Metár hjá Súesskurðinum þrátt fyrir strand Ever Given Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2022 07:43 Flutningaskipið Ever Given strandaði í skurðinum í mars á síðasta ári. EPA Tekjur egypska ríkisins af Súesskurðinum á síðasta ári hafa aldrei verið meiri, þrátt fyrir að flutningaskipið Ever Given hafi stíflað skurðinn í um viku síðasta vor. Tekjurnar á síðasta ári námu alls 6,3 milljörðum dala, um 824 milljörðum íslenskra króna, og er um að ræða nærri 13 prósenta tekjuaukningu milli ára. Þetta segir Osama Rabie, yfirmaður skipaskurðamála í Egyptalandi, að því er segir í frétt AP. Alls fóru 20.694 skip um skurðinn á síðasta ári, samanborið við 18.830 skip á árinu 2020. Er því um 10 prósenta aukningu að ræða. Flutningaskipið Ever Given strandaði í skurðinum í mars á síðasta ári og stíflaði alla skipaumferð í um sex daga, eða þar til tókst að losa skipið af strandstað. Um tíu prósent alheimsviðskipta fer um Súesskurðinn, þar með talið sjö prósent allrar olíu. Skurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahaf og opnaði fyrst árið 1869. Súesskurðurinn Egyptaland Skipaflutningar Tengdar fréttir Ever Given siglir aftur um Súes-skurðinn en með dráttarbáta með sér Gámaflutningaskipið Ever Given er nú á leið sinni í Rauðahaf, sem leið liggur um Súes-skurðinn. Vel er fylgst með skipinu, þar sem það komst í heimsfréttirnar fyrir að festast í skurðinum fyrr á þessu ári. 20. ágúst 2021 14:33 Ever Given losnar úr haldi egypskra yfirvalda Egypsk yfirvöld hafa samið við skipafélagið Evergreen, eiganda Ever Given, og tryggjendur félagsins um skaðabætur vegna strands skipsins í Súesskurðinum í maí síðastliðnum. 5. júlí 2021 18:48 Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga. 3. apríl 2021 16:47 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tekjurnar á síðasta ári námu alls 6,3 milljörðum dala, um 824 milljörðum íslenskra króna, og er um að ræða nærri 13 prósenta tekjuaukningu milli ára. Þetta segir Osama Rabie, yfirmaður skipaskurðamála í Egyptalandi, að því er segir í frétt AP. Alls fóru 20.694 skip um skurðinn á síðasta ári, samanborið við 18.830 skip á árinu 2020. Er því um 10 prósenta aukningu að ræða. Flutningaskipið Ever Given strandaði í skurðinum í mars á síðasta ári og stíflaði alla skipaumferð í um sex daga, eða þar til tókst að losa skipið af strandstað. Um tíu prósent alheimsviðskipta fer um Súesskurðinn, þar með talið sjö prósent allrar olíu. Skurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahaf og opnaði fyrst árið 1869.
Súesskurðurinn Egyptaland Skipaflutningar Tengdar fréttir Ever Given siglir aftur um Súes-skurðinn en með dráttarbáta með sér Gámaflutningaskipið Ever Given er nú á leið sinni í Rauðahaf, sem leið liggur um Súes-skurðinn. Vel er fylgst með skipinu, þar sem það komst í heimsfréttirnar fyrir að festast í skurðinum fyrr á þessu ári. 20. ágúst 2021 14:33 Ever Given losnar úr haldi egypskra yfirvalda Egypsk yfirvöld hafa samið við skipafélagið Evergreen, eiganda Ever Given, og tryggjendur félagsins um skaðabætur vegna strands skipsins í Súesskurðinum í maí síðastliðnum. 5. júlí 2021 18:48 Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga. 3. apríl 2021 16:47 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ever Given siglir aftur um Súes-skurðinn en með dráttarbáta með sér Gámaflutningaskipið Ever Given er nú á leið sinni í Rauðahaf, sem leið liggur um Súes-skurðinn. Vel er fylgst með skipinu, þar sem það komst í heimsfréttirnar fyrir að festast í skurðinum fyrr á þessu ári. 20. ágúst 2021 14:33
Ever Given losnar úr haldi egypskra yfirvalda Egypsk yfirvöld hafa samið við skipafélagið Evergreen, eiganda Ever Given, og tryggjendur félagsins um skaðabætur vegna strands skipsins í Súesskurðinum í maí síðastliðnum. 5. júlí 2021 18:48
Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súesskurðinn Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga. 3. apríl 2021 16:47
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf