Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2021 20:01 Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Dagur Lárusson. stöð2 Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. Góðhjörtuðu ofurhetjurnar Atlas og Íra afhendu Barnaspítala hringsins í dag bækur og boli í tilefni af útgáfu bókarinnar Landverðirnir: Íra. Um er að ræða myndasögubók um íslenskar ofurhetjur sem láta gott af sér leiða en fyrsta bók ofurhetjanna kom út í fyrra. „Við gáfum út þessa bók í fyrra og seldum um 400 til 500 eintök og ákváðum að gefa hagnað rithöfundanna til Barnaspítala hringsins. Þannig við komum hingað í febrúar og gáfum hálfa milljón til spítalans,“ sagði Dagur Lárusson, rithöfundur bókarinnar. „Ég leik karakterinn Íru og býr yfir kröftum íslenska íssins,“ sagði Margrét Hörn Jóhannsdóttir, leikkona. Til stóð að ofurhetjurnar yrðu reglulegir gestir á spítalanum en vegna kórónuveirunnar láta þeir nægja að heilsa börnunum í gegnum glugga spítalans. „Hverjar eru alvöru ofurhetjurnar? Það eru krakkarnir hérna sem eru að kljást við óeðlilega erfiða hluti,“ sagði Dagur. Hafið þið heyrt í börnunum, hvernig líst þeim á bókina? „Við höfum heyrt frá einstaka börnum já og erum virkir á Tiktok. Þar er ég mikið að tala um bókina og ofurhetjulega hluti. Þar er fólk að missa sig og komið með landvarðaræði þannig að það er gaman að sjá það.“ Ofurhetjurnar stefna á að selja fleiri eintök í ár. „Markmiðið er að styrkja enn meira. Við viljum selja fleiri eintök af þessari bók þannig að við getum gefið eina milljón til Barnaspítalans. Það er markmiðið núna.“ „Ef þið viljið styrkja gott málefni og styrkja þessar ofurhetjur þá endilega kíkið á landverðirnir.is.“ sagði Dagur. Bókin fæst í helstu verslunum. Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Góðhjörtuðu ofurhetjurnar Atlas og Íra afhendu Barnaspítala hringsins í dag bækur og boli í tilefni af útgáfu bókarinnar Landverðirnir: Íra. Um er að ræða myndasögubók um íslenskar ofurhetjur sem láta gott af sér leiða en fyrsta bók ofurhetjanna kom út í fyrra. „Við gáfum út þessa bók í fyrra og seldum um 400 til 500 eintök og ákváðum að gefa hagnað rithöfundanna til Barnaspítala hringsins. Þannig við komum hingað í febrúar og gáfum hálfa milljón til spítalans,“ sagði Dagur Lárusson, rithöfundur bókarinnar. „Ég leik karakterinn Íru og býr yfir kröftum íslenska íssins,“ sagði Margrét Hörn Jóhannsdóttir, leikkona. Til stóð að ofurhetjurnar yrðu reglulegir gestir á spítalanum en vegna kórónuveirunnar láta þeir nægja að heilsa börnunum í gegnum glugga spítalans. „Hverjar eru alvöru ofurhetjurnar? Það eru krakkarnir hérna sem eru að kljást við óeðlilega erfiða hluti,“ sagði Dagur. Hafið þið heyrt í börnunum, hvernig líst þeim á bókina? „Við höfum heyrt frá einstaka börnum já og erum virkir á Tiktok. Þar er ég mikið að tala um bókina og ofurhetjulega hluti. Þar er fólk að missa sig og komið með landvarðaræði þannig að það er gaman að sjá það.“ Ofurhetjurnar stefna á að selja fleiri eintök í ár. „Markmiðið er að styrkja enn meira. Við viljum selja fleiri eintök af þessari bók þannig að við getum gefið eina milljón til Barnaspítalans. Það er markmiðið núna.“ „Ef þið viljið styrkja gott málefni og styrkja þessar ofurhetjur þá endilega kíkið á landverðirnir.is.“ sagði Dagur. Bókin fæst í helstu verslunum.
Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira