„Fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er lang fallegastur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:16 Spegilmyndin eru nýjir lífsstílsþættir á Stöð 2. Stöð 2 „Þetta eru mannlífsþættir á léttu nótunum og snúast um heilsu - og fegrunargeirann hér á landi,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir um nýju lífsstílsþættina sína Spegilmyndin. Fyrsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. „Ég fer í gegnum fegrunartrend nútímakonunnar og fræðist um allskonar mismunandi hreyfingu, mataræði, kvenheilsu, tannheilsu, svefn og andlega líðan. Svo fæ ég ýmsa fagaðila til mín í spjall og fæ að fylgjast með fólki í meðferðum og aðgerðum,“ útskýrir Marín Manda. „Í þættinum í kvöld fer ég gegnum söguna, staðalímyndirnar og líkamsbyltingarnar og skoða hver þróunin er orðin í dag. Þetta er stútfullur þáttur af skemmtilegu fólki þar ég skoða förðun, augnháralengingar, hártísku og fleira.“ Marín Manda hafði lengi látið sig dreya um að fara út í þáttagerð fyrir sjónvarp. „Í sumar fæddist síðan þessi hugmynd eitt kvöldið þegar ég horfði á breskan þátt um fegrun kvenna og mér fannst vera talað um þetta allt saman á svo opinskáan hátt. Það er margt tabú að ræða hér á landi þar sem við erum lítið samfélag og því var ég bara einstaklega forvitin um hitt og þetta. Stuttu seinna fór ég í handritsgerð og framleiðslan fór á fulla ferð og nú er þetta orðið að veruleika.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við ýmsa sérfræðinga, meðal annars förðunarfræðinginn Hörpu Kára.Stöð 2 Hún segir að almennt sé mikið talað um útlit og útlitsdýrkun í okkar samfélagi. „Samfélagsmiðlarnir ýta oft undir óraunhæfar kröfur og þá verða ungar stúlkur gjarnan fyrir barðinu. Hins vegar tel ég að umræðan um útlitsdýrkun hafi gert það að verkum að við konur erum orðnar betri í að beita gagnrýnni hugsun varðandi þetta efni. Öll uppbyggileg umræða er góð og umræðan um jákvæða líkamsímynd hefur einnig hjálpað. Eins furðulegt og það er þá hefur útlit alltaf skipt manneskjuna máli. Það er hluti af sjálfsmyndinni okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur. Við þurfum bara að vera duglegri að sýna okkur mildi.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við fjölbreyttan hóp af áhugaverðu fólki. „Ég spjalla við næringarfræðing, markþjálfa, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, förðunarfræðing, naglafræðing, snyrtifræðinga, hársnyrti, tannlækni, svefnráðgjafa, sálfræðinga, kennara, húð - og lýtalækna og fleiri.“ Þáttastjórnandi Spegilmyndarinnar er tískuskvísan Marín Manda.Stöð 2 Marín Manda segir að hún hafi átt nokkur „aha“ augnablik við gerð þáttanna og að ýmislegt hafi komið á óvart. „Kannski einna helst að fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er langfallegastur,“ segir Marín Manda. Fyrsti þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:05. „Þessi þáttur er mikið um konur en ekki einungis. Það munu eflaust margir karlmenn hafa gaman af að horfa og fræðast örlítið með okkur konunum,“ segir Marín Manda að lokum. Tíska og hönnun Förðun Spegilmyndin Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Ég fer í gegnum fegrunartrend nútímakonunnar og fræðist um allskonar mismunandi hreyfingu, mataræði, kvenheilsu, tannheilsu, svefn og andlega líðan. Svo fæ ég ýmsa fagaðila til mín í spjall og fæ að fylgjast með fólki í meðferðum og aðgerðum,“ útskýrir Marín Manda. „Í þættinum í kvöld fer ég gegnum söguna, staðalímyndirnar og líkamsbyltingarnar og skoða hver þróunin er orðin í dag. Þetta er stútfullur þáttur af skemmtilegu fólki þar ég skoða förðun, augnháralengingar, hártísku og fleira.“ Marín Manda hafði lengi látið sig dreya um að fara út í þáttagerð fyrir sjónvarp. „Í sumar fæddist síðan þessi hugmynd eitt kvöldið þegar ég horfði á breskan þátt um fegrun kvenna og mér fannst vera talað um þetta allt saman á svo opinskáan hátt. Það er margt tabú að ræða hér á landi þar sem við erum lítið samfélag og því var ég bara einstaklega forvitin um hitt og þetta. Stuttu seinna fór ég í handritsgerð og framleiðslan fór á fulla ferð og nú er þetta orðið að veruleika.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við ýmsa sérfræðinga, meðal annars förðunarfræðinginn Hörpu Kára.Stöð 2 Hún segir að almennt sé mikið talað um útlit og útlitsdýrkun í okkar samfélagi. „Samfélagsmiðlarnir ýta oft undir óraunhæfar kröfur og þá verða ungar stúlkur gjarnan fyrir barðinu. Hins vegar tel ég að umræðan um útlitsdýrkun hafi gert það að verkum að við konur erum orðnar betri í að beita gagnrýnni hugsun varðandi þetta efni. Öll uppbyggileg umræða er góð og umræðan um jákvæða líkamsímynd hefur einnig hjálpað. Eins furðulegt og það er þá hefur útlit alltaf skipt manneskjuna máli. Það er hluti af sjálfsmyndinni okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur. Við þurfum bara að vera duglegri að sýna okkur mildi.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við fjölbreyttan hóp af áhugaverðu fólki. „Ég spjalla við næringarfræðing, markþjálfa, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, förðunarfræðing, naglafræðing, snyrtifræðinga, hársnyrti, tannlækni, svefnráðgjafa, sálfræðinga, kennara, húð - og lýtalækna og fleiri.“ Þáttastjórnandi Spegilmyndarinnar er tískuskvísan Marín Manda.Stöð 2 Marín Manda segir að hún hafi átt nokkur „aha“ augnablik við gerð þáttanna og að ýmislegt hafi komið á óvart. „Kannski einna helst að fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er langfallegastur,“ segir Marín Manda. Fyrsti þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:05. „Þessi þáttur er mikið um konur en ekki einungis. Það munu eflaust margir karlmenn hafa gaman af að horfa og fræðast örlítið með okkur konunum,“ segir Marín Manda að lokum.
Tíska og hönnun Förðun Spegilmyndin Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira