Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2022 23:00 Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, tóku fyrstu skóflustunguna. Mynd/Akureyrarbær Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. Snjórinn kom ekki í veg fyrir fyrstu skóflustunguna að Holtahverfi, eða Holtahverfi norður eins og það heitir, sem á að rísa á sjávarklöppum norðarlega í bænum. Reiknað er með 300 íbúðir rísi á næstu árum. „Fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús þannig að hér ætlum við að geti orðið 700-800 manna byggð,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs bæjarins aðspurður um hvers lags íbúðir verði byggðar í hverfinu. Klippa: Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin í dag Sömu, eða í það minnsta svipuð, lögmál gilda um fasteignamarkaðinn á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Framboð á fasteignum hefur skroppið saman, fasteignaverð hækkað og eftirspurn eftir lóðum aukist. Standa vonir til að uppbygging norðarlega í bænum, þar á meðal í hinu nýja Holtahverfi muni auka framboð á lóðum til muna í bænum. „Akureyringum fjölgaði um 416 á síðasta ári og það er 2,2 prósent fjölgun sem umfram landsmeðaltal og það eru bara ánægjulegar fréttir, bara frábært að okkur sé að fjölga. Eftirspurn hefur verið gríðarleg á síðasta ári,“ segir Þórhallur. Undanfarin ár hefur uppbygging á íbúðarhúsnæði á Akureyri farið fram í suðurhluta bæjarins, í átt að Kjarnaskógi sem margir landsmenn kannast við. Skóflustungan í dag markar ákveðin tímamót því að nú færist uppbyggingin á nýju húsnæði í norðurhluta bæjarins. Þar er til að mynda annað stærra hverfi, Móahverfi, einnig í bígerð. „Þar bætist við um það bil þúsund íbúða hverfi þar sem að gæti verið pláss fyrir 2.500 til 3.000 íbúa,“ segir Þórhallur og bætir við að ánægjulegt sé að í þessum nýju hverfum felist að hægt sé að nota innviði sem fyrir eru í rótgrónari hverfum í norðurhluta bæjarins. Í Holtahverfi er hins vegar allt að fara á fullt. „Hér verður vonandi byrjað að byggja í maí og ég reikna með að fyrstu íbúar geti flutt inn 12 til 16 mánuðum frá þeim tímapunkti“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Snjórinn kom ekki í veg fyrir fyrstu skóflustunguna að Holtahverfi, eða Holtahverfi norður eins og það heitir, sem á að rísa á sjávarklöppum norðarlega í bænum. Reiknað er með 300 íbúðir rísi á næstu árum. „Fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús þannig að hér ætlum við að geti orðið 700-800 manna byggð,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs bæjarins aðspurður um hvers lags íbúðir verði byggðar í hverfinu. Klippa: Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin í dag Sömu, eða í það minnsta svipuð, lögmál gilda um fasteignamarkaðinn á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Framboð á fasteignum hefur skroppið saman, fasteignaverð hækkað og eftirspurn eftir lóðum aukist. Standa vonir til að uppbygging norðarlega í bænum, þar á meðal í hinu nýja Holtahverfi muni auka framboð á lóðum til muna í bænum. „Akureyringum fjölgaði um 416 á síðasta ári og það er 2,2 prósent fjölgun sem umfram landsmeðaltal og það eru bara ánægjulegar fréttir, bara frábært að okkur sé að fjölga. Eftirspurn hefur verið gríðarleg á síðasta ári,“ segir Þórhallur. Undanfarin ár hefur uppbygging á íbúðarhúsnæði á Akureyri farið fram í suðurhluta bæjarins, í átt að Kjarnaskógi sem margir landsmenn kannast við. Skóflustungan í dag markar ákveðin tímamót því að nú færist uppbyggingin á nýju húsnæði í norðurhluta bæjarins. Þar er til að mynda annað stærra hverfi, Móahverfi, einnig í bígerð. „Þar bætist við um það bil þúsund íbúða hverfi þar sem að gæti verið pláss fyrir 2.500 til 3.000 íbúa,“ segir Þórhallur og bætir við að ánægjulegt sé að í þessum nýju hverfum felist að hægt sé að nota innviði sem fyrir eru í rótgrónari hverfum í norðurhluta bæjarins. Í Holtahverfi er hins vegar allt að fara á fullt. „Hér verður vonandi byrjað að byggja í maí og ég reikna með að fyrstu íbúar geti flutt inn 12 til 16 mánuðum frá þeim tímapunkti“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11
Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14