Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Snorri Másson skrifar 6. desember 2021 22:00 Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar - óvæntir bandamenn í þeirri ályktun að ríkisstjórnin hljóti að styðja frumvarp Samfylkingarinnar um gjaldtöku vegna nagladekkja. Bergþór lítur svo á vegna þess hve greiðvikin ríkisstjórnin hefur verið í borgarlínumálum, hljóti hún að fallast á þetta með borgarstjórninni. Jóhann Páll heldur að stjórnarliðar sjái bara strax hvað þetta er góð hugmynd. Vísir/Snorri Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. Borgaryfirvöld vilja helst að fólk noti bara gróf vetrardekk án nagla innanbæjar. Aðrir eru sannfærðir um að naglarnir séu það eina sem dugi, einkum þegar komið er upp úr Ártúnsbrekkunni. Fréttastofa leit við á dekkjaverkstæði, fór niður á þing, á skrifstofur borgarinnar og loks upp í Grafarvog í leit að svörum við máli sem flestir hafa skoðun á: Borgin hefur skilning á að þeir sem eigi ítrekað erindi út fyrir bæjarmörkin séu á nöglum, en vandinn er að of margir sem keyra bara innan borgarinnar eru samt á nöglum. Þingflokkur Samfylkingarinnar vill leyfa sveitarfélögum að taka allt að fjörutíu þúsunda króna gjald frá ökumönnum með nagladekk innanbæjar. „Þetta er risastórt lýðheilsu- og loftgæðamál. Við sjáum að nagladekk eru einhver stærsti orsakavaldur svifryks hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er eitthvað sem bitnar langverst á viðkvæmum hópum, eldra fólki, börnum, óléttum konum og fólki með lungnasjúkdóma. Þetta er eitthvað sem við teljum mjög mikilvægt og Reykjavíkurborg hefur lengi kallað eftir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, í samtali við fréttastofu. Gjaldtaka áhrifaríkt stjórntæki Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, starfandi samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, fagnar tillögum Samfylkingarmanna og telur að gjaldtaka sé áhrifaríkt stjórntæki í þessum efnum. Naglar eða ekki naglar? Ekki, segir borgin.Vísir/Sigurjón „Það eru fordæmi fyrir þessu til dæmis í Noregi þar sem reynslan af því að vera með svona gjaldtöku í Osló, Stafangri og Bergen sýnir að þannig má ná dögum þar sem svifryk fer yfir mörk verulega niður,“ segir Guðbjörg. Nýjar rannsóknir sýni ótvírætt að nagladekk séu helsti valdur svifryks. Þótt götuþrif spili inn í, þurfi að ráðast á rót vandans; sem sé naglana. Líklegt að stjórnarmeirihlutinn hoppi á vagninn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er ekki spenntur fyrir þessum hugmyndum. „Ég held að það sé nú býsna mikil forsjárhyggja í þessu frumvarpi. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir þessari heimild en ég held að það séu nú fæstir að nýta sér nagladekk sem ekki þurfi á þeim að halda. Þeir sem þurfa að koma frá meiri hálkusvæðum munu eflaust hafa efasemdir um þetta en miðað við hversu vel stjórnarmeirihlutinn tekur í borgarlínuhugmyndir Samfylkingarinnar í Reykjavík er svosem ekki útilokað að þeir hoppi á þennan vagn líka,“ segir Bergþór. Býður borgarstjóra kvöldvakt á ónegldum bíl Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem er í samræmi við stefnu borgarstjóra gert að keyra án nagla um efri byggðir Reykjavíkur hefur hótað að segja starfi sínu lausu. „Dagur B. Eggertsson ætlar að prófa sjálfur, held ég, að keyra á ónegldum. Ég býð hann velkominn upp í efri byggð og taka eina kvöldvakt á ónegldum bílum og fara hérna innst inn í Mosó og svo framvegis og taka eina góða kvöldvakt þegar brjálað veður er. Velkominn,“ segir Björg Loftsdóttir sjúkraliði hjá heimahjúkrun borgarinnar. Nagladekk Reykjavík Bílar Umferðaröryggi Umhverfismál Loftslagsmál Samfylkingin Alþingi Sveitarstjórnarmál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á Dag B. að mæta á eina vakt uppi í Mosó Hálka gerir Íslendingum lífið leitt. Jafnvel sjálfir söltunarbílar hins opinbera runnu til í glærahálku í morgun og sjúkraliði hjá Reykjavíkurborg hótar að leita sér að öðru starfi ef hún fær ekki að sinna heimahjúkrun á nagladekkjum. 6. desember 2021 12:05 Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01 „Nagladekk eru bara úrelt“ Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. 8. október 2021 11:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Borgaryfirvöld vilja helst að fólk noti bara gróf vetrardekk án nagla innanbæjar. Aðrir eru sannfærðir um að naglarnir séu það eina sem dugi, einkum þegar komið er upp úr Ártúnsbrekkunni. Fréttastofa leit við á dekkjaverkstæði, fór niður á þing, á skrifstofur borgarinnar og loks upp í Grafarvog í leit að svörum við máli sem flestir hafa skoðun á: Borgin hefur skilning á að þeir sem eigi ítrekað erindi út fyrir bæjarmörkin séu á nöglum, en vandinn er að of margir sem keyra bara innan borgarinnar eru samt á nöglum. Þingflokkur Samfylkingarinnar vill leyfa sveitarfélögum að taka allt að fjörutíu þúsunda króna gjald frá ökumönnum með nagladekk innanbæjar. „Þetta er risastórt lýðheilsu- og loftgæðamál. Við sjáum að nagladekk eru einhver stærsti orsakavaldur svifryks hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er eitthvað sem bitnar langverst á viðkvæmum hópum, eldra fólki, börnum, óléttum konum og fólki með lungnasjúkdóma. Þetta er eitthvað sem við teljum mjög mikilvægt og Reykjavíkurborg hefur lengi kallað eftir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, í samtali við fréttastofu. Gjaldtaka áhrifaríkt stjórntæki Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, starfandi samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, fagnar tillögum Samfylkingarmanna og telur að gjaldtaka sé áhrifaríkt stjórntæki í þessum efnum. Naglar eða ekki naglar? Ekki, segir borgin.Vísir/Sigurjón „Það eru fordæmi fyrir þessu til dæmis í Noregi þar sem reynslan af því að vera með svona gjaldtöku í Osló, Stafangri og Bergen sýnir að þannig má ná dögum þar sem svifryk fer yfir mörk verulega niður,“ segir Guðbjörg. Nýjar rannsóknir sýni ótvírætt að nagladekk séu helsti valdur svifryks. Þótt götuþrif spili inn í, þurfi að ráðast á rót vandans; sem sé naglana. Líklegt að stjórnarmeirihlutinn hoppi á vagninn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er ekki spenntur fyrir þessum hugmyndum. „Ég held að það sé nú býsna mikil forsjárhyggja í þessu frumvarpi. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir þessari heimild en ég held að það séu nú fæstir að nýta sér nagladekk sem ekki þurfi á þeim að halda. Þeir sem þurfa að koma frá meiri hálkusvæðum munu eflaust hafa efasemdir um þetta en miðað við hversu vel stjórnarmeirihlutinn tekur í borgarlínuhugmyndir Samfylkingarinnar í Reykjavík er svosem ekki útilokað að þeir hoppi á þennan vagn líka,“ segir Bergþór. Býður borgarstjóra kvöldvakt á ónegldum bíl Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem er í samræmi við stefnu borgarstjóra gert að keyra án nagla um efri byggðir Reykjavíkur hefur hótað að segja starfi sínu lausu. „Dagur B. Eggertsson ætlar að prófa sjálfur, held ég, að keyra á ónegldum. Ég býð hann velkominn upp í efri byggð og taka eina kvöldvakt á ónegldum bílum og fara hérna innst inn í Mosó og svo framvegis og taka eina góða kvöldvakt þegar brjálað veður er. Velkominn,“ segir Björg Loftsdóttir sjúkraliði hjá heimahjúkrun borgarinnar.
Nagladekk Reykjavík Bílar Umferðaröryggi Umhverfismál Loftslagsmál Samfylkingin Alþingi Sveitarstjórnarmál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á Dag B. að mæta á eina vakt uppi í Mosó Hálka gerir Íslendingum lífið leitt. Jafnvel sjálfir söltunarbílar hins opinbera runnu til í glærahálku í morgun og sjúkraliði hjá Reykjavíkurborg hótar að leita sér að öðru starfi ef hún fær ekki að sinna heimahjúkrun á nagladekkjum. 6. desember 2021 12:05 Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01 „Nagladekk eru bara úrelt“ Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. 8. október 2021 11:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Skorar á Dag B. að mæta á eina vakt uppi í Mosó Hálka gerir Íslendingum lífið leitt. Jafnvel sjálfir söltunarbílar hins opinbera runnu til í glærahálku í morgun og sjúkraliði hjá Reykjavíkurborg hótar að leita sér að öðru starfi ef hún fær ekki að sinna heimahjúkrun á nagladekkjum. 6. desember 2021 12:05
Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01
„Nagladekk eru bara úrelt“ Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. 8. október 2021 11:38