Lyfjaefni Ísteka gagnast m.a. við vernd villtra dýra Arnþór Guðlaugsson skrifar 29. desember 2021 11:30 Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka. Hér verður fjallað um tilgang þess að lyfjaefni eru búin til úr blóðvökva fylfullra hryssa, jákvæð áhrif þess á kolefnisspor landbúnaðar, aukna dýravelferð og dýravernd sem rétt notkun lyfjaefnisins hefur í för með sér. Vernd villtra dýra Ýmiskonar lyfjaefni eru framleidd úr blóðvökva hrossa. Þeirra á meðal eru mikilvæg efni til meðhöndlunar á stífkrampa og eitrunum af völdum dýrabits, s.s. snáka og kóngulóa. Lyfjaefnið sem Ísteka býr til úr blóðvökva fylfullra hryssa kallast eCG og er notað til að stilla gangmál og auka frjósemi spendýra; ekki aðeins svína eins og sumir halda, heldur einnig í sauðfjár- og nautgriparækt. Auk notkunar í landbúnaði reynist lyfið einnig vel í ræktunar- og verndarstarfi vegna annarra dýrategunda, svo sem dýra á válista eða í útrýmingarhættu. Þannig hefur eCG t.d. verið gefið nashyrningum, tígrisdýrum, blettatígrum, pardusköttum, steingeitum, villisvínum, apaköttum og ýmsum tegundum antilópa og dádýra. Ekkert annað lyf sem til er á markaði hefur sömu breiðu og langverkandi virkni og eCG. Jákvæð áhrif á kolefnisspor, minnkun sýklalyfjanotkunar og aukið samkeppnisvægi minni búa Notkun lyfjaefnisins eCG hefur jákvæð áhrif á kolefnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar gelddýra á sama afurðamagn. Ef eCG væri ekki notað þyrfti fleiri dýr, meira fóður og fleiri aðföng, stærri hús og meiri innviði. Notkun lyfsins skilar sér því í minna kolefnisspori en ef það væri ekki notað. Í svínaeldi hjálpar eCG bændum að viðhalda uppeldishópum í réttri stærð og með ákjósanlegri aldursdreifingu. Það gefur kost á meira hreinlæti og þar með betri heilsu grísa á búinu sem aftur dregur úr þörf fyrir sýklalyf og hættu á að sjúkdómar komi upp sem dreifst geta frá búunum. Þeirra á meðal eru salmonella og svínaflensa. Nákvæmt utanumhald uppeldishópa skilar sér í aukinni dýravelferð s.s. vegna betri yfirsýnar starfsmanna og lengra mjólkurtímabils. Hið síðarnefnda leiðir til heilbrigðari grísa sem vegnar betur í áframeldi. eCG er sérstaklega mikilvægt litlum og meðalstórum svínabúum sem eru í harðri samkeppni við hin stærri án þess að búa við sömu stærðarhagkvæmni. Svipaða sögu um ávinning af notkun eCG má segja um sauðamjólkurframleiðslu sem stunduð er víða í Evrópu. Sá búskapur er að miklu leyti háður notkun eCG því skortur á því myndi leiða til óhagkvæmni, minni framleiðslu og skorti á ýmsum vinsælum ostum. Vel haldnar hryssur á Íslandi stuðla þannig að betri heilsu og líðan margfalt fleiri húsdýra víða um heim. Stór og heilbrigður hrossastofn Í öðrum vestrænum löndum þekkist ekki sú hefð sem ríkir hjá íslenskum hrossabændum að halda stórt stóð á víðáttumiklum landsvæðum. Hrossin eru notuð til að halda landinu í rækt og framleiða kjöt. Heilbrigði íslensku hrossanna er líka með eindæmum gott og margir skæðir hrossasjúkdómar sem herja á meginlandi Evrópu og víðar þekkjast ekki á Íslandi. Lög og reglugerðir um dýravelferð eru einnig á háu stigi hér og langt umfram það sem tíðkast á svæðum með sambærilega hefð í hrossahaldi, s.s. í S-Ameríku, Kína, Kasakstan og víðar. Öll þessi atriði eru lykilástæða þess að blóðsöfnun úr hryssum og framleiðsla lyfjaefnisins eCG er framkvæmd á Íslandi. Velferð íslensku hryssanna Heilbrigði, aðbúnaður og atlæti íslenskra blóðgjafarhryssa er gott, jafnvel betra en annarra hryssa, sem ekki eru nýttar til blóðgjafar. Það stafar m.a. af því ríka eftirliti sem haft er með þeim árið um kring. Raunar má fullyrða að velferð hryssanna sem búa við frelsi í haga árið um kring sé meiri en margra annarra húsdýra sem sjá okkur fyrir ýmsum daglegum nauðþurftum. Hraustar og vel haldnar hryssur Blóðgjöf hryssu tekur um 10 mínútur í hvert sinn og er heildartími blóðgjafanna að meðaltali um ein klukkustund á ári. Hryssurnar hafast við á rúmgóðu og grösugu landi í samfélagi við önnur hross og í samræmi við náttúrulegt atferli sitt. Þær búa við frelsi allan ársins hring og fá ávallt nægt og gott hey og vatn á vetrum til að tryggja velferð dýranna. Hrossabúskapur hentar vel með öðrum landbúnaði. Þau nýta haga sem henta öðrum húsdýrum verr því æskilegt fóður fyrir hross er grófara og kraftminna en þarf fyrir sauðfé og kýr. Styrkir afkomu bænda Bændur hafa töluverðar tekjur af því að halda hryssur til blóðgjafar og kjötframleiðslu og geta tekjurnar verið nokkuð stór hluti í heild af rekstri búsins. Missir þeirra getur skipt sköpum um hvort bregða þurfi búi með tilheyrandi fólksfækkun og fjölgun eyðibýla í brothættum byggðum landsins. Framleiðsla Ísteka er mikilvæg fyrir fjölbreyttan landbúnað víða um lönd, hún veitir bændum viðbótartekjur sem geta gert gæfumuninn í starfsemi þeirra og þegar rétt er að staðið, eins og ber að gera, lifa hryssurnar betra lífi en flest þau dýr sem við mennirnir nýtum afurðirnar af. Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Arnþór Guðlaugsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka. Hér verður fjallað um tilgang þess að lyfjaefni eru búin til úr blóðvökva fylfullra hryssa, jákvæð áhrif þess á kolefnisspor landbúnaðar, aukna dýravelferð og dýravernd sem rétt notkun lyfjaefnisins hefur í för með sér. Vernd villtra dýra Ýmiskonar lyfjaefni eru framleidd úr blóðvökva hrossa. Þeirra á meðal eru mikilvæg efni til meðhöndlunar á stífkrampa og eitrunum af völdum dýrabits, s.s. snáka og kóngulóa. Lyfjaefnið sem Ísteka býr til úr blóðvökva fylfullra hryssa kallast eCG og er notað til að stilla gangmál og auka frjósemi spendýra; ekki aðeins svína eins og sumir halda, heldur einnig í sauðfjár- og nautgriparækt. Auk notkunar í landbúnaði reynist lyfið einnig vel í ræktunar- og verndarstarfi vegna annarra dýrategunda, svo sem dýra á válista eða í útrýmingarhættu. Þannig hefur eCG t.d. verið gefið nashyrningum, tígrisdýrum, blettatígrum, pardusköttum, steingeitum, villisvínum, apaköttum og ýmsum tegundum antilópa og dádýra. Ekkert annað lyf sem til er á markaði hefur sömu breiðu og langverkandi virkni og eCG. Jákvæð áhrif á kolefnisspor, minnkun sýklalyfjanotkunar og aukið samkeppnisvægi minni búa Notkun lyfjaefnisins eCG hefur jákvæð áhrif á kolefnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar gelddýra á sama afurðamagn. Ef eCG væri ekki notað þyrfti fleiri dýr, meira fóður og fleiri aðföng, stærri hús og meiri innviði. Notkun lyfsins skilar sér því í minna kolefnisspori en ef það væri ekki notað. Í svínaeldi hjálpar eCG bændum að viðhalda uppeldishópum í réttri stærð og með ákjósanlegri aldursdreifingu. Það gefur kost á meira hreinlæti og þar með betri heilsu grísa á búinu sem aftur dregur úr þörf fyrir sýklalyf og hættu á að sjúkdómar komi upp sem dreifst geta frá búunum. Þeirra á meðal eru salmonella og svínaflensa. Nákvæmt utanumhald uppeldishópa skilar sér í aukinni dýravelferð s.s. vegna betri yfirsýnar starfsmanna og lengra mjólkurtímabils. Hið síðarnefnda leiðir til heilbrigðari grísa sem vegnar betur í áframeldi. eCG er sérstaklega mikilvægt litlum og meðalstórum svínabúum sem eru í harðri samkeppni við hin stærri án þess að búa við sömu stærðarhagkvæmni. Svipaða sögu um ávinning af notkun eCG má segja um sauðamjólkurframleiðslu sem stunduð er víða í Evrópu. Sá búskapur er að miklu leyti háður notkun eCG því skortur á því myndi leiða til óhagkvæmni, minni framleiðslu og skorti á ýmsum vinsælum ostum. Vel haldnar hryssur á Íslandi stuðla þannig að betri heilsu og líðan margfalt fleiri húsdýra víða um heim. Stór og heilbrigður hrossastofn Í öðrum vestrænum löndum þekkist ekki sú hefð sem ríkir hjá íslenskum hrossabændum að halda stórt stóð á víðáttumiklum landsvæðum. Hrossin eru notuð til að halda landinu í rækt og framleiða kjöt. Heilbrigði íslensku hrossanna er líka með eindæmum gott og margir skæðir hrossasjúkdómar sem herja á meginlandi Evrópu og víðar þekkjast ekki á Íslandi. Lög og reglugerðir um dýravelferð eru einnig á háu stigi hér og langt umfram það sem tíðkast á svæðum með sambærilega hefð í hrossahaldi, s.s. í S-Ameríku, Kína, Kasakstan og víðar. Öll þessi atriði eru lykilástæða þess að blóðsöfnun úr hryssum og framleiðsla lyfjaefnisins eCG er framkvæmd á Íslandi. Velferð íslensku hryssanna Heilbrigði, aðbúnaður og atlæti íslenskra blóðgjafarhryssa er gott, jafnvel betra en annarra hryssa, sem ekki eru nýttar til blóðgjafar. Það stafar m.a. af því ríka eftirliti sem haft er með þeim árið um kring. Raunar má fullyrða að velferð hryssanna sem búa við frelsi í haga árið um kring sé meiri en margra annarra húsdýra sem sjá okkur fyrir ýmsum daglegum nauðþurftum. Hraustar og vel haldnar hryssur Blóðgjöf hryssu tekur um 10 mínútur í hvert sinn og er heildartími blóðgjafanna að meðaltali um ein klukkustund á ári. Hryssurnar hafast við á rúmgóðu og grösugu landi í samfélagi við önnur hross og í samræmi við náttúrulegt atferli sitt. Þær búa við frelsi allan ársins hring og fá ávallt nægt og gott hey og vatn á vetrum til að tryggja velferð dýranna. Hrossabúskapur hentar vel með öðrum landbúnaði. Þau nýta haga sem henta öðrum húsdýrum verr því æskilegt fóður fyrir hross er grófara og kraftminna en þarf fyrir sauðfé og kýr. Styrkir afkomu bænda Bændur hafa töluverðar tekjur af því að halda hryssur til blóðgjafar og kjötframleiðslu og geta tekjurnar verið nokkuð stór hluti í heild af rekstri búsins. Missir þeirra getur skipt sköpum um hvort bregða þurfi búi með tilheyrandi fólksfækkun og fjölgun eyðibýla í brothættum byggðum landsins. Framleiðsla Ísteka er mikilvæg fyrir fjölbreyttan landbúnað víða um lönd, hún veitir bændum viðbótartekjur sem geta gert gæfumuninn í starfsemi þeirra og þegar rétt er að staðið, eins og ber að gera, lifa hryssurnar betra lífi en flest þau dýr sem við mennirnir nýtum afurðirnar af. Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun