Rannsókn hafin sem gæti skipt sköpum Snorri Másson skrifar 11. janúar 2022 22:30 Þegar hafa verið tekin fleiri en 500 blóðprufur í rannsókn sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni. Rannsóknin er framkvæmd í Turninum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talið er að margfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni á Íslandi en hafa greinst með PCR-prófi. Um 1.000 manns eru á leið í blóðprufu sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni. Tölfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar telja 1.000 einstaklinga nægilega stórt úrtak til að fá góða mynd af því hve margir hafa í raun og veru smitast af veirunni á Íslandi. Í blóðsýni má kanna hvort finnist mótefni gegn kjarnapróteini veirunnar. Ef það finnst, hefur einstaklingurinn smitast og bólusetningar eiga ekki að geta ruglað þá niðurstöðu. Innan tveggja til þriggja vikna ætti maður að sjá hvort maður sé kominn með mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skipt sköpum fyrir framtíð daglegs lífs hér á landi. Kári Stefánsson telur margfalt fleiri hafa smitast en hafa greinst. Sóttvarnalæknir hefur sagt að niðurstöður rannsóknarinnar verði hjálplegar þegar ákvarðanir eru ákveðnar í framhaldinu. „Menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort það sé þannig. Ég tel að það sé helsta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir sé að standa í þessu átaki, til þess að síðan meta frekari aðgerðir út frá þessum niðurstöðum,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Þetta er líka persónulegt mál, því margir vita einfaldlega ekki hvort þeir hafi smitast eða ekki. „Þau eru mjög þakklát að fá þessi boð,“ segir Kristín Eva. „Flestir vilja fá mótefnamælingar og eru mjög spenntir að vita einmitt, sérstaklega þegar það er svona mikið smit í samfélaginu, hvort þeir hafi smitast án þess að verða veikir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Tölfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar telja 1.000 einstaklinga nægilega stórt úrtak til að fá góða mynd af því hve margir hafa í raun og veru smitast af veirunni á Íslandi. Í blóðsýni má kanna hvort finnist mótefni gegn kjarnapróteini veirunnar. Ef það finnst, hefur einstaklingurinn smitast og bólusetningar eiga ekki að geta ruglað þá niðurstöðu. Innan tveggja til þriggja vikna ætti maður að sjá hvort maður sé kominn með mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skipt sköpum fyrir framtíð daglegs lífs hér á landi. Kári Stefánsson telur margfalt fleiri hafa smitast en hafa greinst. Sóttvarnalæknir hefur sagt að niðurstöður rannsóknarinnar verði hjálplegar þegar ákvarðanir eru ákveðnar í framhaldinu. „Menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort það sé þannig. Ég tel að það sé helsta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir sé að standa í þessu átaki, til þess að síðan meta frekari aðgerðir út frá þessum niðurstöðum,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Þetta er líka persónulegt mál, því margir vita einfaldlega ekki hvort þeir hafi smitast eða ekki. „Þau eru mjög þakklát að fá þessi boð,“ segir Kristín Eva. „Flestir vilja fá mótefnamælingar og eru mjög spenntir að vita einmitt, sérstaklega þegar það er svona mikið smit í samfélaginu, hvort þeir hafi smitast án þess að verða veikir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31
Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24