Körfuboltakvöld um Þór Ak.: „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 09:00 Átta töp í röð og það er komin fallfnykur af Þórsurum. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þórs Akureyrar í tapinu gegn Breiðabliki um helgina var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Mikill fallfnykur er af Þórsurum sem þurfa að girða sig í brók ef liðið ætlar ekki að spila í 1. deild á næstu leiktíð. „Þetta var svo stórt augnablik fyrir Þórsara. Ekkert gengið, loksins með fullskipað lið. Fara í Smárann í bullandi fallbaráttu og Frikki, þetta er varnarleikurinn og ákefðin sem var boðið upp á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er myndir af varnarleik Akureyringa voru spilaðar. „Blikarnir skora alltaf mikið og Þórsarar með þessum breytingum sem hafa verið gerðar, voru bara ekki tilbúnir í þessi hlaup og svona hátt stigaskor. Það hefur verið þannig gegn Blikum að það þarf að skora 110 til 112 stig til að vinna þá og þetta Þórslið hefur ekki burði til þess,“ svaraði Friðrik Ragnarsson. „Enginn vilji,“ sögðu þeir Kjartan Atli og Friðrik í kór um frákast sem Everage Lee Richardson náði þar sem hann þurfti að hlaupa 6-7 metra til að ná boltanum en samt sem áður var enginn Þórsari sjáanlegur. „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur,“ bætti Friðrik við. Klippa: Körfuboltakvöld: Fallfnykur af Þór Akureyri „Þessi frammistaða, þeir myndu ekki vinna 1. deildina. Þetta er það lélegt. Þegar það er enginn löngun og enginn vilji fyrir hendi þá er þetta bara falllið. Sorglegt, bara í byrjun desember,“ sagði Teitur Örlygsson að endingu. Þór Akureyri er á botni Subway-deildar karla í körfubolta með 0 stig að loknum 8 leikjum. Ljósglætan við enda ganganna er sú að næstu þrjú lið þar fyrir ofan - Vestri, ÍR og Breiðablik - eru öll með fjögur stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
„Þetta var svo stórt augnablik fyrir Þórsara. Ekkert gengið, loksins með fullskipað lið. Fara í Smárann í bullandi fallbaráttu og Frikki, þetta er varnarleikurinn og ákefðin sem var boðið upp á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er myndir af varnarleik Akureyringa voru spilaðar. „Blikarnir skora alltaf mikið og Þórsarar með þessum breytingum sem hafa verið gerðar, voru bara ekki tilbúnir í þessi hlaup og svona hátt stigaskor. Það hefur verið þannig gegn Blikum að það þarf að skora 110 til 112 stig til að vinna þá og þetta Þórslið hefur ekki burði til þess,“ svaraði Friðrik Ragnarsson. „Enginn vilji,“ sögðu þeir Kjartan Atli og Friðrik í kór um frákast sem Everage Lee Richardson náði þar sem hann þurfti að hlaupa 6-7 metra til að ná boltanum en samt sem áður var enginn Þórsari sjáanlegur. „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur,“ bætti Friðrik við. Klippa: Körfuboltakvöld: Fallfnykur af Þór Akureyri „Þessi frammistaða, þeir myndu ekki vinna 1. deildina. Þetta er það lélegt. Þegar það er enginn löngun og enginn vilji fyrir hendi þá er þetta bara falllið. Sorglegt, bara í byrjun desember,“ sagði Teitur Örlygsson að endingu. Þór Akureyri er á botni Subway-deildar karla í körfubolta með 0 stig að loknum 8 leikjum. Ljósglætan við enda ganganna er sú að næstu þrjú lið þar fyrir ofan - Vestri, ÍR og Breiðablik - eru öll með fjögur stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira