Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 74-79 | Gestirnir unnu í framlengdum leik Atli Arason skrifar 8. desember 2021 23:56 vísir/hulda margrét Sigursælasta lið sögunnar, Keflavík, tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var leikur áhlaupa og hörkuskemmtun sem fór fór alla leið í framlengingu, þar höfðu gestirnir á endanum betur, 74-79. Gestirnir frá Hlíðarenda byrjuðu betur en þær skoruðu fyrstu sjö stig leiksins áður en Keflvíkingar fóru í gang og gerðu næstu átta stig. Þetta var svolítið saga leiksins, áhlaup gegn áhlaupi því næsta áhlaup var Valskvenna sem gerðu sjö stig í röð og staðan orðinn 8-14, þegar fjórar mínútur lifðu eftir af leikhlutanum. Keflvíkingar náðu að laga stöðuna örlítið það sem eftir lifði af leikhlutanum en Valur vann fyrsta leikhluta, 16-20. Keflavík byrjaði af krafti í öðrum leikhluta en þær skora fyrstu sjö stig leikhlutans til að snúa leiknum sér í vil í stöðunni 23-20. Við tekur annað áhlaup frá Val en þær gera næstu átta stig, 23-28. Leikurinn var svo jafn það sem eftir lifði annars leikhluta, Keflvíkingar minnka muninn í tvö stig áður en Sara Líf gerir síðustu tvö stig leikhlutans fyrir Val sem endar 16-16 og hálfleikstölur því 32-36. Valskonur byrja þriðja leikhlutan á enn einu áhlaupinu, 0-7. Anna Ingunn svarar með þrist fyrir Keflavík áður en að gestirnir stækka forskot sitt enn meira sem varð mest í 12 stigum í leiknum, í stöðunni 35-47. Þá, eins og áður, tekur við áhlaup frá Keflvíkingum sem skora næstu tíu stig og minnka muninn í tvö stig. Valskonur voru betri á lokaspretti þriðja leikhluta en þær vinna þriðja fjórðunginn með einu stigi, 14-15, og því var fimm stiga munur fyrir loka leikhlutann, 46-51. Fjórði leikhluti var gífurlega spennandi en þá skiptust liðin nokkurn veginn á því að skora þangað til um miðbik leikhlutans, þegar Keflavík gerir fimm stig í röð og nær forustunni, 60-59. Keflvíkingar halda þessari forystu alveg undir lok leikhlutans, þegar Ameryst Alston gerir sniðskot til að jafna leikinn í 67-67. Keflavík fær tæpar 29 sekúndur til að sækja sigurinn en skot Kötlu klikkar, sem og skot Döllu eftir að hún nær frákastinu og því þurfti að framlengja. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og náðu mest að komast fjórum stigum yfir í stöðunni 72-68, sem var jafnframt mesta forysta sem Keflavík náði í öllum leiknum. Valur gerði þó næstu fimm stig til að ná aftur yfirhönd og Keflvíkingar fóru illa að ráði sínu á loka mínútunni þar sem þær klikkuðu á skotum sínum og sendu gestina ítrekað á vítalínuna í kjölfarið. Valur náði þá að byggja á forystu sína og unnu leikinn að lokum, 74-79. Af hverju vann Valur? Þetta hefði auðveldlega getað fallið öðru hvoru megin í kvöld. Keflavík fékk tækifæri til að sigra leikinn sem þær nýttu ekki. Það var lítið sem skildi liðin af á tölfræðiblaðinu en það sem sker helst út er að Valur tók 12 fráköstum meira en Keflavík, 43-55. Þrátt fyrir það tóku heimakonur fleiri skot en Valur, 77 á móti 73. Annars jafn leikur á flestum vígvöllum. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var frábær í liði Vals og hún var sennilega það sem skildi liðin af. Alston var með 33 stig, heilum 15 stigum meira en næst stigahæsti leikmaður vallarins, Hallveig Jónsdóttir. Alston tók þar að auki 18 fráköst ásamt því að gefa 3 stoðsendingar. 35 framlagspunktar hjá henni í kvöld, besti leikmaður vallarins. Ólöf Rún Óladóttir átti flotta innkomu af bekknum hjá Keflavík en hún var stigahæst í liðinu með 15 stig og hélt heimakonum inn í leiknum á köflum. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fara í heimsókn í Smárann til Breiðabliks á meðan Íslandsmeistararnir taka á móti bikarmeisturum Hauks á Hlíðarenda. Báðir leikir fara fram 15. desember. „Það þýðir ekkert að leggjast niður og fara að grenja“ Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var sár eftir tapið í kvöld en Keflvíkingar fengu tækifæri til að vinna leikinn sem þær nýttu ekki nógu vel. „Ég er ótrúlega svekktur með þetta,“ sagði Jón Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum í einhverri smá holu núna sem við þurfum að komast upp úr. Þetta snýst um að skora boltanum aðeins meira eða stoppa aðeins betur eða gefa betri sendingar eða hvað sem er. Þessi leikur var samt skref í rétta átt miðað við hörmungarnar á sunnudag [84-72 tap gegn Grindavík].“ „Liðin eru áþekk að getu, stundum skorar annað liðið 2-8 stig í röð. Svo komum við til baka og skorum eitthvað. Þetta er bara hluti af körfubolta og það vita allir. Svo snýst þetta um það þegar leikurinn er svona jafn að vera 'on top' á réttum tímapunkti og þær voru það í dag, ekki við.“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn Breiðablik sem hefur nýlega endurheimt bæði Kanann sinn og Isabellu Ósk. Þrátt fyrir það telur Jón Halldór þetta ekki vera verri tímapunktur til að mæta Breiðablik heldur vill hann spila aftur sem fyrst, sama gegn hverjum það er. „Þegar maður er búinn að tapa þremur leikjum í röð þá vil maður mæta einhverju liði sem fyrst, skiptir ekki máli hvort sem það er Breiðablik eða eitthvað annað lið. Við þurfum að gíra okkur í það. Mótið er langt og það þýðir ekkert að leggjast niður og fara að grenja. Þetta er svekkelsi í kvöld og við jöfnum okkur á morgun.“ „Við þurfum að halda áfram í því sem við erum að gera. Við erum með ákveðið verkefni í gangi og það gengur ekki vel akkúrat núna. Það er samt alltaf ljós í endanum á gögnunum og við sjáum ljósið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. „Við viljum vinna Hauka með Helenu“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigurinn í kvöld gegn Keflavík, eftir jafnan og framlengdan leik. „Það er geggjað að koma hingað og sækja tvö stig. Ég er gríðarlega stoltur af mínum stelpum í dag,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi eftir leik. Ólafur sagði að Valur hafi lagt mikið upp úr varnarleiknum sínum fyrir leikinn gegn Keflavík og það hafi verið stór partur af sigri Vals í kvöld. „Við töluðum mikið um að við yrðum að setja fókus á varnarleikinn hjá okkur. Það voru ákveðnir hlutir sem við ætluðum að framkvæma varnarlega og við gerðum það. Ég var að reyna að nýta leikhléin mín í að minna stelpurnar á það þegar við gerum mistök þá yrðum við samt að halda fókus, við gerðum það. Við gerðum þetta allt ótrúlega vel.“ Daniela Wallen, leikmaður Keflavíkur, er í topp fimm í deildinni þegar það kemur að fráköstum, stoðsendingum og stigum. Valur náði að halda Danielu í einungis 11 stigum, sem er það lægsta sem hún hefur gert á tímabilinu til þessa. „Það er bara geggjað,“ svaraði Ólafur, hálf hissa, aðspurður út í stigaskor Danielu. „En hvað, var hún með 40 fráköst? Það hlýtur að vera eitthvað svoleiðis,“ spurði hann á móti en Daniela tók alls 15 fráköst í kvöld. „Við vorum með ágætis plan á hana og það gekk upp. Hún er frábær en við settum líka fókus á Önnu Ingunni og allar þessar skyttur sem þær eru með. Þetta gekk í dag en við vitum að þetta er frábært lið sem hefur farið illa með okkur tvisvar þannig við ætluðum okkur að koma hingað og sækja sigur.“ Valur spilar næst á móti Haukum, sem gæti verið að endurheimta Helenu Sverrisdóttur, ef marka má ummæli hennar eftir tap Hauka gegn Fjölni í síðustu umferð. Þá sagði Helena að hún væri byrjuð að æfa aftur og gæti verið mætt á leikvöllinn í desember. Ólafur hræðist samt ekki neitt og honum langar helst að mæta Haukum með Helenu innanborðs. „Nei, við viljum vinna Hauka með Helenu. Ég vona innilega að Helena verði með. Ég veit að hún þolir ekki að vera meidd og ég vona fyrir hana að hún verði með. Ef við ætlum að vera besta liðið, þá þurfum við að vinna Hauka með Helenu með,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, að endingu. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Sigursælasta lið sögunnar, Keflavík, tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var leikur áhlaupa og hörkuskemmtun sem fór fór alla leið í framlengingu, þar höfðu gestirnir á endanum betur, 74-79. Gestirnir frá Hlíðarenda byrjuðu betur en þær skoruðu fyrstu sjö stig leiksins áður en Keflvíkingar fóru í gang og gerðu næstu átta stig. Þetta var svolítið saga leiksins, áhlaup gegn áhlaupi því næsta áhlaup var Valskvenna sem gerðu sjö stig í röð og staðan orðinn 8-14, þegar fjórar mínútur lifðu eftir af leikhlutanum. Keflvíkingar náðu að laga stöðuna örlítið það sem eftir lifði af leikhlutanum en Valur vann fyrsta leikhluta, 16-20. Keflavík byrjaði af krafti í öðrum leikhluta en þær skora fyrstu sjö stig leikhlutans til að snúa leiknum sér í vil í stöðunni 23-20. Við tekur annað áhlaup frá Val en þær gera næstu átta stig, 23-28. Leikurinn var svo jafn það sem eftir lifði annars leikhluta, Keflvíkingar minnka muninn í tvö stig áður en Sara Líf gerir síðustu tvö stig leikhlutans fyrir Val sem endar 16-16 og hálfleikstölur því 32-36. Valskonur byrja þriðja leikhlutan á enn einu áhlaupinu, 0-7. Anna Ingunn svarar með þrist fyrir Keflavík áður en að gestirnir stækka forskot sitt enn meira sem varð mest í 12 stigum í leiknum, í stöðunni 35-47. Þá, eins og áður, tekur við áhlaup frá Keflvíkingum sem skora næstu tíu stig og minnka muninn í tvö stig. Valskonur voru betri á lokaspretti þriðja leikhluta en þær vinna þriðja fjórðunginn með einu stigi, 14-15, og því var fimm stiga munur fyrir loka leikhlutann, 46-51. Fjórði leikhluti var gífurlega spennandi en þá skiptust liðin nokkurn veginn á því að skora þangað til um miðbik leikhlutans, þegar Keflavík gerir fimm stig í röð og nær forustunni, 60-59. Keflvíkingar halda þessari forystu alveg undir lok leikhlutans, þegar Ameryst Alston gerir sniðskot til að jafna leikinn í 67-67. Keflavík fær tæpar 29 sekúndur til að sækja sigurinn en skot Kötlu klikkar, sem og skot Döllu eftir að hún nær frákastinu og því þurfti að framlengja. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og náðu mest að komast fjórum stigum yfir í stöðunni 72-68, sem var jafnframt mesta forysta sem Keflavík náði í öllum leiknum. Valur gerði þó næstu fimm stig til að ná aftur yfirhönd og Keflvíkingar fóru illa að ráði sínu á loka mínútunni þar sem þær klikkuðu á skotum sínum og sendu gestina ítrekað á vítalínuna í kjölfarið. Valur náði þá að byggja á forystu sína og unnu leikinn að lokum, 74-79. Af hverju vann Valur? Þetta hefði auðveldlega getað fallið öðru hvoru megin í kvöld. Keflavík fékk tækifæri til að sigra leikinn sem þær nýttu ekki. Það var lítið sem skildi liðin af á tölfræðiblaðinu en það sem sker helst út er að Valur tók 12 fráköstum meira en Keflavík, 43-55. Þrátt fyrir það tóku heimakonur fleiri skot en Valur, 77 á móti 73. Annars jafn leikur á flestum vígvöllum. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var frábær í liði Vals og hún var sennilega það sem skildi liðin af. Alston var með 33 stig, heilum 15 stigum meira en næst stigahæsti leikmaður vallarins, Hallveig Jónsdóttir. Alston tók þar að auki 18 fráköst ásamt því að gefa 3 stoðsendingar. 35 framlagspunktar hjá henni í kvöld, besti leikmaður vallarins. Ólöf Rún Óladóttir átti flotta innkomu af bekknum hjá Keflavík en hún var stigahæst í liðinu með 15 stig og hélt heimakonum inn í leiknum á köflum. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fara í heimsókn í Smárann til Breiðabliks á meðan Íslandsmeistararnir taka á móti bikarmeisturum Hauks á Hlíðarenda. Báðir leikir fara fram 15. desember. „Það þýðir ekkert að leggjast niður og fara að grenja“ Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var sár eftir tapið í kvöld en Keflvíkingar fengu tækifæri til að vinna leikinn sem þær nýttu ekki nógu vel. „Ég er ótrúlega svekktur með þetta,“ sagði Jón Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum í einhverri smá holu núna sem við þurfum að komast upp úr. Þetta snýst um að skora boltanum aðeins meira eða stoppa aðeins betur eða gefa betri sendingar eða hvað sem er. Þessi leikur var samt skref í rétta átt miðað við hörmungarnar á sunnudag [84-72 tap gegn Grindavík].“ „Liðin eru áþekk að getu, stundum skorar annað liðið 2-8 stig í röð. Svo komum við til baka og skorum eitthvað. Þetta er bara hluti af körfubolta og það vita allir. Svo snýst þetta um það þegar leikurinn er svona jafn að vera 'on top' á réttum tímapunkti og þær voru það í dag, ekki við.“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn Breiðablik sem hefur nýlega endurheimt bæði Kanann sinn og Isabellu Ósk. Þrátt fyrir það telur Jón Halldór þetta ekki vera verri tímapunktur til að mæta Breiðablik heldur vill hann spila aftur sem fyrst, sama gegn hverjum það er. „Þegar maður er búinn að tapa þremur leikjum í röð þá vil maður mæta einhverju liði sem fyrst, skiptir ekki máli hvort sem það er Breiðablik eða eitthvað annað lið. Við þurfum að gíra okkur í það. Mótið er langt og það þýðir ekkert að leggjast niður og fara að grenja. Þetta er svekkelsi í kvöld og við jöfnum okkur á morgun.“ „Við þurfum að halda áfram í því sem við erum að gera. Við erum með ákveðið verkefni í gangi og það gengur ekki vel akkúrat núna. Það er samt alltaf ljós í endanum á gögnunum og við sjáum ljósið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. „Við viljum vinna Hauka með Helenu“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigurinn í kvöld gegn Keflavík, eftir jafnan og framlengdan leik. „Það er geggjað að koma hingað og sækja tvö stig. Ég er gríðarlega stoltur af mínum stelpum í dag,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi eftir leik. Ólafur sagði að Valur hafi lagt mikið upp úr varnarleiknum sínum fyrir leikinn gegn Keflavík og það hafi verið stór partur af sigri Vals í kvöld. „Við töluðum mikið um að við yrðum að setja fókus á varnarleikinn hjá okkur. Það voru ákveðnir hlutir sem við ætluðum að framkvæma varnarlega og við gerðum það. Ég var að reyna að nýta leikhléin mín í að minna stelpurnar á það þegar við gerum mistök þá yrðum við samt að halda fókus, við gerðum það. Við gerðum þetta allt ótrúlega vel.“ Daniela Wallen, leikmaður Keflavíkur, er í topp fimm í deildinni þegar það kemur að fráköstum, stoðsendingum og stigum. Valur náði að halda Danielu í einungis 11 stigum, sem er það lægsta sem hún hefur gert á tímabilinu til þessa. „Það er bara geggjað,“ svaraði Ólafur, hálf hissa, aðspurður út í stigaskor Danielu. „En hvað, var hún með 40 fráköst? Það hlýtur að vera eitthvað svoleiðis,“ spurði hann á móti en Daniela tók alls 15 fráköst í kvöld. „Við vorum með ágætis plan á hana og það gekk upp. Hún er frábær en við settum líka fókus á Önnu Ingunni og allar þessar skyttur sem þær eru með. Þetta gekk í dag en við vitum að þetta er frábært lið sem hefur farið illa með okkur tvisvar þannig við ætluðum okkur að koma hingað og sækja sigur.“ Valur spilar næst á móti Haukum, sem gæti verið að endurheimta Helenu Sverrisdóttur, ef marka má ummæli hennar eftir tap Hauka gegn Fjölni í síðustu umferð. Þá sagði Helena að hún væri byrjuð að æfa aftur og gæti verið mætt á leikvöllinn í desember. Ólafur hræðist samt ekki neitt og honum langar helst að mæta Haukum með Helenu innanborðs. „Nei, við viljum vinna Hauka með Helenu. Ég vona innilega að Helena verði með. Ég veit að hún þolir ekki að vera meidd og ég vona fyrir hana að hún verði með. Ef við ætlum að vera besta liðið, þá þurfum við að vinna Hauka með Helenu með,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, að endingu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti