Ásgeir vill fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 09:08 Ásgeir Sveinsson. Aðsend Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54