Nú hefur Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að sýnin hafi á engan hátt tengst sóttvarnarátaki og þar með hafi fyrirtækið brotið gegn persónuverndarlögum. Þetta stangast á við álit sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar það er álitamál hvort um sé að ræða vísindarannsókn á heilbrigðissviði er það samkvæmt lögum um vísindarannsóknir ekki Persónuverndar að skera úr um það.“ Eins og áður segir ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að leita til dómstóla. Í tilkynningunni segir að þar til niðurstaða fáist í málið sé ekki ljóst hvort skynsamlegt sé af Íslenskri erfðagreiningu að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld. „Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira