Heilsugæslan bregst við ábendingum umboðsmanns um sýnatöku á börnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 19:12 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur brugðist við ábendingum sem bárust frá umboðsmanni barna vegna framkvæmdar PCR-sýnatöku á börnum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna sendi forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf fyrir helgi þar sem fram kemur að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Kvartað er undan því að ung börn þurfi oft að bíða í mjög löngum biðröðum eftir sýnatöku. Þá segir að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum þeirra. Auk þess sem þeir starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi ekki fengið þjálfun í samskiptum við börn. Forstjóri heilsugæslunnar segir að verið sé að vinna í því að bregðast við þessum ábendingum. „Í sambandi við það að hafa fagaðila þá höfum við alltaf okkar reyndasta fólk til þess að taka sýni úr börnum. Svo erum við með aðstöðu þar sem hægt er að fara með börn og taka sýni úr þeim þannig að þau þurfi ekki að vera innan um aðra, sá möguleiki er fyrir hendi og það er hægt að nýta hann betur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur til þess að tryggja að börn standi ekki lengi í biðröð. „Það er sérstaklega gert núna að við erum með einn til tvo aðila sem eru utan húss þegar það er biðröð og þá sækjum við börnin og bjóðum þeim að koma fyrir framan. Sérstaklega yngri börnin. En við erum fyrst að vinna í því að það verði ekki biðröð eins og sést hérna núna núna. Það er með breyttu skipulagi innan húss þá eru biðraðirnar mjög litlar þrátt fyrir að mörg sýni séu tekin.“ Þannig að á næstu dögum má maður sjá minni raðir? „Já það er algjörlega okkar markmið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna sendi forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf fyrir helgi þar sem fram kemur að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Kvartað er undan því að ung börn þurfi oft að bíða í mjög löngum biðröðum eftir sýnatöku. Þá segir að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum þeirra. Auk þess sem þeir starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi ekki fengið þjálfun í samskiptum við börn. Forstjóri heilsugæslunnar segir að verið sé að vinna í því að bregðast við þessum ábendingum. „Í sambandi við það að hafa fagaðila þá höfum við alltaf okkar reyndasta fólk til þess að taka sýni úr börnum. Svo erum við með aðstöðu þar sem hægt er að fara með börn og taka sýni úr þeim þannig að þau þurfi ekki að vera innan um aðra, sá möguleiki er fyrir hendi og það er hægt að nýta hann betur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur til þess að tryggja að börn standi ekki lengi í biðröð. „Það er sérstaklega gert núna að við erum með einn til tvo aðila sem eru utan húss þegar það er biðröð og þá sækjum við börnin og bjóðum þeim að koma fyrir framan. Sérstaklega yngri börnin. En við erum fyrst að vinna í því að það verði ekki biðröð eins og sést hérna núna núna. Það er með breyttu skipulagi innan húss þá eru biðraðirnar mjög litlar þrátt fyrir að mörg sýni séu tekin.“ Þannig að á næstu dögum má maður sjá minni raðir? „Já það er algjörlega okkar markmið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira