Skorar á Sjálfstæðismenn að styðja frekar almennt prófkjör Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. desember 2021 13:16 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir óráðlegt að flokkurinn fari inn í annað kjörtímabil þar sem borgarfulltrúar hafa ekki sótt umboð til flokksmanna. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði til á fundi sínum í gær að notast yrði við sama fyrirkomulag í kosningunum í vor og var gert árið 2018, þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá var skipuð kjörnefnd til að raða í önnur sæti listans. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tillöguna og segist frekar hlynnt almennu prófkjöri. „Mér finnst kannski ekki sérstaklega sterkt ef við ætlum að fara inn í annað kjörtímabil og vera átta ár borgarfulltrúar sem hafa ekki sótt umboð til flokksmanna,“ segir Hildur. Hún segist undrandi yfir niðurstöðu Varðar og segist skynja það hjá flokksmönnum að þau vilji frekar almennt prófkjör. „Við erum lýðræðislegur flokkur og við höfum farið lýðræðislegar leiðir til að velja fólk á okkar lista og þannig tel ég rétt að við höfum það áfram,“ segir Hildur. „Þetta var einhver tilraun síðast, gott og vel, en ég held að það sé ekki gott að við förum í þetta aftur.“ Hún bendir á að fulltrúaráð eigi eftir að samþykkja tillöguna. „Það verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður en ég skora á Sjálfstæðismenn að styðja mun fremur almennt prófkjör og boða bara til öflugs prófkjörs í febrúar og nota það sem slagkraft inn í öfluga kosningabaráttu,“ segir Hildur. Ekki frambjóðendur sem stjórna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þó á öðru máli en Hildur. Hann segir að Vörður ráði leikreglunum í prófkjörinu og þannig eigi það að vera. „Hér er þessi aðferð rökstudd með því að það séu skýrar línur og ég horfi bara á það að grasrótin er með þessa tillögu og hún í rauninni á að ráða hvernig stillt er upp á lista en ekki frambjóðendur,“ segir Eyþór. Hann segist þó skilja að skiptar skoðanir séu á fyrirkomulaginu en bendir á að um prófkjör sé að ræða engu að síður. „Þannig ég held að það sé jákvætt að flokksmenn fái að velja. Þarna er farin sú leið að velja um efsta sætið og það er gott að fólk fái þá möguleika að kjósa um það, það er jákvætt. En það eru alltaf skiptar skoðanir um allt í pólitík,“ segir Eyþór. „Það er eðlilegt að þeir sem ákveða hvernig reglurnar eru ákveði það en frambjóðendur fari síðan bara eftir því.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði til á fundi sínum í gær að notast yrði við sama fyrirkomulag í kosningunum í vor og var gert árið 2018, þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá var skipuð kjörnefnd til að raða í önnur sæti listans. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tillöguna og segist frekar hlynnt almennu prófkjöri. „Mér finnst kannski ekki sérstaklega sterkt ef við ætlum að fara inn í annað kjörtímabil og vera átta ár borgarfulltrúar sem hafa ekki sótt umboð til flokksmanna,“ segir Hildur. Hún segist undrandi yfir niðurstöðu Varðar og segist skynja það hjá flokksmönnum að þau vilji frekar almennt prófkjör. „Við erum lýðræðislegur flokkur og við höfum farið lýðræðislegar leiðir til að velja fólk á okkar lista og þannig tel ég rétt að við höfum það áfram,“ segir Hildur. „Þetta var einhver tilraun síðast, gott og vel, en ég held að það sé ekki gott að við förum í þetta aftur.“ Hún bendir á að fulltrúaráð eigi eftir að samþykkja tillöguna. „Það verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður en ég skora á Sjálfstæðismenn að styðja mun fremur almennt prófkjör og boða bara til öflugs prófkjörs í febrúar og nota það sem slagkraft inn í öfluga kosningabaráttu,“ segir Hildur. Ekki frambjóðendur sem stjórna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þó á öðru máli en Hildur. Hann segir að Vörður ráði leikreglunum í prófkjörinu og þannig eigi það að vera. „Hér er þessi aðferð rökstudd með því að það séu skýrar línur og ég horfi bara á það að grasrótin er með þessa tillögu og hún í rauninni á að ráða hvernig stillt er upp á lista en ekki frambjóðendur,“ segir Eyþór. Hann segist þó skilja að skiptar skoðanir séu á fyrirkomulaginu en bendir á að um prófkjör sé að ræða engu að síður. „Þannig ég held að það sé jákvætt að flokksmenn fái að velja. Þarna er farin sú leið að velja um efsta sætið og það er gott að fólk fái þá möguleika að kjósa um það, það er jákvætt. En það eru alltaf skiptar skoðanir um allt í pólitík,“ segir Eyþór. „Það er eðlilegt að þeir sem ákveða hvernig reglurnar eru ákveði það en frambjóðendur fari síðan bara eftir því.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Sjá meira
Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00
„Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56
Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00