Að túlka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:01 Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun