Jogginggallinn jólagjöf ársins Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 15:31 Jogginggallinn er mættur aftur. Getty/Pedro Arquero Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. Hið vinsæla loftsteikingartæki hlaut ekki náð fyrir augum rýnihópsins sem valdi gjöfina út frá upplýsingum frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur. „Greinilegt er að ástandið sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan,“ segir í rökstuðningi RSV sem valdi síðast jólagjöf með þessum hætti árið 2015. „Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega.“ Stjörnur á borð við Billie Eilish eru óhræddar við að grípa í jogginggallann.Getty/WireImage/Rodin Eckenroth Heimafatnaður sem sé orðinn að tískuvöru Notalegur fatnaður er það sem bar oftast á góma í umræðum rýnihópsins og rímar það við jólagjafaóskir neytenda, samkvæmt netkönnun Prósents. Þar sögðust flestir óska eftir því að fá fatnað eða fylgihluti í jólagjöf, eða 17% svarenda. Næst á eftir komu bækur með 16%, „ýmislegt“ með 11% og gjafabréf og upplifun með 9%. „Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.“ Fatnaðurinn er sagður vinsæll meðal neytenda og falla einstaklega vel að tíðarandanum, sé bæði heimagalli og tískuvara, auk þess að vera fyrir alla aldurshópa og öll kyn. „Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims,“ segir í rökstuðningi RSV. AirFryer kom einnig til greina Loftsteikingartæki eða AirFryer var einnig nefndur til sögunnar í vali rýnihópsins en tækið virðist vera með vinsælustu raftækjunum í ár. Benda upplýsingar frá verslunum til þess að minnsta kosti 1.600 eintök hafi selst hér á landi í nóvember og sé þar með ein mest selda sérvara mánaðarins. „Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.“ Fyrri jólagjafir RSV 2006 Ávaxta- og grænmetispressa 2007 GPS staðsetningatæki 2008 Íslensk hönnun 2009 Jákvæð upplifun 2010 Íslensk lopapeysa 2011 Spjaldtölva 2012 Íslensk tónlist 2013 Lífstílsbók 2014 Nytjalist 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól Jól Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hið vinsæla loftsteikingartæki hlaut ekki náð fyrir augum rýnihópsins sem valdi gjöfina út frá upplýsingum frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur. „Greinilegt er að ástandið sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan,“ segir í rökstuðningi RSV sem valdi síðast jólagjöf með þessum hætti árið 2015. „Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega.“ Stjörnur á borð við Billie Eilish eru óhræddar við að grípa í jogginggallann.Getty/WireImage/Rodin Eckenroth Heimafatnaður sem sé orðinn að tískuvöru Notalegur fatnaður er það sem bar oftast á góma í umræðum rýnihópsins og rímar það við jólagjafaóskir neytenda, samkvæmt netkönnun Prósents. Þar sögðust flestir óska eftir því að fá fatnað eða fylgihluti í jólagjöf, eða 17% svarenda. Næst á eftir komu bækur með 16%, „ýmislegt“ með 11% og gjafabréf og upplifun með 9%. „Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.“ Fatnaðurinn er sagður vinsæll meðal neytenda og falla einstaklega vel að tíðarandanum, sé bæði heimagalli og tískuvara, auk þess að vera fyrir alla aldurshópa og öll kyn. „Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims,“ segir í rökstuðningi RSV. AirFryer kom einnig til greina Loftsteikingartæki eða AirFryer var einnig nefndur til sögunnar í vali rýnihópsins en tækið virðist vera með vinsælustu raftækjunum í ár. Benda upplýsingar frá verslunum til þess að minnsta kosti 1.600 eintök hafi selst hér á landi í nóvember og sé þar með ein mest selda sérvara mánaðarins. „Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.“ Fyrri jólagjafir RSV 2006 Ávaxta- og grænmetispressa 2007 GPS staðsetningatæki 2008 Íslensk hönnun 2009 Jákvæð upplifun 2010 Íslensk lopapeysa 2011 Spjaldtölva 2012 Íslensk tónlist 2013 Lífstílsbók 2014 Nytjalist 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól
Jól Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira