Vísir greindi frá því í gærkvöldi að skjálfti að stærðinni 3,3 hefði orðið kl. 23.22. Fannst hann vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. Virknin jókst svo enn meira um klukkan 00.30 og tveimur tímum síðar höfðu um 900 skjálftar mælst á svæðinu.
Frá því klukkan 22 í gærkvöldi hafa tíu skjálftar yfir 3 á stærð mælst skammt frá Fagradalsfjalli, sá stærsti 4,2 og tveir 3,8 að stærð.