Sindri Sindrason og Jóhannes Ásbjörnsson voru gestir Evu í Blindum jólabakstri á Stöð 2 í gær.
Baksturinn gekk nokkuð vel hjá gestunum sem viðurkenndu það í upphafi þáttarins að þeir kunna akkúrat ekkert að baka. Sindri er til að mynda með ofnæmi fyrir smjöri, hveiti og vanilludropum sem þurfti einmitt að nota í verkefnið.
Að þessu sinni átti að baka fallega þriggja laga jólaköku skreytta með fallegum jólatrjám.
Það kom fljótlega í ljós að Sindri yrði í smá vandræðum í þessu verkefni og byrjaði fyrsta skrefið erfiðlega hjá honum eins og sjá má hér að neðan.