Stjórn í sálarkreppu Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 14. janúar 2022 07:00 Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun