Kæra ríkisstjórn! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. desember 2021 08:30 Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar