„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“ Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 11:59 Dagur B. Eggertsson vill verða borgarstjóri þriðja kjörtímabilið í röð. Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk. Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18