Skelfilegur annar leikhlutir varð Elvari Má og félögum að falli í kvöld en eftir jafna byrjun leiksins tóku heimamenn öll völd og voru 49-32 yfir í hálfleik. Gestirnir fundu taktinn í síðari hálfleik og gerðu sitt besta til að saxa á forystu Kiyv-manna.
Því miður tókst þeim ekki að ógna forystu Kyiv að neinu viti og unnu heimamenn á endanum leikinn með átta stiga mun, lokatölur 90-82.
Elvar Már átti eins og áður sagði frábæran leik. Var hann stiga- og stoðsendingahæstur í liði sínu í kvöld. Raunar var hann stoðsendingahæstur á vellinum og næst stigahæstur allra. Elvar Már skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók fjögur fráköst.
Elvar heldur þar með uppteknum hætti en hann var á dögunum valinn besti leikmaður liðsins í nóvembermánuði.
Our @PortofAntwerp Player of the Month November: @ElvarFridriks pic.twitter.com/xQB7r31lvg
— TELENET GIANTS (@antwerpgiants) December 6, 2021
Þetta var fyrsti leikur í milliriðli Evrópubikarsins og Antwerp því án stiga sem stendur.