Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn með kvef á leikskóla Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 17:16 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu segir stöðuna vera misjafna eftir skólum og dæmi um að mikil skerðing verði sums staðar á skólastarfi á næstunni. Misjafnt sé hvort eldri börn fái að mæta í grunnskóla en áhersla lögð á að yngri börnin fái sem eðlilegasta kennslu. „Það verða örugglega fram undan næstu vikuna einhverjar skerðingar en skólayfirvöld sem eru búin að standa í smitrakingu upp fyrir haus kunna þetta.“ Mikið af tilfellum hjá börnum á grunnskólaaldri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir áramót að upphafi skólahalds yrði frestað til að hemja útbreiðslu faraldursins en þeirri tillögu var hafnað af ríkisstjórninni. „Eins og sóttvarnalæknir hefur bent á þá hafa menn ákveðnar áhyggjur af því að smitum eigi eftir að fjölga. Við sáum það fyrir jól þegar skólahald var í gangi þá var aldurshópurinn sex til tólf ára svolítið að bera uppi bylgjuna,“ segir Jón Viðar. Sumir óttist að sú staða komi upp aftur og því sé sá möguleiki fyrir hendi að skólastarf leggist sums staðar niður ef stór hluti kennara og nemenda endar í sóttkví og einangrun. Klippa: Jón Viðar um skólahald næstu daga Reyni á hyggjuvit foreldra Foreldrar leikskólabarna hafa sumir lýst yfir áhyggjum af nýjum tilmælum almannavarna þar sem þau séu mörg reglulega með kvef og sýnataka reyni mikið á yngstu börnin. „Foreldri veit náttúrulega best hvað er að sínu barni, ef þetta er kvef sem er búið að vera lengi þá bara metur þú það, en ef það er einhver vafi þá þarf að panta PCR-próf fyrir barnið. Það er náttúrulega bæði gert fyrir foreldrið og skólaeininguna því það er betra að fara í eitt PCR-próf en að lenda í einangrun eða sóttkví,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé að foreldrar nýti sér sýnatöku ef á þarf að halda. „Því ef börn koma í leikskóla þá geta menn lent í einangrun eða lagt heila deild í sóttkví en það er bara hyggjuvit foreldranna sem við trúum á. Foreldrar, leikskólastjórnendur og aðrir hafa staðið vaktina allan þennan tíma þannig að í raun og veru er engin breyting þar á,“ segir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Tilmælin í heild sinni Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu segir stöðuna vera misjafna eftir skólum og dæmi um að mikil skerðing verði sums staðar á skólastarfi á næstunni. Misjafnt sé hvort eldri börn fái að mæta í grunnskóla en áhersla lögð á að yngri börnin fái sem eðlilegasta kennslu. „Það verða örugglega fram undan næstu vikuna einhverjar skerðingar en skólayfirvöld sem eru búin að standa í smitrakingu upp fyrir haus kunna þetta.“ Mikið af tilfellum hjá börnum á grunnskólaaldri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir áramót að upphafi skólahalds yrði frestað til að hemja útbreiðslu faraldursins en þeirri tillögu var hafnað af ríkisstjórninni. „Eins og sóttvarnalæknir hefur bent á þá hafa menn ákveðnar áhyggjur af því að smitum eigi eftir að fjölga. Við sáum það fyrir jól þegar skólahald var í gangi þá var aldurshópurinn sex til tólf ára svolítið að bera uppi bylgjuna,“ segir Jón Viðar. Sumir óttist að sú staða komi upp aftur og því sé sá möguleiki fyrir hendi að skólastarf leggist sums staðar niður ef stór hluti kennara og nemenda endar í sóttkví og einangrun. Klippa: Jón Viðar um skólahald næstu daga Reyni á hyggjuvit foreldra Foreldrar leikskólabarna hafa sumir lýst yfir áhyggjum af nýjum tilmælum almannavarna þar sem þau séu mörg reglulega með kvef og sýnataka reyni mikið á yngstu börnin. „Foreldri veit náttúrulega best hvað er að sínu barni, ef þetta er kvef sem er búið að vera lengi þá bara metur þú það, en ef það er einhver vafi þá þarf að panta PCR-próf fyrir barnið. Það er náttúrulega bæði gert fyrir foreldrið og skólaeininguna því það er betra að fara í eitt PCR-próf en að lenda í einangrun eða sóttkví,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé að foreldrar nýti sér sýnatöku ef á þarf að halda. „Því ef börn koma í leikskóla þá geta menn lent í einangrun eða lagt heila deild í sóttkví en það er bara hyggjuvit foreldranna sem við trúum á. Foreldrar, leikskólastjórnendur og aðrir hafa staðið vaktina allan þennan tíma þannig að í raun og veru er engin breyting þar á,“ segir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Tilmælin í heild sinni Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira