Að alast upp í heimsfaraldri Valgerður Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2021 08:31 Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun