Facebook og Google sektuð um 210 milljónir evra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 20:45 Frakkar hafa sektað Facebook og Google um 210 milljónir evra. Getty Images Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra. Vefkökur eru, samkvæmt vefsíðu Persónuverndar, lítil textaskrá sem vistuð er í tölvu eða öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn. Eins og þeir sem nota Internetið kannast eflaust við, kemur reglulega upp hlekkur við heimsókn á vefsíðu um hvort notandi vilji samþykkja notkun vefkaka á vefnum. Frakkar segja að Google og Facebook hafi gert notendum erfiðara fyrir að hafna notkun vefkaka.Persónuvernd Persónuvernd í Frakklandi segir að fyrirtækin hafi stillt skilmálum upp með þeim hætti að aðeins einn smell þurfi til að samþykkja notkun vefkaka. Vilji notendur neita, þurfi að fara töluvert flóknari leið. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Leitarvélin Google var því sektuð um 150 milljónir evra og samfélagsmiðillinn Facebook um 60 milljónir evra. Fyrirtækin hafa þrjá mánuði til að bregðast við, ella leggjast 100.000 evra dagsektir við sektina. Fyrirtækin hafa bæði gefið út yfirlýsingu um að þau muni bregðast hratt við: „Fólk treystir okkur til að virða einkalíf þess og við áttum okkur þeirri ábyrgð sem því fylgir. Við munum að sjálfsögðu vinna með frönskum yfirvöldum í ljósi ákvörðunarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Google. Persónuvernd Frakkland Facebook Google Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vefkökur eru, samkvæmt vefsíðu Persónuverndar, lítil textaskrá sem vistuð er í tölvu eða öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn. Eins og þeir sem nota Internetið kannast eflaust við, kemur reglulega upp hlekkur við heimsókn á vefsíðu um hvort notandi vilji samþykkja notkun vefkaka á vefnum. Frakkar segja að Google og Facebook hafi gert notendum erfiðara fyrir að hafna notkun vefkaka.Persónuvernd Persónuvernd í Frakklandi segir að fyrirtækin hafi stillt skilmálum upp með þeim hætti að aðeins einn smell þurfi til að samþykkja notkun vefkaka. Vilji notendur neita, þurfi að fara töluvert flóknari leið. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Leitarvélin Google var því sektuð um 150 milljónir evra og samfélagsmiðillinn Facebook um 60 milljónir evra. Fyrirtækin hafa þrjá mánuði til að bregðast við, ella leggjast 100.000 evra dagsektir við sektina. Fyrirtækin hafa bæði gefið út yfirlýsingu um að þau muni bregðast hratt við: „Fólk treystir okkur til að virða einkalíf þess og við áttum okkur þeirri ábyrgð sem því fylgir. Við munum að sjálfsögðu vinna með frönskum yfirvöldum í ljósi ákvörðunarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Google.
Persónuvernd Frakkland Facebook Google Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira