Innlent

Þriggja bíla árekstur við Sprengisand

Samúel Karl Ólason skrifar
268513310_10158117488951932_3643320175633952211_n
Vísir

Þriggja bíla árekstur varð í mikilli umferð við Sprengisand undir kvöld. Lögreglan segir að tveir bílar hafi verið dregnir af vettvangi.

Lögreglan sagði frá slysinu á Twitter skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld og hvatti vegfarendur til að fara varlega.

Sagt var frá því klukkan rúmlega sex að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda við verslun.

Lögregluþjónar tóku eiennig eftir rásandi bíl í akstri í kvöld og könnuðu þeir ástand ökumanns hans. Sá mun hafa angað af áfengi og átt erfitt með að tjá sig. Þar að auki var hann töluvert ölvaður og hafði einnig aldrei fengið ökuréttindi.

Þá lenti annar ökumaður í slysi í austurborginni en hann er grunaður um ölvun við akstur.

Lögreglan sagði einnig frá því á Twitter að óskað hefði verið eftir aðstoð lögregluþjóna vegna sundlaugargests sem hafi líklegast verið ölvaður. Honum hafði verið vísað upp úr sundlauginni og var ekki ánægður með það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×