Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2021 21:01 Birgir Örn Guðjónsson hefur áhyggjur af fjölda ofbeldisbrota hjá ungum krökkum. Vísir/Arnar Halldórsson Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. Töluvert hefur borið á fréttum af árásum ungmenna að undanförnu. Má þar til að mynda nefna hóp barna í Garðabæ sem safnaðist saman við heimili samnemenda síns í síðasta mánuði og hótuðu honum ofbeldi. Þá var ráðist á tvo sextán ára drengi á Álftanesi á föstudag og gróf árás var við Kringluna á laugardag þegar hópur ungmenna veitti pilt undir átján ára aldri höfuðhögg. Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri og samfélagslögregla, segist að árásirnar séu oftast gerðar í þeim tilgangi að fá læk á samfélagsmiðlum. „Það er ekkert hægt að neita því að það virðist vera ákveðinn stígandi, fjölgun í þessum brotum, sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Birgir. „Þetta er farin að verða ákveðin sýning. Það eru aðilar og jafnvel hópar sem vilja taka þetta upp og sýna á samfélagsmiðlum, og það er þessi heimur sem krakkar eru rosalega mikið með í sínum lófa inni í herbergi og foreldrar vita ekkert hvaða heimur þetta er,“ segir hann. Í þessum heimi skapi krakkarnir sér nafn sem hættulegir einstaklingar og búi sér til heim sem sé fullur af ótta og hótunum. Með barefli og hnífa á sér Birgir segir að borið hafi á því að unglingar beri á sér vopn á borð við hnífa. „Eitthvað sem er gert í ákveðnu hugsanaleysi. Ég hef rætt við mjög mikið af unglingum og yfirleitt vita þeir ekkert af hverju þeir eru með þetta á sér. Þeir segja bara að þeir séu að verja sig – en þegar ég spyr hvað þeir ætli að gera ef þeir reiðist, hvort þeir ætli í alvöru að taka upp hnífinn og stinga aðra og lifa með því restina af lífinu, þá nær hugsunin bara ekki þangað. Þetta er bara einhver viðtekin venja að ákveðinn hópur er tilbúinn til að bera á sér hníf eða barefli og mæta þannig í slagsmál.“ Sjálfur hefur Birgir starfað með barnaverndarnefndum í tengslum við mál af þessum toga auk þess sem hann sinnir forvarnarstarfi í skólum. Hann segir mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín. „Samtalið er það sem ég held að skipti öllu máli. Þessi heimur þarna er kominn til að vera og það skiptir máli að eiga eðlilegt samtal,“ segir hann. „Skilaboðin til unglinganna eru að mæta ekki á staðinn þar sem búið er að ákveða slagsmál. Að taka ekki þátt í þessu. Ekki að taka þetta upp og ekki dreifa þessu. Vera ekki partur af þessum heimi og hjálpa okkur frekar, bara sem samfélag.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07 Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22 Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Töluvert hefur borið á fréttum af árásum ungmenna að undanförnu. Má þar til að mynda nefna hóp barna í Garðabæ sem safnaðist saman við heimili samnemenda síns í síðasta mánuði og hótuðu honum ofbeldi. Þá var ráðist á tvo sextán ára drengi á Álftanesi á föstudag og gróf árás var við Kringluna á laugardag þegar hópur ungmenna veitti pilt undir átján ára aldri höfuðhögg. Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri og samfélagslögregla, segist að árásirnar séu oftast gerðar í þeim tilgangi að fá læk á samfélagsmiðlum. „Það er ekkert hægt að neita því að það virðist vera ákveðinn stígandi, fjölgun í þessum brotum, sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Birgir. „Þetta er farin að verða ákveðin sýning. Það eru aðilar og jafnvel hópar sem vilja taka þetta upp og sýna á samfélagsmiðlum, og það er þessi heimur sem krakkar eru rosalega mikið með í sínum lófa inni í herbergi og foreldrar vita ekkert hvaða heimur þetta er,“ segir hann. Í þessum heimi skapi krakkarnir sér nafn sem hættulegir einstaklingar og búi sér til heim sem sé fullur af ótta og hótunum. Með barefli og hnífa á sér Birgir segir að borið hafi á því að unglingar beri á sér vopn á borð við hnífa. „Eitthvað sem er gert í ákveðnu hugsanaleysi. Ég hef rætt við mjög mikið af unglingum og yfirleitt vita þeir ekkert af hverju þeir eru með þetta á sér. Þeir segja bara að þeir séu að verja sig – en þegar ég spyr hvað þeir ætli að gera ef þeir reiðist, hvort þeir ætli í alvöru að taka upp hnífinn og stinga aðra og lifa með því restina af lífinu, þá nær hugsunin bara ekki þangað. Þetta er bara einhver viðtekin venja að ákveðinn hópur er tilbúinn til að bera á sér hníf eða barefli og mæta þannig í slagsmál.“ Sjálfur hefur Birgir starfað með barnaverndarnefndum í tengslum við mál af þessum toga auk þess sem hann sinnir forvarnarstarfi í skólum. Hann segir mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín. „Samtalið er það sem ég held að skipti öllu máli. Þessi heimur þarna er kominn til að vera og það skiptir máli að eiga eðlilegt samtal,“ segir hann. „Skilaboðin til unglinganna eru að mæta ekki á staðinn þar sem búið er að ákveða slagsmál. Að taka ekki þátt í þessu. Ekki að taka þetta upp og ekki dreifa þessu. Vera ekki partur af þessum heimi og hjálpa okkur frekar, bara sem samfélag.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07 Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22 Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07
Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22
Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01