„Gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 22:05 Gæsluvarðhaldið varir til 26. janúar í mesta lagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að maður skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna sex ætlaðra alvarlegra ofbeldisbrota. Maðurinn var nýlega handtekinn vopnaður haglabyssu og sveðju á Höfða í Reykjavík. Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira