Körfuboltakvöld um Þór Ak.: „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 09:00 Átta töp í röð og það er komin fallfnykur af Þórsurum. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þórs Akureyrar í tapinu gegn Breiðabliki um helgina var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Mikill fallfnykur er af Þórsurum sem þurfa að girða sig í brók ef liðið ætlar ekki að spila í 1. deild á næstu leiktíð. „Þetta var svo stórt augnablik fyrir Þórsara. Ekkert gengið, loksins með fullskipað lið. Fara í Smárann í bullandi fallbaráttu og Frikki, þetta er varnarleikurinn og ákefðin sem var boðið upp á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er myndir af varnarleik Akureyringa voru spilaðar. „Blikarnir skora alltaf mikið og Þórsarar með þessum breytingum sem hafa verið gerðar, voru bara ekki tilbúnir í þessi hlaup og svona hátt stigaskor. Það hefur verið þannig gegn Blikum að það þarf að skora 110 til 112 stig til að vinna þá og þetta Þórslið hefur ekki burði til þess,“ svaraði Friðrik Ragnarsson. „Enginn vilji,“ sögðu þeir Kjartan Atli og Friðrik í kór um frákast sem Everage Lee Richardson náði þar sem hann þurfti að hlaupa 6-7 metra til að ná boltanum en samt sem áður var enginn Þórsari sjáanlegur. „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur,“ bætti Friðrik við. Klippa: Körfuboltakvöld: Fallfnykur af Þór Akureyri „Þessi frammistaða, þeir myndu ekki vinna 1. deildina. Þetta er það lélegt. Þegar það er enginn löngun og enginn vilji fyrir hendi þá er þetta bara falllið. Sorglegt, bara í byrjun desember,“ sagði Teitur Örlygsson að endingu. Þór Akureyri er á botni Subway-deildar karla í körfubolta með 0 stig að loknum 8 leikjum. Ljósglætan við enda ganganna er sú að næstu þrjú lið þar fyrir ofan - Vestri, ÍR og Breiðablik - eru öll með fjögur stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
„Þetta var svo stórt augnablik fyrir Þórsara. Ekkert gengið, loksins með fullskipað lið. Fara í Smárann í bullandi fallbaráttu og Frikki, þetta er varnarleikurinn og ákefðin sem var boðið upp á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er myndir af varnarleik Akureyringa voru spilaðar. „Blikarnir skora alltaf mikið og Þórsarar með þessum breytingum sem hafa verið gerðar, voru bara ekki tilbúnir í þessi hlaup og svona hátt stigaskor. Það hefur verið þannig gegn Blikum að það þarf að skora 110 til 112 stig til að vinna þá og þetta Þórslið hefur ekki burði til þess,“ svaraði Friðrik Ragnarsson. „Enginn vilji,“ sögðu þeir Kjartan Atli og Friðrik í kór um frákast sem Everage Lee Richardson náði þar sem hann þurfti að hlaupa 6-7 metra til að ná boltanum en samt sem áður var enginn Þórsari sjáanlegur. „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur,“ bætti Friðrik við. Klippa: Körfuboltakvöld: Fallfnykur af Þór Akureyri „Þessi frammistaða, þeir myndu ekki vinna 1. deildina. Þetta er það lélegt. Þegar það er enginn löngun og enginn vilji fyrir hendi þá er þetta bara falllið. Sorglegt, bara í byrjun desember,“ sagði Teitur Örlygsson að endingu. Þór Akureyri er á botni Subway-deildar karla í körfubolta með 0 stig að loknum 8 leikjum. Ljósglætan við enda ganganna er sú að næstu þrjú lið þar fyrir ofan - Vestri, ÍR og Breiðablik - eru öll með fjögur stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira